Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 4
4 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Í Fréttablaðinu í gær kom fram að sam-
kvæmt síðustu mælingum Capa cent
hefðu rúmlega 24 prósent þjóðarinnar
fylgst með gamanþættinum Marteinn í
Sjónvarpinu. Þessi tala er í aldurshópn-
um 12 til 49 ára, en það kom ekki fram
og áréttist hér með.
ÁRÉTTING
STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnússon
borgarfulltrúi vill að aðrir borg-
arfulltrúar leggi fram vottorð frá
lækni um að
þeir séu hæfir
til að sitja í
borgarstjórn.
Í ræðu á fundi
borgarstjórnar í
gær sagði Ólaf-
ur tillögu setta
fram til að jafn-
ræðis yrði gætt
meðal borgar-
fulltrúa. Eins og
kunnugt er var Ólafur krafinn um
læknisvottorð er hann sneri aftur
til starfa í borgarstjórn eftir veik-
indafrí vegna þunglyndis fyrr á
þessu kjörtímabili. Í tillögu Ólafs
felst að þeim sem ekki hafi þegar
lagt fram slíkt vottorð verði gert
það skylt. - gar
Tillaga Ólafs F. í borgarstjórn:
Aðrir skili líka
læknisvottorði
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
16°
11°
10°
13°
12°
14°
10°
10°
22°
14°
24°
14°
27°
6°
13°
15°
8°
Á MORGUN
8-5 m/s, hvassast
NV-lands.
FIMMTUDAGUR
Víða hægviðri, en all-
hvöss NA-átt NV-lands.
2
0
-1
-2
-1
0
1
3
4
6
-4
13
7
6
7
7
5
4
5
9
9
7
4 2
6
7
5
0
2
4
5
1
VERSNAR MEÐ
KVÖLDINU Framan
af degi verður fl ott
veður, yfi rleitt hæg-
ur vindur og bjart
með köfl um um
vestanvert landið.
Síðdegis hvessir
með suðurströnd-
inni og þykknar
einnig upp og á
morgun verður
komin nokkuð stíf
norðaustanátt með
úrkomu í fl estum
landshlutum.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI Breska fjármálaeftirlitið
(FSA) gerði Landsbankanum ljóst
í bréfi hinn 15. ágúst í fyrra að
innlánastarfsemi hans í Bretlandi
yrði stöðvuð ef ekki yrði farið að
kröfum þess.
Þetta kemur fram í bókinni
Umsátrið – fall Íslands og endur-
reisn eftir Styrmi Gunnarsson,
fyrrverandi rit-
stjóra Morgun-
blaðsins.
Vitnað er til
bréfaskipta FSA,
Landsbankans
og íslenskra
yfirvalda um
málið en kröf-
urnar snerust
um færslu inn-
lánanna [Icesa-
ve-reikningana]
í dótturfélagið Heritable í Bret-
landi og þar með undir hatt breska
tryggingasjóðsins.
Í bókinni segir: „Ljóst er af
þessum bréfaskiptum, að rekstur
Landsbankans, hefur verið kom-
inn í uppnám um miðj-
an ágúst 2008 og raun-
ar fyrr og í kjölfarið
fara fram umræður
innan stjórnkerfisins
um það, hvernig bregð-
ast eigi við, fari allt á
versta veg, og jafnvel
kvikna hugmyndir um,
að ríkið yfirtaki rekst-
ur bankans.“ Þá kemur
fram að Landsbankinn
virðist hafa farið fram
á lánafyrirgreiðslu frá
Seðlabanka Íslands
upp á 2,5 milljarða
sterlingspunda til að geta staðið
undir yfirfærslunni. Til trygging-
ar hafi bankinn viljað setja lána-
safn sitt auk þess sem hann óskaði
þess að fyrirgreiðslan yrði ekki
gerð opinber. Lánið átti að vera
ótímabundið þangað til alþjóðleg-
ir fjármálamarkaðir opnuðust að
nýju fyrir íslensku bankana.
Fjárhæðin, 2,5 milljarðar punda,
nam á þeim tíma 386 milljörðum
króna. Hún nam þriðjungi af lands-
framleiðslu Íslendinga og var tvö-
falt hærri en markaðsvirði Lands-
bankans á þessum tíma.
Segir Styrmir í bókinni að með
slíkri lánafyrirgreiðslu Seðlabank-
ans hafi Landsbankinn talið sig
geta mætt kröfum FSA og komið
í veg fyrir að það gripi til aðgerða
sem leiddu til þess að hann færi í
þrot. Hins vegar hafi engan veg-
inn verið ljóst hvort þetta myndi
tryggja rekstur bankans til fram-
búðar.
Ekkert varð af lánveitingunni.
Þrennt er nefnt til sögunnar. Álita-
mál var hvort verjandi væri fyrir
Seðlabankann að taka
lánasafn Landsbank-
ans að veði fyrir svo
hárri fjárhæð. Spurn-
ing var hvort verjandi
væri að halda fyrir-
greiðslunni leyndri
– en opinberun henn-
ar hefði líklega kost-
að áhlaup á bankann.
Og loks voru tormerki
á möguleikum Seðla-
bankans til að veita
slíka fyrirgreiðslu
ótímabundið.
bjorn@frettabladid.is
Lokun Landsbankans í Bret-
landi vofði yfir í ágúst 2008
Rekstur Landsbankans var kominn í uppnám um miðjan ágúst í fyrra. Fjármálaeftirlitið í Bretlandi hótaði
að stöðva starfsemi bankans í landinu ef ekki yrði farið að kröfum þess um Icesave. Í nýrri bók Styrmis
Gunnarssonar segir að Landsbankamenn hafi beðið Seðlabankann um lán upp á 386 milljarða króna.
ÆÐSTRÁÐENDUR LANDSBANKANS Björgólfur Guðmundsson bankaráðsformaður,
Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs, og
Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Björgvin G. Sigurðsson,
viðskiptaráðherra á þessum
tíma, staðfestir við Frétta-
blaðið að harðort bréf hafi
borist Landsbankanum frá
breska Fjármálaeftirlitinu
um miðjan ágúst. Í því hafi í
raun verið hótað að starfsemi
Landsbankans í Bretlandi yrði
stöðvuð ef Icesave-reikning-
arnir yrðu ekki færðir undir dótturfé-
lag bankans í Lundúnum og um leið
peningar og aðrar eignir til trygginga.
Hann segir að frá því snemma
árs 2008 hafi verið unnið að slíkri
yfirfærslu. Í kjölfar bréfsins um
miðjan ágúst hafi hann, ásamt
stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins
og fleiri embættismönn-
um, gengið á fund Alistair
Darling, fjármálaráðherra
Bretlands, og starfsmanna
breska fjármálaeftirlitsins.
Fór hann fram í Lundún-
um 2. september. Rætt
var um mögulegar leiðir
á yfirfærslunni, meðal
annars að tryggingar
Landsbankans bærust ekki í einu
lagi heldur í tvennu eða þrennu lagi
næstu mánuði á eftir. Tóku Darling
og hans menn vel í þær hugmynd-
ir. Fall Lehman Brothers-bankans
tveimur vikum síðar hafi sett ferlið í
uppnám og að lokum leiddi það til
hruns Landsbankans.
YFIRFÆRSLAN Í FERLI EN SVO FÉLL LEHMAN
STYRMIR
GUNNARSSON
DÓMSTÓLAR Karlmaður á þrí-
tugsaldri hefur verið sakfelld-
ur fyrir kynferðisbrot með því
að hafa haft samfarir við fjór-
tán ára stúlku. Þau voru um tíma
kærustu par.
Manninum var gefið að sök
að hafa ítrekað frá ársbyrjun til
ágústmánaðar á síðasta ári haft
samræði við stúlkuna. Jafnframt
var hann ákærður fyrir að hafa
fíkniefni undir höndum, ítrek-
aðan fíkniefnaakstur og að hafa
skallað lögreglumann í andlitið.
Maðurinn hlaut átján mán-
aða fangelsisdóm en þar af eru
fimmtán mánuðir skilorðsbundn-
ir. - jss
Karlmaður á þrítugsaldri:
Hafði samræði
við ungling
ALÞINGI Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar – einkum Sjálfstæðis-
flokksins – harma að nefndarálit
um Icesave-frumvarpið hafi verið
afgreitt úr fjárlaganefnd í fyrra-
kvöld. Telja þeir málið hafa verið
óútrætt og furða sig á að ekkert
hafi verið gert með álit efnahags-
og skattanefndar um málið sem
fjárlaganefnd bað þó sérstaklega
um.
Kristján Þór Júlíusson, Einar K.
Guðfinnsson, Birgir Ármannsson
og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis-
flokki, gagnrýndu stjórnarliða
harðlega fyrir framgönguna. Sagði
Pétur störf efnahags- og skatta-
nefndar vanvirt, hann hafi varið
löngum tíma í verk sem svo ekk-
ert var gert með.
Guðbjartur Hannesson, formað-
ur fjárlaganefndar, sagði málið
hafa verið fullreifað í nefndinni og
að álit efnahags- og skattanefnd-
ar hefðu engu bætt við. Afstaða
stjórnmálaflokkanna til máls-
ins lægi fyrir og því hafi hann
ekki talið þjóna tilgangi að lengja
umfjöllunina.
Önnur umræða um Icesave-
málið fer fram í þinginu á morg-
un. - bþs
Stjórnarandstaðan átelur stjórnarliða fyrir að afgreiða Icesave út úr fjárlaganefnd:
Ekkert gert með umbeðin álit
Á ALÞINGI Icesave-málið verður rætt
efnislega á morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Regin Freyr hættur
Regin Freyr Mogensen lögfræðingur
er hættur störfum hjá Kaupþingi.
Hann hefur starfað á lögfræðisviði
bankans og setið fyrir hönd hans í
stjórn 1998 ehf., móðurfélags Haga.
Hann segir brotthvarf sitt úr bankan-
um ekki tengjast stjórnarsetunni.
VIÐSKIPTALÍFIÐ
Átta veskjaþjófnaðir
Tilkynnt hefur verið um átta veskja-
þjófnaði á skemmtistöðum borg-
arinnar til lögreglu að undanförnu.
Nokkur atvikanna hafa náðst á
eftirlitsmyndavélar. Fólk er beðið um
að gæta vel að veskjum sínum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
GENGIÐ 17.11.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,967
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,20 123,78
206,86 207,86
183,44 184,46
24,65 24,794
21,915 22,045
17,932 18,038
1,3818 1,3898
197,10 198,28
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR