Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 6
6 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Konan sem grunuð er
um að hafa stungið fimm ára telpu
með hnífi í brjóstið 27. september
síðastliðinn hefur nú undirgengist
geðrannsókn. Dómari mun síðan
byggja á matsgerð um sakhæfi
konunnar.
Atburðurinn átti sér stað á
heimili telpunnar í Reykjanesbæ.
Konan er talin hafa stungið hana
fyrirvaralaust í bringuna með eld-
húshnífi. Af hlutust lífshættuleg-
ir áverkar. Áður hafði fjölskyld-
an kært hana fyrir eignaspjöll á
heimili sínu og mótorhjóli. Konan
er nú vistuð á Litla-Hrauni þar
sem hún sætir gæsluvarðhaldi.
Málið er í rannsókn. - jss
Konan sem stakk telpuna:
Gæsluvarðhald
og geðrannsókn
–fegurðin býr í bókum
Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is
Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip.
Tryggðu þér eintak í tíma.
Bílaapótek Hæðarsmára
Mjódd • Álftamýri
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Bræðraborgarstíg 9
KRÖFTUG SAGA
UM KONUR
„Áhrifamikil örlagasaga
og flottur og þroskaður
skáldskapur.“
Jón Yngvi Jóhannsson,
pressan.is
D
Y
N
A
M
O
R
ÞÝSKALAND Ísland er enn í hópi tíu
efstu ríkjanna á lista samtakanna
Transparency International yfir
spillingarstig ríkja heims.
Samkvæmt nýja listanum er
spillingin minnst á Nýja-Sjálandi,
í Danmörku, Singapúr, Svíþjóð
og Sviss, en mest er hún í Sómal-
íu, Afganistan, Búrma, Súdan og
Írak.
Í skýrslu samtakanna eru auðug
ríki hvött til þess að breyta regl-
um um bankaleynd svo þær gagn-
ist ekki spillingaröflum sem vilja
halda viðskiptum sínum leyndum.
Ísland er í áttunda sæti ásamt
Ástralíu og Kanada. Þessi þrjú
lönd fengu 8,7 stig á kvarða sem
mælir spillingu á bilinu frá núll og
upp í tíu.
„Ekkert ríki heims er ónæmt
gagnvart hættunni á spillingu,“
segir í skýrslu samtakanna, sem
árlega hafa tekið saman lista yfir
spillingu í ríkjum heims.
Listinn er byggður á þrettán
skoðanakönnunum sem tíu stofn-
anir hafa gert og birt síðustu tvö
árin. Sérfræðingar alþjóðastofn-
ana og framámenn í viðskiptum
í hverju landi eru spurðir hvort
þeir telji spillingu vera í opinbera
geiranum, einkum hvort opinber-
ar stofnanir og embættismenn taki
við fé til að tryggja þjónustu, for-
gang eða sérafgreiðslu mála. - gb
Nýr spillingarlisti frá Transparency International:
Ísland enn í hópi tíu bestu
NÝI LISTINN Sylvia Schenk, formaður
Transparency International, kynnir nýja
spillingarlistann á blaðamannafundi í
Berlín. NORDICPHOTOS/AFP
FJÁRMÁL Sextán menn sem hátt-
settir voru hjá Landsbanka Íslands
gera kröfu um að fá samtals 2.608
milljónir króna úr þrotabúi bank-
ans. Mest vill Steinþór Gunnarsson,
framkvæmdastjóri verðbréfasviðs,
sem krefst 490 milljóna.
Af öðrum fyrrverandi starfs-
mönnum sem krefjast hárra
upphæða má nefna Bjarna Þ.
Bjarnason, forstöðumann fyrir-
tækjaráðgjafar, sem vill 377 millj-
ónir króna og Guðmund P. Dav-
íðsson, sem var forstöðumaður á
fyrirtækjasviði en var hættur fyrir
hrunið. Hann krefst 316 milljóna.
Yngvi Örn Kristinsson, sem var
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs,
vill 230 milljónir króna. Ingólfur
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
einstaklings- og markaðssviðs, vill
215 milljónir og Gunnar Thorodd-
sen, bankastjóri Landsbankans,
krefst 183 milljóna. Sjöundi mað-
urinn á þessum
lista er Arnar
Arnarson verð-
bréfamiðlari
sem krefst 167
milljóna króna.
Slitastjórn
bankans hefur
enn ekki tekið
afstöðu til þess-
ara t i lteknu
krafna. Líklegt
er þó talið að þeim verði hafnað.
Friðbert Traustason, formað-
ur Samtaka starfsmanna fjár-
málafyrirtækja, kveðst telja að
kröfur áðurefndra starfsmanna
Landsbankans hljóti að byggjast
á ógreiddum árangurstengdum
greiðslum og óuppgerðum kaup-
réttarsamningum. Friðbert segir
erfitt að sakast við þessa menn að
sækja rétt sinn samkvæmt samn-
ingum.
„Ég hef alltaf sagt að það ætti
frekar að sakast við þá sem gerðu
þessa samninga við þessa menn,“
segir Friðbert og bætir við að hann
telji reyndar afar ólíklegt að hlust-
að verði á þessar kröfur.
Heildarkröfur í þrotabú Lands-
bankans samsvara 4,4 sinnum
landsframleiðslunni á Íslandi á
árinu 2008, eða 6.459 milljörðum
króna. Þar af hefur slitastjórnin
samþykkt forgangskröfur upp á
1.273 milljarða. Þar er að stærst-
um hluta að ræða kröfur vegna
Icesave-innlána í Bretlandi og
Hollandi.
Gera má ráð fyrir því að taka
muni allt að sjö ár að gera upp
búið eftir fall Landsbankans. Á
fundi með kröfuhöfum 24. febrú-
ar á næsta ári ætlar slitastjórnin
að kynna endanlega hvaða kröfur
hún viðurkenni og hvaða kröfum
hún hafni. gar@frettabladid.is
Fimmtán starfsmenn
krefjast 2,6 milljarða
Fimmtán fyrrum starfsmenn Landsbankans krefjast samtals 2,6 milljarða króna
úr búi bankans. Heildarkröfur í þrotabúið eru 6.459 milljarðar. Samþykktar for-
gangskröfur nema 1.273 milljörðum. Lítið eða ekkert fæst upp í aðrar kröfur.
FRIÐBERT
TRAUSTASON
LANDSBANKI ÍSLANDS Féll í byrjun október. Tæplega tólf þúsund kröfur bárust slitastjórninni sem kynnir ekki fyrr en eftir þrjá
mánuði endanlega afstöðu sína til þeirra allra. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
1. Steinþór Gunnarsson, forstöðu-
maður verðbréfamiðlunar
490 milljónir
2. Bjarni Þ. Bjarnason, forstöðumaður
fyrirtækjaráðgjafar 377 milljónir
3. Guðmundur P. Davíðsson, fyrrum
forstöðumaður á fyrirtækjasviði
316 milljónir
4. Yngvi Örn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri verðbréfasviðs
230 milljónir
5. Ingólfur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri einstaklings- og
markaðssviðs 215 milljónir
6. Gunnar Thoroddsen, bankastjóri
Landsbankans í Lúxemborg
183 milljónir
7. Arnar Arnarson verðbréfamiðlari
167 milljónir
8. Haukur Þór Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs
148 milljónir
9. Kristján Gunnar Valdimarsson,
forstöðumaður skattasviðs
102 milljónir
10. Guðmundur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri upplýsinga-
tæknisviðs 75 milljónir
11. Baldur Stefánsson, starfsmaður
fyrirtækjaráðgjafar 77 milljónir
12. Ívar Guðjónsson, stýrði eiginvið-
skiptum Landsbankans
73 milljónir
13. Helgi Þór Arason verðbréfamiðl-
ari 66 milljónir
14. Stefán Þór Bjarnason, starfsmað-
ur fyrirtækjaráðgjafar
64 milljónir
15. Garðar Ólafsson forstöðumaður
25 milljónir
KRÖFUR FIMMTÁN STARFSMANNA
KJÖRKASSINN
Á að taka upp samræmd loka-
próf úr grunnskólum að nýju?
Já 57,8
Nei 42,2
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að lækka atvinnuleysisbætur
yngri en 25 ára til að fjár-
magna aukna menntun fyrir
þann hóp?
Segðu þína skoðun á visir.is