Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 8
8 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
S.Guðjónsson í samvinnu við Brunamálastofnun stóð fyrir innköllun
á Daisalux Argos neyðarljósum árið 2004/2005.
Í ljós hefur komið að sú innköllun sem þá fór fram innihélt ekki réttu
framleiðslunúmerin. Á sínum tíma voru innkölluð ljós sem báru
framleiðslunúmer frá 43.843-77821 en ekki 52.000-80.700 sem er
hið rétta. Þessir lampar voru allir framleiddir frá september
1998-janúar 2000 og seldir frá1999-2001. Upp kom á sínum tíma
galli í þéttum sem gat ofhitnað og hefur þetta orsakað nokkra bruna
hér á landi.
Inn í ljósunum, sem eru veggljós, er lítill grænn miði þar sem
framleiðslunúmerið er áletrað. Sé grunur um að lampi sé með
framleiðslunúmer á milli 52.000 og 80.700 er mikilvægt að
lampanum sé skipt út og er hægt að hafa samband við
S.Guðjónssyni í síma 520-4500 og við munum útvega nýjan lampa
og uppsetningu.
Vert er að taka það fram í þessu sambandi að þessi innköllun á
aðeins við vegglampa frá spænska framleiðandanum Daisalux
(sjá meðfylgjandi mynd) og hefur ekkert að gera með lampa frá
ítalska framleiðandanum Beghelli sem er aðal birgi
S.Guðjónssonar í neyðarljósum.
INNKÖLLUN Á DAISALUX
NEYÐARLJÓSUM
Auðdbrekka 9-11 | 200 Kópavogur | Sími: 520 4500 | Fax: 520 4501 | Netfang: sg@sg.is | www.sg.is
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Bílavarahlutir
Nýtt aðalskipulag - Ávarp
Júlíus Vífi ll Ingvarsson, formaður skipulagsráðs
Borgarskipulag og samgöngur
Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri
Betri samgöngur
Ólafur Bjarnason samgöngustjóri
Umferðaröryggi
Stefán Finnsson yfi rverkfræðingur
Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur
Pálmi Freyr Randversson verkefnisstjóri
„Eftir hverju er verið að bíða“
Sigrún Helga Lund, tölfræðingur,
í stjórn Samtaka um bíllausan lífsstíl
Umræður
Fundarstjóri
Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri
Morgunfundur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu,
19. nóvember kl. 08.30-10.00
MENNTUN Lilja Dögg Alfreðsdótt-
ir, formaður starfshóps um náms-
mat í grunnskólum Reykjavíkur-
borgar, hafnar því að ekki verði
haft samráð við fagaðila. Formað-
ur Skólastjórafélags Reykjavíkur
kvartaði yfir því í Fréttablaðinu í
gær og taldi líklegt að niðurstaða
hópsins yrði gefin fyrirfram.
Lilja Dögg segir það af og frá;
ákveðið hafi verið að hafa starfs-
hópinn fámennan og aðeins skip-
aðan stjórnmálamönnum sem
flestir hagsmunaaðilar yrðu
síðan kallað-
ir til samstarfs
við. Hún eigi til
að mynda fund
með skólastjór-
um á morgun.
Þá verði haft
samstarf við
menntamála-
ráðuneytið.
„Starf hóps-
ins verður þrí-
þætt. Í fyrsta
lagi ætlum við
að gera heildar-
úttekt á náms-
a ðfer ð u m í
grunnskólum
borgarinnar.
Þá ætlum við
að kanna hvern-
ig samræmd
könnunarpróf í
tíunda bekk hafi
nýst og í þriðja lagi hvort jafnræð-
is sé gætt við inntöku nemenda í
framhaldsskóla.“
Kjartan Magnússon, formaður
menntaráðs, lýsti því yfir í Frétta-
blaðinu á mánudag að hann vildi
taka upp samræmd próf upp úr
grunnskólum. Lilja segist munu
móta sína skoðun eftir vinnu
starfshópsins.
Jón Torfi Jónasson, prófess-
or við Háskóla Íslands og forseti
menntavísindasviðs skólans, segir
hið besta mál að skoða hugmynd-
ir um námsmat upp á nýtt. Sam-
ræmd próf upp úr skólum hafi
hins vegar nánast aldrei gegnt því
hlutverki sem þau áttu að gegna;
að vera upplýsingatæki fyrir skól-
ana svo þeir gætu bætt um betur
fyrir þá nemendur sem prófin
þreyta. Þau hafi hins vegar virk-
að sem aðhaldstæki, en spurning
sé hvort þau séu rétta meðalið.
Jón Torfi segir samræmdu próf-
in hafa haft ótrúleg áhrif í gegn-
um tíðina og stýrt áherslum skóla,
miðað við hve litlu máli þau í raun
og veru hafi skipt. Yfirleitt hafi
nemendur tekið samræmd próf
og farið síðan í heimaskóla, en
það hafi skipt tiltölulega lítinn
hóp máli.
„Þegar skólakerfið nær ekki
að taka við öllum eins og gerðist
í vetur og fyrir nokkrum árum,
skipta prófin máli fyrir ákveð-
inn hóp nemenda og þá stund-
um til skaða.“ Flestir nemendur
hafi tekið prófin og haldið áfram,
aldrei skoðað einkunnirnar aftur.
„Fyrir mjög stóran hlut nemenda
skiptir einkunnin í sjálfu sér engu
máli.“ kolbeinn@frettabladid.is
Segir samræmd próf
vera ofmetna aðferð
Forseti menntavísindasviðs Háskólans segir samræmd próf litlu máli skipta
fyrir meirihluta nemenda. Formaður starfshóps borgarinnar hafnar því að ekki
verði haft samráð við fagaðila. Gera eigi heildarúttekt á námsmati í skólum.
JÓN TORFI
JÓNASSON
LILJA DÖGG
ALFREÐSDÓTTIR
SKÓLASTARF Formaður starfshóps um námsmat í grunnskólum segir að hópurinn
muni hafa víðtækt samstarf við fagaðila. Ætlunin er, meðal annars, að kortleggja
mismunandi aðferðir við námsmat sem notaðar eru í skólunum. Nemendur í Hlíða-
skóla við samræmd próf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍRAN, AP Í nýrri skýrslu Alþjóða-
kjarnorkueftirlitsins segir að Íran-
ar hafi flutt háþróaðan tæknibún-
að til auðgunar úrans á stað sem
áður var leynilegur. Vinnsla þar
eigi að hefjast árið 2011.
Í skýrslunni, sem er sjö blaðsíð-
ur, segir að nýja kjarnorkustöðin
eigi að geta framleitt um eitt tonn
af auðguðu úrani á ári. Það myndi
duga í eina kjarnorkusprengju, en
er of lítið til að fullnægja þörf-
um nánast fullbúins kjarnorku-
vers í Bushehr og annarra kjarn-
orkuvera sem Íranar segjast ætla
að nota í friðsamlegum tilgangi á
næstu árum.
Í skýrslunni segir að Íranar hafi
komið sér upp 8.600 skilvindum til
auðgunar úrans, en einungis 4.000
þeirra séu í notkun. Þeir hafi nú
þegar framleitt um 1.800 kíló af
auðguðu úrani, sem dugar næstum
því í tvær kjarnorkusprengjur.
Ali Asghar Soltanieh, kjarn-
orkufulltrúi Írans, segir skýrsl-
una sýna að eftirlitsmennirnir hafi
engar sannanir fundið fyrir því að
Íranar hafi í hyggju að koma sér
upp kjarnorkuvopnum.
Íranar hleyptu vestrænum eft-
irlitsmönnum ekki inn í landið til
þess að skoða kjarnorkustöðina
fyrr en upp komst um tilvist henn-
ar í sumar. Að Íranar hafi starf-
rækt hana með leynd vekur hins
vegar áhyggjur um að fleiri leyni-
legar kjarnorkustöðvar kunni að
vera að finna í landinu. - gb
Vestrænir eftirlitsmenn hafa skoðað auðgun úrans í kjarnorkustöðvum í Íran:
Dugar í eina sprengju á ári
AHMADINEJAD Á ÞINGI Mahmoud
Ahmadinejad Íransforseti á tali við
íranskan þingmann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA. Um sjö-
tíu sjúklingar koma til landsins í
hverjum mánuði frá Færeyjum,
Grænlandi og Noregi til þess að
gangast undir augnaðgerðir eða
lýtaaðgerðir. Útflutningstekjur
vegna þessarar þjónustu nema
nokkur hundruð milljónum króna
á ári „og þær gætu mjög auðveld-
lega oltið á milljörðum ef rétt er
á málum haldið“, sagði Guðlaugur
Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, við umræður um
sóknarfæri í heilbrigðisþjónustu á
Alþingi í gær.
Guðlaugur sagði að þessi þjón-
usta hefði lítið verið markaðssett
erlendis, eftirspurnin hefði fyrst
og fremst orðið vegna góðrar
afspurnar af íslenskri heilbrigð-
isþjónustu.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði að
krabbameinssjúklingar frá Fær-
eyjum hefðu líka leitað meðferðar
hér; greiðslurnar frá Færeyjum
komi í veg fyrir að fækka þurfi
heilbrigðisstarfsfólki meira en
gert er vegna kreppunnar.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigð-
isráðherra sagði búist við því að
innan tveggja ára líti dagsins ljós
tilskipun frá ESB um rétt sjúk-
linga til að leita sér lækninga yfir
landamæri. Hugmyndir um sam-
eiginlegt heilbrigðisþjónustusvæði
á Norðurlöndunum hafi leitt af sér
viðræður Íslendinga við Færey-
inga, Grænlendinga, Svía og Norð-
menn. Nýlega hafi verið samið um
aukna þjónustu við Grænlendinga
og samningagerð við Færeyinga sé
vel á veg komin.
- pg
Fjöldi sjúklinga frá Færeyjum, Grænlandi og Noregi kemur til landsins í aðgerðir:
Hundruð milljóna í tekjur
LANDSPÍTALI Um sextíu Grænlending-
ar, Norðmenn og Færeyingar koma í
augnaðgerðir á Íslandi í hverri viku og
10 til viðbótar koma til að leggjast undir
skurðhníf íslenskra lýtalækna.