Fréttablaðið - 18.11.2009, Page 10

Fréttablaðið - 18.11.2009, Page 10
10 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR DÓMSTÓLAR Nokkur viðbúnaður var í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær vegna fjölda sakborninga sem þá mættu fyrir rétt í umfangsmiklu þjófnaðarmáli. Þar eru átta manns af pólskum uppruna, um og yfir tvítugu, sökuð um aðild að fjölda þjófnað- armála víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Auk gæslumanna frá fangelsinu á Litla- Hrauni gættu lögreglumenn af höfuð- borgarsvæðinu þess að allt færi vel fram. Aðalmeðferð í málinu hófst í gær og lýkur síðdegis í dag. Auk sakargifta sem snúa að þjófnuðum er sambýliskona eins mannsins jafnframt sökuð um að hafa reynt að hylma yfir með honum og að hafa reynt að aðstoða við að koma stolnum munum í verð. Handtökur fóru fram snemma í ágúst, en þrír úr hópnum hafa setið í gæsluvarð- haldi síðan þá, tveir á Litla-Hrauni og einn í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík. Stúlkan var handtekin fyrir utan verslunina Gull og Silfur eftir að hafa reynt að selja þar stolna skartgripi. Létt var yfir sakborningum áður en rétt- arhöldin hófust í gærmorgun og heilsuð- ust glaðlega þeir sem mættir voru og hinir sem komið var með úr gæsluvarðhaldi. Játning liggur fyrir í hluta sakargifta, en í öðrum neita sakborningar sök eða játa að hluta. Málin eru fjölmörg, en þau varða meðal annars innbrot í íbúðir og bíla, auk annarra þjófnaðarmála. Unnustan sem sökuð er um hylmingu neitaði sök fyrir rétti í gær og kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að um þýfi hafi verið að ræða. Unnusti hennar kvaðst hafa keypt stolnu munina af manni við víd- eóleigu í Breiðholti og kvaðst hafa talið þá hluta af braski tengdu pólskri vefsíðu að nafni Forum þar sem hlutir gangi kaupum og sölu. Andvirði stolinna muna í einum ákæru- liðanna er metið á 1,5 milljónir króna og kemur úr einu innbroti. - óká Í HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Fagnaðarfundir urðu í hópi Pólverja sem sakaðir eru um fjölda þjófnaða þegar komið var með tvo úr hópnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi inn í Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðalmeðferð í umfangsmiklu þjófnaðarmáli stendur yfir í tvo daga í Héraðsdómi Reykjaness: Átta Pólverjar fyrir rétti vegna þjófnaða Það er 800 4000 • siminn.is VIST Öryggi og hagræðing í rekstri Með fyrirtækið í VIST getur þú dregið úr kostnaði um leið og þú færð trausta þjónustu sem tryggir öryggi gagna og aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum. Í VIST er heimasvæði fyrirtækisins hýst á netþjónum Símans sem eykur samnýtingu skjala og öryggi gagna. Með reglulegri afritun og vírusvörnum er öryggi tryggt enn frekar. Fyrirtækjapósturinn í VIST veitir starfsmönnum aðgang að póstinum hvar sem er, auk þess sem hægt er að deila dagbókum, tengiliðum og verkefnum. Veldu hagkvæma og örugga VIST fyrir fyrirtækið þitt. Villuboðin heyra sögunni til – þú heldur bara áfram að vinna VIST fyrir fyrirtækið þitt E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 7 13 MATUR Hótel Arctic hlaut norrænu matvælaverðlaunin 2009 fyrir að koma norrænum matarhefðum á framfæri á nútímalegan hátt, fyrir nýsköpun og framúrskarandi árangur í þróun norrænna mat- arhefða. Verðlaunin voru veitt á ráðstefnu um norræn gildi í mat- vælaiðnaði. Hótelstjórinn Erik Bjerregaard veitti verðlaununum viðtöku en hann rekur hótelið sem er í Ilulissat ísfirðinum á Græn- landi. „Þessi verðlaun hafa verið veitt þeim sem hafa lagt áherslu á nýnor- ræna matreiðslu en auk þess að reka góðan veitingastað er hótelið í góðu samspili við umhverfið,“ segir Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. Matvælaframleiðsla og mat- vælarannsóknir á Norðurlöndun- um eru á háu plani segir Kristinn sem segir norrænu gildin í mat- reiðslu vera hreinleika og hollustu. Kristinn segir klassískan norræn- an mat á borð við fisk vera mjög hollan eins og kunnugt sé. Sumir hefðbundnir norrænir réttir séu hins vegar ekki mjög hollir fyrir kyrrsetumanninn en hin nýnor- ræna matreiðsla gangi út á að útbúa norrænan mat með nútíma- lagi. Það hafi tekist vel til hjá Erik Bjerregaard og samstarfsfólki hans á Grænlandi. Norrænu mat- arverðlaunin eru veitt af Norrænu ráðherranefndinni. - sbt Norrænu matvælaverðlaunin 2009 veitt: Norrænn matur hollur og góður VERÐLAUNAAFHENDINGIN Erik Bjer- regaard lengst til hægri að lokinni verð- launaafhendingu ásamt Jeppe Ejvind Nielsen matreiðslumeistara og Susanne Møller, eiginkonu sinni. LÖGREGLUMÁL Karlmaður sem féll fram af svölum á þriðju hæð í Grafarholti í fyrrinótt reyndist vera þríbrotinn. Hann tvíbrotnaði á kjálka og fékk opið brot á hand- legg. Fallið var um sjö metrar. Það var um sjöleytið í gærmorg- un sem lögregla fékk tilkynn- ingu um að maðurinn hefði fallið niður af húsinu. Hann var fluttur á Landspítala og lagður inn á gjör- gæslu í Fossvogi. Honum var hald- ið sofandi í gærdag en var ekki í lífshættu. Annar maður var í íbúð- inni þegar lögregla kom á vett- vang og ræddi hún við hann. Hann er ekki talinn eiga neinn hlut að máli. - jss Ekki saknæmt athæfi: Þríbrotinn eftir sjö metra fall GEIMSKUTLU SKOTIÐ Á LOFT Geimskutlunni Atlantis var skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída á mánudag. Förinni er að venju heitið í alþjóðlegu geimstöðina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Flosi Eiríksson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Flosi tók sæti í bæj- arstjórn árið 1998 og var áður varamað- ur í fjögur ár. Flosi segir ákvörðun sína á engan hátt tengjast rann- sókn á starfs- aðferðum Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogs, hvar hann sat í stjórn, tólf áru séu einfaldlega nægur tími. „Allt of margir líta orðið á bæjarfulltrúastarfið sem aðalstarf og ég hef áhyggjur af þeirri þróun. Þannig er hætta á því að menn missi tengsl við fólk- ið í bænum.“ - kóp Samfylkingin í Kópavogi: Flosi hættur FLOSI EIRÍKSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.