Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 12
18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
ATHAFNAVIKA: Líf og fjör hjá hjónunum á Café Loka
Það var líflegt á Café Loka við
Lokastíg í gær þegar boðið var upp
á rúgbrauðsveislu í tilefni Athafna-
viku. Meðal annars var boðið upp
á framandi rétti á borð við rúg-
brauðsís og rúgbrauðskex.
„Við köllum þetta Leik að rúg-
brauði,“ segir Hrönn Vilhelms-
dóttir, sem rekur Café Loka og
hönnunarverslunina Textíl ásamt
manni sínum, Þórólfi Antonssyni.
„Við erum með mjög gott rúg-
brauð alla daga en í tilefni af
Athafnavikunni ákváðum við að
breyta til og gera tilraunir,“ segir
Hrönn. Þau hafi því boðið upp á
margrétta rúgbrauðsmáltíð með
nýstárlegum samsetningum.
Á matseðlinum er rúgbrauð með
fjórum áleggstegundum: karrísíld-
arsalati, tvíreyktu hangikjötstar-
tar og piparrótarrjóma, silungi og
eggjahlaupi og síðast salamiblómi.
Þar að auki var boðið upp á rúg-
brauðsís með þurrkuðu rúgbrauði
sem líkist krókant, og svokallað
rúgbrauðskex, sem í raun er þurrk-
að rúgbrauð og segir Hrönn það
lostæti með volgri lifrarkæfu.
„Það var mjög líflegt hjá okkur
í hádeginu,“ segir Hrönn. Fjöldi
fólks hafi komið og gætt sér á rúg-
brauðinu og öllum líkað vel. „Vala
Matt gat ekki hamið sig yfir rúg-
brauðsísnum. Henni fannst þetta
svo gott,“ bætir Hrönn við. Lík-
lega verði ísnum haldið á matseðl-
inum vegna vinsældanna. Réttirn-
ir verða í boði fram yfir helgi.
Þá hefur Laufey Steingrímsdótt-
ir næringarfræðingur verið köll-
uð til á laugardaginn næsta til að
flytja fyrirlestur um rúgbrauð og
kosti þess. Þema Athafnavikunn-
ar í gær var athafnasemi kvenna,
og af því tilefni ákvað Hrönn að
fá einnig nokkrar listakonur til að
sýna handgerðar handstúkur og
grifflur í versluninni Textíl á hæð-
inni fyrir neðan Café Loka.
Hrönn segir handstúkurnar
hafa verið afar ólíkar. Ein lista-
konan hafi til dæmis gert sínar úr
hreindýraleðri, önnur úr blöndu af
þæfðri ull og silki og blúndum og
sú þriðja úr jurtalituðu bandi.
stigur@frettabladid.is
Léku sér að rúgbrauði
Hjónin sem reka Café Loka og verslunina Textíl buðu upp á framandi rúg-
brauðsrétti í tilefni Athafnaviku og sýndu handstúkur eftir kvenhönnuði. „Vala
Matt gat ekki hamið sig yfir rúgbrauðsísnum,“ segir Hrönn Vilhelmsdóttir kát.
ATHAFNASEMIN ALLSRÁÐANDI
Hrönn sýnir hér rúgbrauðsrétt-
ina og í baksýn má sjá glitta í
forláta handstúkur eftir íslenskar
listakonur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
G
VA
GÓÐAR
FRÉTTIR
Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur-
horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg.
Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum
landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði.
Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði
vinsamlegast hafið samband við Pósthúsið í síma 585 8300.
Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði:
Nú er Fréttablaðið
aðgengilegt hringinn
í kringum landið.
Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi ehf
Baula Verslun
Blönduós N1
Potturinn og pannan
Dalvík N1 – Olís
Egilsstaðir N1
Eskifjörður Shell skáli
Kría veitingastaður
Fellabær Olís
Hella Olís
Hellissandur Hraðbúð N1
Húsavík N1 – Olís – Shell skáli
Hvolsvöllur N1
Höfn N1 – Olís
Ísafjörður N1
Kópasker Búðin Kópasker
Laugavatn Tjaldmiðstöðin
Neskaupstaður Olís
Ólafsfjörður Olís
Ólafsvík N1 – Olís
Raufarhöfn Verslunin Urð
Reyðarfjörður N1 – Olís – N1
Rif Umboð Shell / Tandur
Sauðárkrókur N1 – Shell skáli
Siglufjörður Olís
Skagaströnd Olís
Staðarskáli N1
Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí
Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður
Vestm.eyjar N1
Víðigerði Verslunin Víðigerði
Vík N1
Vopnafjörður N1
Þórshöfn N1
Allt sem þú þarft...
Hægt er að fá Fréttablaðið sent
frítt í tölvupósti á morgnana
eða nálgast það á Visir.is.
Óskað er eftir börnum tveggja ára eða eldri sem þjást af vægri eða meðalsvæsinni bráðri miðeyrnabólgu
í klíníska lyfjarannsókn.
Sprotafyrirtækið Auris ehf. vinnur að þróun lyfs til meðhöndlunar á bráðri miðeyrnabólgu. Rannsóknin hefur fengið ley
Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Aðalrannsakandi er Hannes Petersen, sérfræðingur í háls-, nef- og
eyrnalækningum.
Rannsóknarly ð inniheldur virka efnið týmól, sem er þekkt jurtalyf innan læknis- og lyfjafræðinnar fyrir bakteríudrepandi
eiginleika sína. Týmól er algengt innihaldsefni í ýmsum kvef- og hóstalyfjum, munnskoli og húðsmyrslum.
Tilgangur rannsóknarinnar er að leggja mat á verkun, öryggi og þol rannsóknalyfsins við meðferð á börnum, tveggja ára eða
eldri, sem eru með væga eða meðalsvæsna bráða miðeyrnabólgu. Verkun lyfsins verður metin með smásjárskoðun (enska:
otomicroscopy) á eyra, aðallega hljóðhimnu. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi sem klárar rannsóknina fái 6 skammta
(meðferð) af ly nu y r þriggja daga tímabil. Rannsóknarly ð verður ge ð í eyrnagang í þar til gerðum eyrnatappa.
Mögulegar aukaverkanir af útvortis notkun týmóls eru m.a. erting (sviði, roði, kláði).
Við meðferð með rannsóknarly nu gæti þáttakandi fundið fyrir smá sviða eða ertingu í eyra fyrst á eftir gjöf lyfsins. Hins
vegar er vonast til að eyrnatappinn sem notaður verður til að gefa ly ð muni draga verulega úr ertingu eða jafnvel koma
alveg í veg fyrir hana. Önnur áhætta af þátttöku felst í mögulegum ófyrirséðum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins.
Þetta er í fyrsta skipti sem týmól er ge ð börnum með eyrnabólgu í klínískri lyfjarannsókn. Ly ð hefur áður verið ge ð
heilbrigðum fullorðnum einstaklingum í rannsókn sem fór fram á Íslandi 2008.
Alls er gert ráð fyrir 75 þátttakendum í rannsókninni. Rannsóknin mun fara fram á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, Háls-,
nef- og eyrnadeild, Fossvogi, 108 Reykjavík. Þátttakendur koma í þrjár heimsóknir á u.þ.b 8 daga tímabili á rannsóknarset-
ur og hitta rannsóknarlækni. Gert er ráð fyrir að skimunarheimsóknin muni taka um 60 til 75 mínútur en aðrar heimsóknir
muni taka um 45 mínútur eða skemur
Ekki verður greitt fyrir þátttöku.
Þeir foreldrar/forráðamenn barna sem kynnu að hafa áhuga er bent á að leita frekari upplýsinga um rannsóknina á rann-
sóknarsetri í síma 664 9901 eða 664 9902.
Tekið skal fram að þeir sem hafa samband við rannsóknarsetur hafa á engan hátt skuldbundið sig
(barnið sitt) til að taka þátt í rannsókninni. Taki barnið þátt, getur foreldri/forráðamaður þess dregið
það út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
AUR-OM-201
Klínísk lyfjarannsókn
Er barnið þitt með
væga eða meðalsvæsna
bráða miðeyrnabólgu?