Fréttablaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 19
HÁTÍÐARRIT Geymið blaðið tofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík í lok 19. aldar er með merk- ari atburðum íslenskrar kirkjusögu. Frá byrjun var Fríkirkjan grasrótarhreyfing og nýtt lýðræðisafl í ferskum anda nýfengins trúfrelsis. Hún var stofnuð af íslenskri alþýðu en ekki goðum, höfðingjum, valds- eða embættismönnum. Iðnaðarmenn og barn- margar verkamannafjölskyldur voru í fararbroddi sem og fjöl- skyldur sjómanna og bænda sem voru að flytja til Reykjavíkur. Stofnun Fríkirkjunnar gegndi mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga. Stofnunin og síðan bygging hinnar stóru viðarkirkju við Tjörnina einkenndist af einstakri framtakssemi, trú, von og djörfung. Á fyrri hluta síðustu aldar tilheyrði helmingur íbúa Reykjavíkur Fríkirkjunni og því hefur hún alltaf verið miðlæg í sögu borgar og menningar- lífs landsmanna. Allir eru velkomnir í Fríkirkjuna, óháð þjóð- erni, litarhætti, tungumáli, kyni, kynhneigð, samfélagsstöðu eða trú. Okkar samfélagslegu gildi og trúarlegu leið- arljós hafa frá upphafi verið: Heiðarleiki, jafn- ræði, frelsi, djörfung, mannréttindi, umburðar- lyndi og víðsýni. Allt eru þetta gildi sem eiga sér djúpar og órjúfanlegar rætur í þjóðarsál okkar. Fríkirkjan í Reykjavík þakkar af alhug þeim mörgu sem hafa haldið uppi og leitt starf kirkjunnar í 110 ár. Víst er að Kvenfé- lag Fríkirkjunnar hefur átt ríkulegan þátt í flestum þeim fram- faramálum er Fríkirkjan hefur komið að. Blað þetta er helgað fjölmörgum velunnurum og það er von okkar að í því megi finna fróðleik um sögu okkar og starf, hugsjónir og framtíðarsýn. Heiðarleiki Jafnræði Frelsi Djörfung Mannréttindi Umburðarlyndi Víðsýni S F R É T TA B L A Ð IÐ /G V A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.