Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 22
 18. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● hátíðarrit fríkirkjunnar A llt frá upphafi hefur Fríkirkjan við Tjörnina verið helguð mannrétt- indabaráttu. Slíkt er frekar óvenju- legt meðal trúfélaga á Íslandi. Því miður er auðvelt að finna ótal söguleg dæmi um hið gagnstæða. Mannkynssagan segir okkur að trú og kirkja hafa óspart verið notuð til að réttlæta meðal annars kúgun kvenna, sbr. „Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar …“ (Nýja testamentið, Efesusbréf 5.21- 23). Kirkjustofnunin hefur notað kristna trú til að réttlæta þræla- hald og þar með mansal sbr.: „Þér þrælar, h lýð - ið ykkar jarðn- esku herrum með lotningu og ótta, í einlægni hjart- ans, eins og það væri Kristur“ (sama rit, 6.5). Hið sama á einn- ig við um for- dæmingu sam- kynhneigðra. Helstu bölvaldar alls mannlífs víða í vanþróuðum löndum eru útbreiðsla alnæmis og offjölgun íbúanna. Ríkasta kirkjustofnun á jörðu kemur í veg fyrir að þeir geti nálgast eðlilegar getnaðarvarnir. En aukin notkun getnaðarvarna myndi þar draga úr útbreiðslu al- næmis, fækka fæðingum og þannig draga úr böli og kvalafullum dauða milljóna. Ábyrgð þeirrar stofnun- ar er mikil. Kirkjustofnunin hefur hindrað lífsskoðana-, trúar- og tjáningar- frelsi milljóna manna, karla sem kvenna. Þeim mun frekar er staða Frí- kirkjunnar við Tjörnina einstök. SÉRA LÁRUS HALLDÓRSSON, FYRSTI PRESTUR FRÍKIRKJUNNAR Í REYKJAVÍK Á upphafsárum Fríkirkjunnar í lok 19. aldar vann hugsjónamaðurinn og eldhuginn sr. Lárus Halldórs- son, fyrsti prest- ur Fríkirkjunn- ar, mikið starf í þágu kirkjunnar. Á yngri árum var hann einn ötul- asti baráttumað- ur gegn dönsk- um yfirráðum á Íslandi og gekk þá mjög vasklega fram. Strax í fyrstu lögum trúfélags- ins sem sr. Lárus átti stóran þátt í að móta er fjallað um helstu játn- ingarrit hinnar lútersku kirkju og þar álítur Fríkirkjan „sig ekki bundna við þau í hverju einstöku atriði“. Þetta er til marks um að stofnendur álitu „sannleikann víðar að finna en innan eins trúfé- lags“. Augljóst er að áherslur um víða sýn, umburðarlyndi og frjáls- lyndi voru til staðar frá upphafi. Áherslur voru greinilega mjög frá- brugðnar því sem áður hafði tíðk- ast á hinu trúarlega sviði hér á landi. Mannréttindi og Fríkirkjan Presturinn og munkurinn. Hjörtur Magni heilsar Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, á fundi með fulltrúum trúfélaga á Íslandi 2009. Það sem áður var talið ganga í ber- högg við Guðs vilja og skikkan skaparans og rótgrón- ar hefðir, telst nú kristilegt og alveg aldeilis sjálfsagt. Á þeim örlagatímum sem við lifum nú sjáum við oftar en ekki að áföll verða til að sundra í stað þess að sameina. Smáatriði og sparðatíningur verða að meginmáli en þungamiðjan og kjarninn hverfa í karpi um keisar- ans skegg. Þess vegna er svo dýrmætt að skoða hvernig opinn og góður hugur, vinátta og virðing geta um- breytt erfiðum aðstæðum í úrlausn og sáttargjörð. Ég hef verið þeirrar gæfu að- njótandi að eiga gott samband við séra Hjört Magna og Fríkirkjuna í Reykjavík þar sem við höfum horft handan yfir dregnar víglínur milli ólíkra trúarviðhorfa og hugsað frek- ar um hina stóru heild. Útför ungs manns varð til þess að við töluðum einum rómi til ósamstæðra aldurs- og vinahópa þar sem ágreiningur var settur til hliðar og allir gátu kvatt ástvin sinn á viðeigandi hátt. Einn meginkjarni og siðaboð- skapur hinna fornu Hávamála er hvernig maður á að vera góður gest- ur og ekki síður góður gestgjafi. Ég er þakklátur fyrir þann sóma sem mér hefur verið sýndur af séra Hirti Magna og Fríkirkjunni við þetta tilefni og síðar því við höfum framkvæmt aðrar samtrúarleg- ar athafnir og þar ber hátt í minn- ingunni helgun á miðju Íslands þar sem við vinir og félagar fórum að hinni jarðfræðilegu miðju landsins til þess að styrkja með helgiathöfn þann ásetning allra íslendinga að finna jafnvægi á ný. TILGANGURINN HELGAR MEÐALIÐ Eftir langt ferðalag gegnum blindandi hvítt kóf birtist okkur skyndilega stuðlabergssúla um- kringd hópi af fólki sem hafði drif- ið hvaðanæva að. Við hittum fyrir einstaklinga sem sögðust hafa farið þessa ferð á síðustu bensín- lítrunum sem þeir hefðu efni á og að hér helgaði tilgangurinn meðal- ið í sinni upprunalegu merkingu. Við mættumst við stuðlaberg- ið sem var í senn „omphalos“, nafli landsins og umheimsins, hinn mæri mjötviður Eddukvæða og krossinn, hin táknfræðilega miðja kristninnar. Séra Hjörtur Magni fór með hin fögru upphafs- orð fyrstu Mósebókar á hebresku og ég kvað á eftir upphaf Völu- spár þar sem má finna fallegan samhljóm þessara hefða um það hvernig eining, sköpun og regla verður til úr óreiðu. Í bakgrunni var sameinandi uppeldi, kennsla og innblástur læriföður okkar beggja, Þóris Kr. Þórðarsonar, sem var og er hvatning til ein- ingar og sáttar um öll þau gildi er gera okkur að betri manneskj- um. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins. Hin helgu vé M ikið var nú lagður góður grunnur að Fríkirkju þegar Þor- geir goði bauð mönnum þá lausn í trúarvanda að þeir gerðust kristn- ir morgunstund eina en mættu samt blóta öðrum guðum svona í felum. Fríkirkjan við Tjörn- ina er ekki aðeins guðshús og prýði miðbæjar, heldur er Guð sjálfur frjáls þar inni og laus við ofsatrú- armenn sem þykjast vera í sérsam- bandi við hann og boða trú með látum og öskrum eins og sést oft í Omega-sjónvarpinu. Prestarnir í Fríkirkjunni í Reykjavík eru frjálslyndir og glað- ir enda lausir frá Ríkinu og hvergi smeykir að leyfa mönnum í söfnuð- inum að trúa á yndislíf strax eftir dauðann og ekki synd að reyna að ná sam- bandi við látna í gegn- um miðla. Ekki trúi ég á Omega- boðaðan langasvefn í sex fetum þar til Krist- ur komi og því ekki arkandi Ártúnsbrekk- una alveg á næstunni og því ekki Lúðrasveit verkalýðsins í farar- broddi svo að lúðrarnir heyrist nú almennilega þegar Jesús er mætt- ur til að ræsa mannskapinn sem sefur í heitri trú á upprisukallið, en samkvæmt því lúra enn djúp- svefni þau Adam og Eva. Megi Fríkirkjan í Reykjavík vera áfram frjáls til eilífðar og það guðshús sem maður vill sitja ef þörf og vilji kalla. Jónas Jónasson dagskrárgerðarmaður. Þar sem Guð sjálfur er frjáls Blessuðu miðju Íslands. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykja- vík, og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði ásatrúarmanna, voru fengnir til að blessa miðju Íslands, sem er rétt norðaustan við Hofsjökul undir Illviðrahnjúkum, samkvæmt fróðra manna útreikningum. Jónas Jónasson ● Frá upphafi var meiri áhersla lögð á víða sýn, kvenréttindi, umburðarlyndi og frjálslyndi, en áður hafði tíðkast á hinu trúarlega sviði á Íslandi. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, óskar Fríkirkjunni í Reykjavík innilega til hamingju með 110 ára af- mælið. Siðmennt hefur haft ánægjuleg samskipti og samstarf við Fríkirkjuna í gegnum árin og fé- lagið virðir sérstaklega stefnu og áherslur Fríkirkj- unnar í mannréttindum, t.d. varðandi hjónaband samkynhneigðra. Einnig erum við þakklát fyrir stuðning séra Hjartar Magna í baráttu Siðmennt- ar til að fá viðurkennda stöðu til jafns við trúfélög. Gleðilega afmælishátíð! Hope Knútsson, formaður Siðmenntar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.