Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 26
 18. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● hátíðarrit fríkirkjunnar A uglýsing þessi er afar merkilegt kirkjusögulegt plagg. Fólk var sjálfkrafa skráð úr Fríkirkj- unni við það eitt að það færði lögheimili sitt á milli svæða. Ef fólk flutti til útlanda t.d. til að fara í framhaldsnám í örfá ár en kom síðan aftur heim í sama húsnæðið þá var það sjálfkrafa búið að skipta um trúfélag, óumbeðið. Mikið var um að fjölskyldur flyttu og skiptu um lögheimili á þessum tíma. Afar fáir tóku eftir auglýsingunni á sínum tíma en áhrif hennar voru gífurleg. Vegna hennar voru þús- undir félaga teknir af félagaskrá Fríkirkjunnar og skráðar í þjóðkirkjuna án vitundar eða sam- þykkis. Nú eru afkomendur þessa fólks orðnir margfalt fleiri og hafa þeir ómeðvitað greitt trúfélagsgjöld sín til þjóðkirkjunnar í fjöl- mörg ár án þess að ætla sér það. Ljóst er að ef þessi auglýsing hefði aldrei verið birt og hún ekki stuðlað að sjálfvirkri úrskráningu úr trúfélaginu í áratugi, væru stærðarhlutföll trúfélaga hér á landi allt önnur en þau eru í dag. Sjálfvirk skráning í ríkiskirkjuna ● Fyrir liggur á Alþingi endurskoðun á þjóðkirkju- lögum nr. 78/1997. Ekki má samþykkja þau, því þau eru í anda gömlu einkavæðing- arinnar og nýfrjálshyggj- unnar sem stefndu öllu hér í sundrung og kreppu. ● Ef tillaga kirkjuþings nær fram að ganga á Alþingi án grundvallarbreytinga, mun það valda óeiningu meðal þjóðarinnar og skaða kristni í landinu. F yrir aðeins 12 árum var gerður margra milljarða samningur á milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjustofnun- arinnar sem felur í sér hróplega mismunun meðal lands- manna. Sá samningur og þjóð- kirkjulögin sjálf voru unnin í anda nýfrjálshyggju og einkavæðingar allra hluta, andlegra sem verald- legra banka. Hvorttveggja varð til í svipuðu andrúmslofti og kvóta- löggjöfin á sviði fiskveiða þar sem arfur og auðlindir þjóðarinnar voru færð á hendur örfárra. Samkvæmt nýju lagafrumvarpi á trúarlegur og kirkjusögulegur arfur formæðra og forfeðra okkar áfram að greiðast til örfárra erf- ingja. Víst er að sá skattur var oft á öldum áður innheimtur af mik- illi óbilgirni og hörku og greiðend- ur, sem voru allir landsmenn, áttu enga valkosti. Og nú stendur til að gera þetta í anda þess Lúthers sem boðaði öðru fremur jafnræði allra kristinna manna. KAÞÓLSKUR KIRKJUSKILNINGUR Samningurinn og þjóðkirkjulögin sem nú stendur til að Alþingi end- urnýi, eru í anda trúarstofnunar miðalda þar sem trúfrelsi þekktist ekki. Hvort tveggja er grundvall- að á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skilgreindur sem eign stofnunar- innar. Þessi kirkjuskilningur er nokkuð sem lútersk kirkja var ein- mitt stofnuð til að berjast gegn og vara við! Þetta er í andstöðu við þá lútersku trú sem Stjórnarskrá Íslands heitir vernd og stuðningi! Þar af leiðandi hefði aldrei átt að samþykkja lögin og því síður ætti að staðfesta þau á ný. Í aðdraganda samningsins milli ríkis og þjóð- kirkju og þjóðkirkjulaganna ríkti mikil óvissa um það hvort þjóð- kirkjustofnunin væri í raun sjálf- stæður eignaraðili kirkjueigna gagnvart ríki. Á þeim tíma sem síðan er liðinn með hlutfallslegri fækkun í þjóðkirkjunni, hefur æ betur komið í ljós að þjóðkirkjan er alls ekki einkaerfingi hins kirkju- sögulega arfs Íslendinga. Í þeim örfáu löndum þar sem þjóð-ríkiskirkjur eru enn til stað- ar er það vegna sögulegra tengsla við konungsveldi, sbr. Norðurlönd og England. Og það er engin tilvilj- un að það er einmitt í norður Evr- ópu, þar sem söguleg tengsl ríkis og kirkju hafa verið hvað mest, að kristni á erfiðara uppdráttar en annarsstaðar í heiminum. Trúar- leg stríð, spilling og mismunun í nafni Krists og ríkis í Evrópu hafa eitrað hinn trúarlega jarðveg svo mjög að bæði Kristur og ríki hafa hlotið varanlegan skaða af, hvað varðar trúverðug- leika og traust. Við Íslending- ar höfum engan konung sem telur sig hafa fengið vald yfir okkur beint að ofan. Og þess vegna þurfum við heldur ekki yfirtrúfélag ríkisins sem er æðra öllu jafnræði og lýð- ræði. Í þjóðkirkjulögum og samningnum er ríkisrekin trúmálastofnun skilgreind sem „hin eina sanna Kirkja“, út- valinn einkaerfingi trúarlegs millj- arðaarfs allra landsmanna í þús- und ár, einskonar ímynd og stað- gengill Krists á jörðu. Ef Lúther sæi þessa umgjörð sem er skreytt með nafni hans, myndi hann eflaust snúa sér við í gröfinni og mótmæla kröftuglega! Lúther kennir okkur fyrst og fremst að „við öll erum Kirkjan“ og enginn einn getur eignað sér hana! Hvað þá arf hennar. Samkvæmt kenningu Lúthers og anda Jesú Krists er „Kirkjan“ alls ekki trúarleg stofnun, biskups- stofa, eða ríkislaunaðir prestar. ÞJÓÐKIRKJAN ER RÍKISSTOFNUN Í raun er þjóðkirkjan ríkisstofnun sem búin var til fyrir ríkið, fyrir um hundrað árum og er viðhaldið af ríki. En hún þjónar ekki lengur hagsmunum ríkisvaldsins. Dæmi um það er ný nafngift Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem nú allt í einu heitir Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið án þess að margir hafi tekið eftir þeirri breytingu. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flestir hafa verið skráðir í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Félagsfræðilegar kannanir hafa sýnt að einungis lít- ill hluti þess fjölda tekur undir þær trúarlegu kenningar sem stofnun- in heldur fram og gera þetta stóra mengi að trúfélagi. Þúsundir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfar- in ár á sama tíma og aðeins örfáir hafa skráð sig þar inn. Og ég leyfi mér að fullyrða að oft hafa slíkar „innskráningar“ verið vegna þess gífurlega aðstöðumunar sem þjóð- kirkjan nýtur og notar óspart gagn- vart öðrum trúfélögum. En vegna þess að í þessu risastóra mengi sem Þjóðskrá býr til og viðheldur, fæð- ast fleiri börn en þeir sem látast, þá heldur biskupsstofa því fram að þjóðkirkjan sé í vexti. Og með þeim hætti fær stofnunin enn frek- ara fjármagn frá ríki. Það er tryggt í samningnum dæmalausa. Guð forði okkur frá nýjum mi Fríkirkjan í Reykjavík árið1904. Árið 1905 þurfti að stækka bygginguna, árið 1924 var kór byggður við kirkjuna og árið 1941 voru reistar viðbyggingar. Nr. 204 8. nóvember 1966. AUGLÝSING Um tilkynningar og skrásetningu trúfélags. 5. gr.Nú flytur einstaklingur, sem samkvæmt þjóðskrá er í evangelísk-lútherskum ut- anþjóðkirkjusöfnuði (sbr. stafliði a-c í 4. gr.), lögheimili sitt í sveitarfélag utan starfssvæðis hans, og breytir þjóðskráin þá trúfélagsskráningu hlutaðeiganda þannig, að hann á næstu íbúaskrá sé talinn vera í þjóðkirkjusöfnuði. Breyting sú á trúfélagsskráningu, er um ræðir í fyrri málsgr. þessarar gr., kemur ekki til framkvæmda, ef hlutaðeigandi tilkynnir aðra trúfélagsaðild, í samræmi við ákvæði 3. og 4. gr. 6. gr.Nú flytur einstaklingur með breytta trúfélagsskráningu samkvæmt fyrri málsgr. 5. gr. lögheimili sitt aftur til sveitarfélaga á starfssvæði þess trúfélags, sem hann var í áður en hann flutti þaðan, og verður trúfélagsskráningu hans þá ekki breytt til fyrra horfs, nema hann með tilkynningu óski breytingar í samræmi við ákvæði 3. gr. Auglýsing þessi er gefin út í samráði við kirkjumálaráðuneytið. Fjármálaráðherrann, 8. nóvember 1966. Magnús Jónsson Klemens Tryggvason

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.