Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 18.11.2009, Síða 28
 18. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR10 ● hátíðarrit fríkirkjunnar É g komst fljótt að þeirri niðurstöðu að Guð al- máttugur, almætt- ið, hið góða afl, eða hvaða nafn við viljum nefna, er æðri öllum kirkjudeildum, æðri öllum trúar- stofnunum. Hann er æðri öllum guðfræðilegum kennisetningum og hann er æðri trúarbrögðum, trúi ég. Mig grunar að hann hafi engan áhuga á því hvort menn eru mótmælendur, kaþólskir, tilheyri íslam eða séu kristnir, hvort þeir tilheyra gyðingdómi, búddisma eða hindúisma. Hann leitar eftir öðru í breytni manna. Ástæðan fyrir því að ég leyfi mér að tala svona er sú að trúar- kenningar og játningar, trúarstofn- anir og trúarbrögð hafa svo ítrek- að í sögunni verið notuð til aðgrein- ingar, mismununar, fordæmingar og útilokunar af misvitrum trúar- leiðtogum og veraldlegum valds- mönnum. Og hér er kristindómur- inn alls ekki undanskilinn. Málið er að almættið væri í raun að hæð- ast að okkur ef sannleikann væri enn að finna aðeins í einni trúar- hefðinni en ekki annarri. Guð veit að við vitum þetta og hann væntir þess af okkur að við temjum okkur æðri og víðari sýn. Það eru ákveðnir grunnþættir sem almættið væntir af okkur og við eigum að leita eftir, hver innan sinnar trúarhefðar. Þessi þætt- ir eru samhygð, umhyggja, kær- leikur, miskunn og réttlæti og sá er Guði þóknanlegur sem lifir og breytir eftir þessu, ekki sá sem er með flottasta merkið, hálfmánann, Davíðsstjörnuna eða krossinn.“ TRÚIN ER VEGFERÐ, GUÐ ER ÞROSKAFERLI „Menn taka Biblíuna sína eða Kór- aninn, Talmútinn eða Vedaritin í búddisma og segja: „Hér hef ég Guð almáttugan höndum tekið, ég hef vilja Guðs hér í Biblíunni og þeir sem ekki sjá hann sömu augum og ég fara til helvítis, en þeir sem sjá sannleikann með sömu gleraugum og ég eru Guði þóknanlegir. Þeir eru í ljósinu en hinir í myrkrinu.“ Þetta er hættuleg hugsun sem leiðir til ofstækis, ef ekki hryðjuverka. Vegna okkar eigin takmarkana getum við aldrei séð Guð sem gefna stærð. Trúin er vegferð og Guð er þroskaferli sem veldur því að við erum stöðugt að uppgötva nýja fleti á tilverunni og heillandi liti í lífs- ins litrófi.“ GUÐ ER FYRIR UTAN KASSANN „Kristur krefst þess að við hugsum út fyrir kassann. En til þess þarf trú, von og djörfung. Það er eðli ríkiskirkjunnar að hugsa innan kassans og hvatinn er þá oft kvíði og tilvistarótti. Stofnunin stuðlar fyrst og fremst að eigin viðhaldi og forðast allar breytingar eins og heitan eldinn. Hún vill helst telja okkur trú um að hún sé eins og Guð almáttugur, óbreytanleg og óskeikul og að hún ein hafi lykil fortíðar og að einmitt þar sé Guð að finna. En Kristur krefst þess að við hugsum út fyrir kassann. Hann vill ekki að sín kirkja hafi ímynd úreltrar stofnunar eða eins konar þjóðminjasafns staðnaðra hefða. Hann er ekki sá Guð sem var. Hann er aftur á móti alltaf sá Guð sem kemur og sá Guð sem er. Hann frelsar okkur einmitt frá okkar eigin kassalöguðu takmörk- unum. Það er hans byltingarkenndi boðskapur. Hann vill frelsa okkur frá skammsýni okkar, okkar eigin kvíða og ótta. Hann vill að við vonum og þráum langt, langt um- fram það sem við höfum getað eða þorað að vona! Hann vill leysa okkur úr viðjum okkar eigin tak- marka, okkar eigin mistaka, okkar eigin breyskleika. Kristur brýtur ok okkar eigin fortíðar, ef við leyf- um honum.“ NÝ UMGJÖRÐ TRÚMÁLA Í LANDINU „Okkar sögulegi lúterski – mótmæl- enda trúararfur kallar á nýja um- gjörð trúmála í landinu! Og það vil ég hrópa á torgum úti. Sú umgjörð verður að rúma trú, vonir, drauma og andlegar væntingar allra lands- manna. Sú lagalega umgjörð verð- ur að vera trúverðug. Ómyndug ríkisrekin trúmála- stofnun, sem leitar sér samsvör- unar ýmist í kaþólskri kirkjustofn- un miðalda eða skaðlegri bókstafs- hyggju samtímans, er þjóð okkar ekki samboðin. Allra síst á þeim válegu tímum sem við nú lifum. Þjóðin þarfnast betri kosta og á mun betra skilið. Hin nýja lagalega umgjörð trúar og lífsskoðana á hinu nýja Íslandi verður einnig að höfða til húman- ista og trúleysingja því þeir einnig eiga sínar vonir og væntingar um betra líf og þeir ef til vill frekar en margir aðrir hafa fundið þungann af mistökum trúarstofnunarinnar í aldanna rás.“ Með umburðarlyndi að leiðarljósi Í faðmi fjölskyldunnar. Hjörtur Magni Jóhannsson ásamt eiginkonu sinni, Ebbu Margréti Magnúsdóttur, og börnunum. F.v. Aron Þór, Ágústa Ebba, Magnús Jóhann og Rut Rebekka. S tundum veit maður ekki af hverju maður hefur betri tilfinningu fyrir einum stað heldur en öðrum en það er bara þannig. Maður gengur eftir Bragagötunni og finnst sem maður eigi heima þar en beyg- ir inn Ægisgötuna og þrátt fyrir ægifagurt útsýnið yfir á Skarðs- heiðina í norðri og hinum megin upp að Kristskirkju á Landakoti þá á ég einhvern veginn ekki heima þar. Þegar ég kom fyrst í Péturskirkjuna í Róm þyrmdi yfir mig. Sömu sögu er að segja um flestar risavaxn- ar miðaldakirkjur kaþólskunnar sem ég hef heimsótt eins og Notre Dame í París vegna þess að ég kemst ekki hjá því að hugsa til allra mannfórnanna sem færð- ar voru við að byggja þessi bákn. Þótt ég geti um stund vel dáðst að listaverkunum og útflúrinu öllu saman verður meðvitundin um hið misnotaða vald og græðgi fegurðarskyninu yfirsterkara og ég fer út og vil ekki snúa aftur í þessi yfirdrifnu en samt tómlegu salarkynni. Hvernig var hægt að horfa svo algjörlega fram hjá boðskap krists um einfaldleikann og hóf semina? Boðskapinn um að ekki þyrfti hof og skrauthallir til að finna guð? Kaþólska kirkjan og síðar ýmsar lúterskar kirkju- deildir notfærðu sér nafn krists en í raun var hann þeim fyrst og fremst innantómt slagorð sem hafði þann tilgang að upphefja einstaklinga á kostnað fjöldans. Færa fáum útvöldum fjármuni og völd og ýta undir guðhræðslu til að halda almúganum í skefjum og fá fólk til að sætta sig við ömur- legt hlutskipti sitt. Þegar ég gegndi varafor- mennsku í Samtökunum 78 árin 2004 og 2005 stóðum við í þeirri réttindabaráttu að fá sambönd samkynhneigðra vígð á jafn- réttisgrundvelli á við gagnkyn- hneigða. Þessa sögu þekkja ef- laust flestir en í stuttu máli sá ríkiskirkjan, sem vill láta kalla sig þjóðkirkju, mikla meinbugi á þessu. Ekkert afl í samfélag- inu stóð harðar gegn jafnrétt- inu en sú stofnun landsins sem lengst hefur kennt sig við krist og var þar vísað í einstaka setn- ingar Biblíunnar og þær teknar úr sam- hengi til sýna fram á að hjónaband gæti aðeins náð til karls og konu. Orðið hjóna- band varð heilagra en jafnrétti, mannrétt- indi og frelsi til sam- ans. Menn misstu sjónar á aðalat- riðum en hengdu sig í prótokól. Á þessu voru vissulega undantekn- ingar s.s. Laugarneskirkja og sóknarpresturinn þar. Ein var sú kirkja sem stóð upp úr yfirborðsmennskunni, látlaus og einlæg brjóstvörn mannrétt- inda. Fríkirkjan hefur mark- að sér einstakan sess í íslensku samfélagi i nútímalegum viðhorf- um jafnréttis og almennra mann- réttinda. Hjörtur Magni Jóhanns- son, sóknarprestur Fríkirkjunn- ar í Reykjavík, hefur séð til þess að ómengaður málstaður krists hefur fengið að óma óritskoðað- ur af afturhaldsöflum og virðing- in fyrir frelsi og mannhelgi verið í öndvegi. Þess vegna giftist ég mínum manni í Fríkirkjunni 1. júlí 2006 og þess vegna tók ég sæti varamanns í safnaðarráði kirkjunnar 2009 þegar eftir því var leitað. Það er ómetanlegt að eiga sér stað á Tjarnarbakkanum sem er ríkur af sögu og trú en einnig hugsjónum um kærleika, jafnrétti og sönn mannréttindi. Á slíkum stað á ég heima. Sigursteinn R. Másson, formaður Geðhjálpar. Ég og Fríkirkjan Sigursteinn Másson. K venfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er elsta kirkju- kvenfélag lands- ins og auk þess eitt af elstu kvenfélögum hér á landi. Það var stofn- að 6. mars árið 1906. Tilgangur þess var að sameina krafta kvenna í trúarlífi og kristilegu siðgæði, efla safnaðarstarf- ið, hjálpa fátækum konum, líkna sjúkum og bágstöddum í söfn- uðinum og styrkja góð málefni. Fyrstu árin safnaði kven- félagið fé til kaupa á ýmsum kirkjumunum svo sem altaris- töflu og skírnarfonti. En kven- félagskonur létu landsmálin líka til sín taka. Til marks um hvað þetta er gamalt félag má nefna að það tók þátt í söfnun til styrktar byggingu Vífilsstaða- spítala og Landsspít- alans, einnig lagði það sitt af mörkum í alþjóðasafnanir til hjálpar stríðshrjáð- um þjóðum. Við sem á eftir komum höfum reynt að vinna í anda fyrir- rennara okkar í kven- félaginu. Á þessum tíma- mótum safnaðarins viljum við þakka öllu því góða fólki, sem lagt hefur kvenfélag- inu lið, fyrir vel unnin störf og óskum Fríkirkjunni í Reykjavík til hamingju með afmælið. Sigurborg Bragadóttir, formaður Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík. Elsta kirkjukvenfélag landsins, stofnað 1906 Sigurborg Bragadóttir ● Nýverið gaf Bókaútgáfan Hólar út viðtalsbókina „Milli mjalta og messu“ sem Anna Kristine Magnúsdóttir skráði. Bókin ber sama nafn og vinsælir útvarpsþættir Önnu Krist- ine sem voru á Rás 2 og Bylgjunni í rúm sjö ár. Viðmæl- endur þáttanna eru á fimmta hundrað. Í þessari bók ræðir Anna Kristine við fimm þeirra, einn er séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hér er gripið niður í nokkra kafla þar sem hann ræðir trúmál.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.