Fréttablaðið - 18.11.2009, Side 29

Fréttablaðið - 18.11.2009, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 11hátíðarrit fríkirkjunnar ● U m þessar mundir höldum við upp á 110 ára afmæli Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Söfnuðurinn var stofnaður sem lúterskur fríkirkjusöfnuð- ur árið 1899, en framkvæmdir við kirkjubygginguna hófust árið 1901. Kirkjan var síðan fullbyggð og vígð árið 1904. Ári síðar eða árið 1905 þurfti síðan að stækka kirkjuna og enn á ný, árið 1941 voru byggðar við- byggingar við kirkjuna. Fríkirkjan er önnur kirkjan sem reist er í Reykjavík. Bærinn var þá ekki stór en hefur stækkað mikið síðan. Fjölmargar kirkjur voru reistar í Reykjavík á þessum árum og söfnuðir stofnaðir í öllum hverfum borgarinnar og nágrenni. Fríkirkjusöfnuðurinn hefur vaxið og dafnað á þessum tíma og er nú orðinn einn stærsti kirkjusöfnuð- ur á Reykjavíkursvæðinu. Kirkjan okkar við Tjörnina í Reykjavík er fyrir löngu orðin táknmynd Reykjavíkur, þar sem hún birtist á fjölmörgum myndum af miðborg Reykjavíkur. Þar sem kirkjan speglast í tjörninni, er hún frábært myndefni fyrir ljósmynd- ara. Hljómburður kirkjunnar er mjög góður og nýtur hún því mik- illa vinsælda hjá hljómlistarfólki, sem sækist eftir að halda tónleika í kirkjunni. Það hefur því verið góð nýting á kirkjunni okkar, dag- skráin verið fjölbreytt og dregið að nýja safnaðarmeðlimi. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson var ráðinn prestur og forstöðu- maður safnaðarins fyrir rétt- um tíu árum. Hann hefur unnið ötult starf og verið duglegur við að finna ný og krefjandi verkefni fyrir söfnuðinn. Hann hefur notið mikilla vinsælda og hefur söfn- uður okkar rúmlega tvöfaldast á þessu tímabili og nær nú yfir allt stór Reykjavíkursvæðið. Um leið og við fögnum þess- um áfanga í sögu Fríkirkjunnar óskum við söfnuðinum og starfs- fólki kirkjunnar velfarnaðar á komandi árum. Steindór I. Ólafsson, formaður safnaðarráðs. Kirkjan okkar er táknmynd Reykjavíkur Steindór I. Ólafsson „Í huga mínum hefur Fríkirkjan orðið ein af fáum kirkjum þar sem allt virðist koma saman. Hún er falleg og kyrrlát og býr yfir ein- stöku andrúmslofti. Vegna frá- bærs hljómburðar er kirkjan full- kominn staður fyrir hið talaða orð og tónlistarflutning. Fríkirkj- an er hús þar sem manni líður eins og maður sér kominn heim og veitist að taka á móti eilífum innblæstri Skaparans.” Gerrit Schuil, píanóleikari. „Ég hef tekið þátt í mið- næturmessu Fríkirkjunn- ar á aðfanga- dagskvöld síðan árið 2002. Þessi stund hefur alltaf fangað anda jólanna, og snort- in af fegurð og friði hef ég farið út í jólanóttina.“ Monika Abendroth, hörpuleikari. „Ef til er hugsun sem er óhugs- andi, þá rúm- ast hún innan Fríkirkjunnar. Fyrir sunnan Fríkirkjuna, fyrir norðan Fríkirkj- una, fyrir austan hús og vestan er fagurt um að litast og innan hennar rúmast sérhver mann- leg hugsun.“ Egill Ólafsson, tónlistarmaður. „Pabbi og mamma sungu með Fríkirkju- kórnum um margra ára skeið og tóku mig með í allar messurnar. Seinna kom það í minn hlut að sjá um tónlistarflutninginn í fjöl- mörgum athöfnum þar, brúð- kaupum, jarðarförum sem og á hátíðarstundum. Fríkirkjan í Reykjavík er stærri partur af lífi mínu en marga grunar.“ Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.