Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.11.2009, Qupperneq 46
30 18. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. skál, 6. skammstöfun, 8. rjúka, 9. dæling, 11. í röð, 12. skjögra, 14. taka ófrjálsri hendi, 16. drykkur, 17. léreft, 18. hrópa, 20. skóli, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. sæti, 3. fíngerð líkamshár, 4. ástir, 5. þvottur, 7. holdýr, 10. op, 13. hlaup, 15. ilmur, 16. skír, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. ílát, 6. eh, 8. ósa, 9. sog, 11. tu, 12. slaga, 14. stela, 16. te, 17. lín, 18. æpa, 20. fg, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. ló, 4. ástalíf, 5. tau, 7. holsepi, 10. gat, 13. gel, 15. angi, 16. tær, 19. at. Stefán Karl Stefánsson fær mjög góða dóma í hinu virta blaði Hollywood Reporter fyrir frammistöðu sína sem Trölli í söngleik byggðum á frægri bók Dr. Seuss. „Trölli er fullkominn fyrir börnin þrátt fyrir að einhver þeirra gætu hræðst inn- komu hans á sviðið,“ segir í umsögninni. „En eftir það er túlkun Stefáns Karls svo vel heppnuð að tímabundin hræðslan fellur í skuggann af virkilega góðum húmor, ótrúlegum leik, mögnuðu gervi og frá- bærum búningi. Fyrir aðdáendur Trölla gengur þetta allt saman upp hjá Karli sem skilar hlutverki flónsins í sannköll- uðum Shakespeare-anda.“ Niðurstaða gagnrýnandans er á þann veg að Stef- án Karl sé besti Trölli allra tíma. Stefán fær einnig góða dóma hjá gagnrýnanda síðunnar Broad- wayworld.com undir fyrirsögninni „Trölli stelur hjörtum LA“. „Stefán Karl leikur Trölla eins vel og hugs- ast getur án tilgerðar eða ofleiks. Hann hefur fullkomna stjórn á túlkuninni, röddinni og viðbrögð- unum. Hann er frábær.“ Söngleikurinn um það hvernig Trölli stal jólunum var frumsýndur í hinu sögufræga Pantages-leikhúsi í Hollywood síðastliðinn laugardag og gert er ráð fyrir að hann verði sýndur tólf sinnum í viku fram að jólum. Upphaflega áttu Stefán Karl og hinn kunni leikari Christopher Lloyd að skipta hlutverki Trölla á milli sín og átti Stefán í raun að vera varaskeifa fyrir Lloyd. Vegna veikinda í fjöl- skyldu Lloyds gat hann ekki tekið þátt og nú er Stefán því einn í sviðsljósinu. Það virðist síður en svo koma að sök því miðað við hina frábæru dóma er Stefán sem fæddur í hlutverkið. Reynd- ar hefur hann áður leikið Trölla við góðan orðstír í San Diego, áður en hann fluttist búferlum til Los Angeles með fjölskyldu sinni. - fb TRÖLLI Stefán Karl Stefánsson fer á kostum sem Trölli í Pantages-leikhúsinu í Hollywood. Fær frábæra dóma sem Trölli „Þeir voru rosalega hrifnir. Við höfum verið í samræðum við framleiðendurna og þeir hafa mikinn áhuga á áfram- haldandi samstarfi,“ segir Kristinn Þórðarson, framleið- andi hjá Saga Film. Tökum á rússnesku stórmyndinni Faust lauk hér á landi á dögunum, eins og komið hefur fram í Fréttablað- inu. Íslensk náttúra var notuð í síð- ustu fimmtán mínútum myndarinn- ar og fóru tökur fram í hrauni skammt frá Bláa lóninu, á Þingvöllum og víðar. Tökudagarnir voru sjö talsins og kom hingað til lands fjölmennt tökulið. Nemur framleiðslukostnað- ur Faust hundruðum milljóna, enda er hún ein stærsta rússneska myndin á þessu ári. „Ég er hugsanlega að fara að hitta þá í Rússlandi fyrir áramót. Við ætlum að ræða um hvort myndir yrðu áfram teknar á Íslandi, í Rússlandi eða annars staðar í Evrópu. Þetta er bara á fyrstu stigum en áhuginn hjá þeim er mik- ill,“ segir Kristinn um hugsanlegt sam- starf Saga Film við Rússana. Leikstjóri Faust er Alexander Sokur- ov, einn virtasti kvikmyndagerðarmaður Rússlands. Hann var mjög ánægður með dvöl sína á Íslandi, rétt eins og kvikmynda- tökumaðurinn Bruno Delbonnel sem síðast myndaði nýjustu Harry Potter-myndina og hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskars- verðlaunanna. Sigurður Skúlason fer með aukahlut- verk í myndinni, auk þess sem leiklistar- nemarnir Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson koma við sögu. - fb Rússarnir vilja meira samstarf SOKUROV Leikstjórinn Alexander Sokurov var mjög ánægður með dvöl sína á Íslandi rétt eins og aðrir úr tökuliði Faust. SIGURÐUR SKÚLASON Sigurður fer með aukahlutverk í stór- myndinni Faust. „Mér finnst fiskurinn í hádeg- inu á Tilverunni á Linnetsstíg í Hafnarfirði mjög góður og á kvöldin er það nautasteikin á veitingastaðnum Vínhúsinu í Hafnarfirði.“ Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmda- stjóri líkamsræktarstöðvarinnar Hress. Björn Bragi Arnars- son, nýráðinn ritstjóri tímaritsins Monitor, vinnur nú að lokaverk- efni sínu í viðskipta- fræði í Háskólanum í Reykjavík. Verkefnið er um ólöglegt niðurhal á netinu og áhrif þess á tónlistar- markaðinn, en niðurstöðurnar eiga væntanlega eftir að vekja mikil viðbrögð þar sem skiptar skoðanir eru um áhrif niðurhals á sölu tón- listar. Björn nýtti sér kraft netsins til að kanna viðhorf fólks og fékk gríðarlega góð viðbrögð. Stutt er síðan Frétta- blaðið greindi frá því að sést hefði til leikaranna Ilmar Kristjánsdóttur og Björns Thors ræða málin yfir rauðvínsglasi á Boston. Margir veltu fyrir sér hvort að þau væru að vinna að sameig- inlegu verkefni og nú hefur það komið á daginn. Þau verða kynnar í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Borgarleikhúsinu þegar haldið verður upp á Dag rauða nefsins 4. desember. Það er UNICEF á Íslandi sem stendur fyrir deginum, sem síðast var haldinn hátíðlegur fyrir þremur árum. Þá voru Ilmur og Sveppi kynnar en Björn Thors tekur nú við keflinu af Sveppa. Útgáfufyrirtækið Kölski sem Barði Jóhannsson er í forsvari fyrir fer vel af stað. Tvær fyrstu plötur útgáf- unnar flugu beint í efstu sætin á sölulista Tónlist.is eftir að hafa verið aðeins fjóra daga í sölu. Get It together með Hauki Heiðari og félögum í Diktu fór beint á toppinn og We Lost the Race með Ourlives fylgdi fast á eftir. - afb, fb, drg FRÉTTIR AF FÓLKI „Við hlökkum mikið til að heyra þetta,“ segir söngkonan Erna Þór- arinsdóttir. Dóttir hennar, leikkonan Anita Briem, syngur lagið C´est si bon á væntanlegri safnplötu sem verð- ur gefin út til styrktar Preserv- ation Hall-byggingunni í New Orleans. Forsvarsmenn bygg- ingarinnar hafa djasstónlist frá New Orleans í hávegum og er starfsemin vel þekkt í banda- rískum tónlistarheimi. „Ég var hjá henni í vor þegar hún var að syngja þetta og þetta var alveg frábært,“ segir Erna, sem gerði sér lítið fyrir og söng bakraddir í laginu. „Þetta var tekið upp „live“ í Preservation Hall með bandinu þar. Það var algjör snilld að vera þarna. Hljómsveitin er búin að spila þarna í fjörutíu ár. Þetta er pínulítill staður í New Orleans en ofboðslega frægur.“ Anita og Erna eru í sérlega góðum hópi á plötunni því á meðal þeirra sem eiga þar lög eru Tom Waits, Bobby McFerrin og Paolo Nutini. Platan er væntanleg 16. febrúar á næsta ári. Auglýsingar vegna hennar eru þegar farnar að birtast erlendis og var Anita sett í forgrunn í þeirri fyrstu. Ástæðan fyrir þátttöku Anitu á plötunni er sú að hún var stödd í New Orleans að leika í nýrri kvik- mynd þegar hún hitti fólk frá Preservation Hall. „Þetta spannst út frá því. Þeir vissu af því að hún var líka að syngja,“ segir Erna. Anita á ekki langt að sækja tón- listarhæfileikana því auk þess að vera dóttir söngkonunnar Ernu er faðir hennar trommuleikar- inn snjalli, Gunnlaugur Briem, sem hefur gert garðinn frægan með Mezzoforte og fleiri hljóm- sveitum. Anita hefur því alla sína ævi haft tónlistina í blóðinu, enda lærði hún ung að aldri á flautu og söng einnig í Graduale-kór Lang- holtskirkju. Engu síður kemur þátttaka hennar í gerð þessarar nýju safnplötu á óvart því hingað til hefur hún verið þekktari sem ung og upprennandi leikkona í Hollywood. Mikil starfsemi tengd djassi fer fram í Preservation Hall-bygging- unni, þar sem ungir sem aldnir djassarar leiða saman hesta sína. Byggingin var reist um miðja átj- ándu öld en þar er hvorki rennandi vatn né loftræsting. Lítil aðstaða er þar sömuleiðis fyrir áhorfenda- bekki og því veitir forsvarsmönn- um byggingarinnar ekki af auknu fjármagni til uppbyggingar. Það er því ljóst að ágóðinn af þessari nýju safnplötu á eftir að koma að sérlega góðum notum. freyr@frettabladid.is ERNA ÞÓRARINSDÓTTIR: HJÁLPAÐI DÓTTUR SINNI Í NEW ORLEANS Söng bakraddir hjá Anitu Briem á góðgerðaplötu Á PLÖTU MEÐ TOM WAITS Anita syngur lagið C´est si bon á nýrri safnplötu sem er væntanleg á næsta ári. Tom Waits syngur einnig lag á plötunni. GLÆNÝ LÍNUÝSA STÓRLÚÐA PLOKKFISKUR MARINERAÐUR FISKUR FISKIBOLLUR TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 990

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.