Vikan - 01.03.1951, Page 3
VIKAN, nr. 9, 1951
3
Snædrottningin í Þjóðleikhúsinu
Or ævintýraleiknum Snædrottningin. 1 ræningjabælinu. Lengst til hægri:
Emilía Jónasdóttir sem Salvör ræningjaforingi með Breddu, dóttur sína
(Friðrikka Geirsdóttir) á bakinu, báðar mjög hressilegar í hlutverkum
nínum.
Þjóðleikhúsið hefur tekið upp
þá skemmtilegu nýbreytni að
sýna barnaleikrit og er ekki ó-
líklegt, að slík verkefni verði
með því vinsælasta, sem stofn-
unin hefur með höndum, að
minnsta kosti spáði frumsýning
Snædrottningarinnar góðu um
það. Væri það ekki lítið þarfa-
verk, ef hægt er að beina börn-
um og unglingum að einhverju
þó nokkru leyti frá miður heppi-
legum bíómyndum að hollum
leikritum.
Snædrottningin er ævintýra-
leikur í tveimur þáttum. Eugene
Schwartz hefur samið hann eft-
ir samnefndri sögu H. C. Ander-
sens, danska ævintýraskáldsins
fræga. Bjarni Guðmundsson
sneri á íslenzku enskri gerð
leiksins eftir Seria Magito og
Rudolf Weil. Leikstjóri er Hild-
ur Kalman, músik eftir Henry
Boys, stjórnandi Jórunn Viðar,
en dansana hefur Sif Þórz
samið.
Þetta er gamla sagan um
góðar og slæmar manneskjur
og baráttuna á milli þeirra og
auðvitað er hið góða látið sigra,
eins og vera ber í fallegu ævin-
týri. I leiknum eru dýr sem tala
og margt annað skemmtilegt
við barna og unglinga hæfi, t. d.
er mjög gaman að Krák (Ró-
bert Arnfinnsson) og Kráku
(Þóru Borg) og ekki spilla
hreinninn (Margrét Ólafsdótt-
ir) og hvítabirnirnir (María
Þorvaldsdóttir, Kristín Jó-
hannsdóttir og Steinunn Helga-
dóttir) gleðinni. Ræningjarnir
eru hressilegir, einkum Salvör,
foringinn, og Bredda, dóttir
hennar. Snædrottningin er tign-
arleg, enda hlutverkið í góðum
höndum (Inga Þórðardóttir).
Börnin, Helga og Karl (Ragn-
hildur Steingrímsdóttir og Val-
ur Gústafsson) eru látlaus og
viðkunnanleg og Helga amma
(Regína Þórðardóttir )prýðileg.
Ekki vantar kónginn (Valde-
mar Helgason) í ævintýrið og
kóngsefnið (Jóhann Pálsson),
og kóngsdóttur (Anna Stína
Þórarinsdóttir). Síðast en ekki
sízt nefnum við sögumanninn
(Jón Aðils), sem sá um að
koma leikhúsgestum strax í
gott skap og var alltaf sérlega
velkominn á sviðið, og svo söng
hann stundum með léttilegu lát-
bragði:
Snipp, snapp,
snubbur,
stubbur,
Mossi, kubbur,
snipp, snapp,
snubbur,
smellana,
skeltana,
skot.
Það þarf engan að undra, sem
fylgzt hefur með leikferli Jóns
Aðils, að hann stóð sig svona
prýðilega í Snædrottningunni.
Hann hefur marga strengi til að
leika á. Og langt mun vera frá,
að þeir muni allir hafa fengið
að njóta sín fram að þessu. En
ólíklegt er, að ungu leikhús-
gestimir gleymi honum strax.
Að lokum skulu foreldrar
kvattir til að leyfa börnum sín-
um að sækja ævintýraleik þenn-
an.
Úr ævintýraleiknum
Snædrottningin. Þrir aðal-
leikendanna. Frá vinstri:
Ragnhildur Steingríms-
dóttir sem Helga, Regína
Þórðardóttir sem amma
Helgu og Valur Gústafs-
son sem Karl. (Ljósm.:
Vignir).
UR YMSUM ATTUM
Ung stúlka fór með manni í kvik-
myndahús. Myndin, sem þau sáu var
mjög sorgleg, og stúlkan fann, að
andlitsfarðinn mundi hafa aflagazt,
þegar hún úthellti tárum vegna af-
drifa söguhetjunnar. 1 myrkrinu fór
hún að reyna að lagfæra á sér and-
litið, hún dyfti á sér nefið og mál-
aði á sér varirnar. En hvernig hald-
ið þér að henni hafi orðið við, þeg-
ar hún kom út og sá að varir henn-
ar voru kolsvartar. 1 myrkrinu hafði
hún tekið augnabrúnablýantinn sinn
í stað varalitsins.
! ! !
1 nútíðarmáli er venjulega sagt
bringsmalir í stað bringspalir. Bring-
spali er fleirtölumynd orðsins bring-
spöl, er kemur fyrir í Harðar sögu
Grímkelssonar ok Geirs og í Forn-
aldar sögum Norðurlanda, en algeng-
asta myndin I fornmálinu er bring-
spölr, flt. bringspelir. Spölr er gam-
alt orð og táknar mjóa stöng, rimil,
sbr. róspölr, spölkorn, ganga stutt-
an spöl, sænsku máll. spalu, norsku
spol o. s. frv. Bringspölr er til á
norsku: bring(e)spol, bringspöli
(flt.), bringespela.
(A. J. Hugur og tunga).
! ! !
Á Skólavörðuhæðinni stóð eitt
hinna sárafáu mannvirkja í Reykja-
vík, Skólavai'ðan, sem piltar í Hóla-
vallarskóla höfðu upphaflega hlaðið
í líkingu við samskonar vörðu, sem
staðið hafði í skálholti. Tvívegis
hafði hún hrunið, en nú lét lands-
fógetinn Árni Thorsteinsson, byggja
hana frá grunni árið 1868. Sigurður
málari var að mestu látinn ráða gerð
hennar, og hann hafði á prjónunum
hugmyndir um meiri byggingar í
sambandi við hana, jafnvel alþingis-
hús.
Um skipulag Reykjavíkur hugsaði
hann mikið og gerði kort yfir fram-
tíðargötur um bæinn. Hann sá ráð
til að losna við ljótu kumbaldana í
miðbæjarkvosinni. Tjörnina skyldi
dýpka, gera hana að höfn fyrir bæ-
inn, en grafa að henni skipgengan
skurð i gegnum kvosina. Lika hug-
mynd var Tryggvi Gunnarsson síðar
með á prjónunum. Allar stórbygg-
ingar framtíðarinnar hugsaði hann
sér á hæðunum beggja vegna Tjarn-
arinnar, Tjárnarbrekkurnar prýddar
með gosbrunnum og skrautgróðri,
en ibúðarhúsin með skrúðgörðum
ofar.
(J. A.: Sigurður Guðmundsson mál-
ari).
! ! !
Islenzka orðið stúlka stendur senni-
lega fyrir staul-k-a, myndað af sögn-
inni að staulast áfram, en k er al-
gengt viðskeyti, sbr. blaðka, brúnka,
doðka, . . . Staulka hefur uppruna-
lega verið meystaulka, sbr. svein-
stauli (sveinn er staulast áfram) og
orðið meystúlka kemur fyrir í Flat-
eyjarbók, í sögu Ólafs Tryggvason-
ar. (Alexander Jóhannesson, Hugur
og tunga.)
Starfsemi Feröafélags íslands
Vetrarstarfsemi Ferðafélags
Islands er merkileg eins og
sumarstarfið. Fundir þess eru
yfirleitt fjölsóttir og oftast upp
á eitthvað að bjóða, sem fróð-
leikur og skemmtun er í.
Ferðafélag Islands efndi til
skemmtifimdar í Sjálfstæðis-
húsinu 8. febr. Á fundinum var
sýnd litkvikmynd Ásgeirs Jóns-
sonar frá leiðangri átta manna
í fjórum jeppabílum inn í
óbyggðir landsins, og þátttöku
þeirra í leiðangri þeim, er gerð-
ur var út til bjargar áhöfninni
á flugvélinni „Geysi“. Sýnir
myndin ýms atriði úr björgun-
unni. Myndin er vel tekin og
fróðleg og er rúman klukku-
tíma verið að sýna hana. Á
eftir var dans stiginn til klukk-
an eitt.