Vikan - 01.03.1951, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 9, 1951
5
Ný framhaldssaga:
SHARROWÆTTIN
eftir baronessu v. Hutten.
„Hefur faðir þinn sagt þér, að hann hefur
aidrei komið hingað fyrr en í dag?“ sagði nú
gamla illfyglið.
„Nei!“
„Ójá! Orðfár! Þannig erum víð allir. þar af
leiðandi býst ég við, að þú hafir ekki neitt feng-
ið að heyra um afa þinn?“
Sandi kinkaði kolli.
„Jú, jú, við eigum mynd af honum, hann er
;sá ljótasti maður, sem ég hef séð á mynd.“
„Einmitt það.“
Allt í einu virtist Sharrow lávarði leiðast sam-
talið. Hann greip i klukkustrenginn, sem var við
arinhilluna.
Samstundis opnuðust dyrnar eins og af sjálfum
sér og inn kom þjónn. Hann var ekki í þjóns-
búningi. Lávarðurinn skipaði honum að sækja
piltana.
Svo varð löng, órofin þögn, þar til þeir komu.
Alexander, sextán ára, Keith, fjórtán ára, og
Páll tólf ára. Þeir báru öll einkenni Sharrow-
ættarinnar, voru rauðhærðir og heldur ófrýnileg-
ir.
Öldungrurinn, sem hinir piltarnir kölluðu afa,
reis á fætur.
„Sandi, komdu til min,“ sagði hann; og Sandi
rak sig á elzta frænda sinn í því hann steig
fram.
„Ójá, ég gleymdi, að þú heitir auðvitað Sandi
líka,“ sagði Sharrow lávarður.
„Heitir — heitir hann líka Sandi?“ spurði_
Sandi okkar forviða.
„Hann er erfingi minn; við heitum allir Sandi,“
svaraði öldungurinn þurrlega.
Svo gaf hann þeim tveim til kynna, að þeir
skyldi fylgja sér, og hélt siðan út úr herberg-
inu.
Þeir gengu eftir ganginum með eikarþiljun-
um, upp breiðan og lágan stiga, djúpar skell-
ur höfðu troðizt í þrep hans, síðan inn i
geysimikinn sal, það var myndasalurinn. Það
var myrkt inni nema hvað ljósbjarma lagði þvert
yfir gólfið frá lampa, sem stóð í nánd við dyrn-
ar.
Sharrow lávarður tók lampann og gekk í hægð-
um sínum yfir til vinstri.
Allt í einu nam hann staðar og hóf upp lamp-
ann, svo að skinið af honum féll á mynd á
veggnum.
„tjff," kom óspálfrátt fram á varir Sanda.
Illfyglið, sem hann sá, var öllum öðrum ljót-
ara. Það var gamall maður, hár vexti, grár
fyrir járnum, hár hans var heldur ljósara en
venjulegt var innan ættarinnar.
„Ég býst ekki við, að þú vitir hver þetta er?“
Augnaráð Sharrows lávarðar var hvasst.
„Þetta er — er þetta ekki einhver úr fjöl-
skyldu okkar?“
„Þetta er markgreifinn af Sharrow. Pyrsti
Sharrowinn, sem settist að í Englandi. Og,“ hélt
öldungurinn áfram, „þegar þú hefur náð hans
aldri, verðurðu lifandi eftirmynd hans.“
Það var illa til fallið af hinum Sandanum að
gefa frænda sinum snarpt oibogaskot eins og
á stóð. Enda roðnaði Sandi okkar í framan og
ygldi sig. Og afabróðir hans tók eftir því.
„Lízt þér ekki á hann?“ spurði hann.
Sandi hló.
„Nei, herra — en — hm — hann er ekki beint
fallegur, er það?“
Sharrow lávarður hló hlakkandi hlátri.
„Nei. Ekki fallegur. En láttu það ekki á þig
fá, þið skulið verða vinir — eða óvinir.V
Hann kom ekki að síðdagsverðarborði, og þeg-
ar Sandi spurði hvar hann væri, svaraði Páll í
styttingi, að líklega væri hann augafullur.
. 4. KAFLI.
Sharrow lávarður var ákaflega vel efnum bú-
inn og Sharrowi í húð óg hár. Hann dáði hvern
stein í landareigninni, hverja eikarfjöl í húsinu
og meira að segja ánamaðkana í moldinni.
Páll litii var viðkvæmnislegur að sjá. Hjá
honum virtust helztu eiginleikar ættarinnar
ekki alveg hreinir: hár hans var allljóst, hann
var ekki eins píreygður og flestir innan ættar-
innar og eyrun voru ekki eins útstæð. Hann fór
að segja Sanda sögur af ættinni.
Páll var blestur í máli, tungan virtist of stór
fyrir munninn, og Sandi kunni ekki einsvel við
hann og hina bræðuma, en Páll kunni vel við
Sanda og þess vegna voru þeir mikið saman.
„Var illfyglið í herklæðunum, sem við erum
allir svo líkir, ættfaðir okkar?“ spurði Sandi.
„Nei, Nói hét ættfaðir okkar. Hann var
franskur. Það er furðulegt hvað ættin okkar er
gömul. Sjáðu nú til, Charreau hét yngsti sonur
fransks aðalsmanns. Hann strauk að heiman og
kvæntist ónefndri konu. Þá svipti faðirinn hann
arfinum. Svo var hann tekinn til fanga, þegar
Jóhann konungur hernam Anger. Ekki er í sögur
fært, hvernig það bar til, en brátt komst ungi
maðurinn i mikla kærleika við kóng — þeir
hljóta að hafa verið föngulegir á velli saman,"
nú notaði Páll tækifærið til að sýna fróðleik
sinn, „báðir rúmlega tvær álnir á hæð. Páll flutt-
ist svo til Englands með konu sína, og Jóhann
konungur gaf honum miklar eignir, svo að hann
staðfestist í .landinu."
„Fékk hann þá höllina?"
„Já, en auðvitað var hún öðruvísi þá. Svo er
sagt, að hann hafi myrt konu sína, í það minnsta
andaðist hún og hann kvæntist af nýju, stúlku,
sem konungurinn fékk honum til handa. Hún
var rík og —“
„Gaman væri að vita, hvort hann hafi verið
rauðhærður?“ sagði Sandi dreyminn á svip.
„Já, ég held hann hafi verið rauðhærður. Ég
get sagt þér margt af honum. Það skal ég segja
þér síðar. Hann var sonur hertoga í Frakklandi,
og á dögum Hinriks fimmta fór einn af niðjum
hans til Frakklands. með Hinriki. Og þar gekk
hann að eiga eina hirðmeyju Katrínar drottn-
ingar.“
Drengirnir sátu í svonefndum litlasal — hlý-
legu herbergi með eikarþiljum.
Glaður eldur brann á aminum, og desember-
sólin sendi geisla sína inn um smáar blýfelldar
rúðurnar — gluggarnir voru þrír. Geislamir, sem
skinu inn um efstu rúðurnar, mynduðu purpura-
litar og rafgullnar skákir á gólfið, því að þær
voru steindar. Þarna var ekkert teppi, en gólfið
var þakið allmörgum skinnum.
Engar bækur, engin blóm, engir skrautmunir
af neinu tagi. Raunvemlega var réttara að kalla
þetta sal heldur en herbergi. Og svona hafði
hann verið öldum saman.
Og rauðhærðu drengirnir tveir, sem átu hnet-
ur við arininn og ræddu um forfeður sína, virt-
ust eiga vel heima í þessu umhverfi.
„Og afi þinn heldur fram, að langafi minn
hafi ekki verið löglega kvæntur?"
„Já.“
„En það er bara bull,“ sagði Sandi og minntist
hú eldabuskunnar og drengjanna hennar. „Við
væmm alls ekki Sharrowar, hefði hann ekki verið
kvæntur.“
„Þú ert ekki Sharrowi. Eða við segjum, að þú
sért það ekki.“
„Og við segjum að hann hafi verið löglega
kvæntur, er það?“
„Einmitt!"
„En ef það er nú rétt — —“
„Þá mundi faðir þinn heita Sharrow lávarð-
ur, og þú vera hans erfingi. Kastaðu til min
hnetu.“
„Og hvað mundi nafn okkar vera, ef við hét-
um ekki Sharrow?"
„Burton!“
„Bull! Ég heiti ekki Burton. Mér finnst, að
ekki — sé hægt að heita svoleiðis nafni.“ Hon-
um fannst Burton ljótt nafn.
„Þetta sagði afi þinn líka. Hann fór i mál
við okkur.“
„Afi minn,“ sagði Sandi með semingi, „fór
í mál — við afa þinn?“
„Já, og auðvitað tapaði hann málinu. Og vert
þú svo ekkert að ybba þig, vinur minn, þú ert
ekki lengur hinn þráði erfingi!"
Páll hló. Hann hafði meira af illgirni ætt-
arinnar en hinir drengimir.
Svo þutu þeir saman. Hvorugur þeirra gat
síðar munað, hvemig það byrjaði. Þeir slógust
af öllum kröftum, og kyrrlátur salurinn ómaði
af umbrotum þeirra og mási.
Þeir voru jafnokar, þó að Páll væri grennri,
en hann var líka snarari, og að sumu leyti fall-
inn til áfloga.
Þeir héldu áfram. Páll roðnaði, Sandi fölnaði,
en svo tók blóðið að streyma úr nösum hans.
Þá sagði Sandi og kurraði í honum milli orð-
anna.
„Fjandinn — hirði þig — þetta — er — ekki
Burtonblóð' — — —“
Síðan stóð gamli lávarðurinn allt í einu í
dyrunum eins og alltaf skeður í bókum og ekki
ósjaldan í reynd.
Hann stöðvaði ekki áflogin, heldur stóð og
horfði á og ánægjuglamþa brá fyrir í blóð-
hlaupnum augunum.
Hann talaði ekki fyrr en Páll hafði slegið
Sanda á gólfið með velhittnu höggi.
„Svona, hættið þið nú,“ sagði hann. „Stattu
á fætur, Sandi.“
Sandi stóð á fætur.
„Mér skildist af því, sem þú sagðir um leið
og ég opnaði dyrnar, að þú værir að verja nafn
þitt. Er það rétt hjá mér?“
„Já, herra,“ muldraði Sandi og fitlaði við upp-
blásið nefið.
„Nújá,“ sagði öldungurinn, og lokaði dyrunum,
„þá hefur þú barizt fyrir réttum málstað. Bur-
tonblóð rennur ekki í æðum þínum. Dómstólarnir
útskurðuðu, að afi þinn væri ekki réttborinn til
nafnsins, en þeir heimiluðu honum að bera það.
Takizt þið svo í hendur.“
Drengirnir tókust í hendur, og öldungurinn
gekk út úr salnum og lét þá eina.
5. KAFLI
Sharrow lávarði þótti gaman að áflogum
arengjanna og fannst sig þau miklu skipta. Þessi
vínhneigði, gamli maður, sem hafði umm af
að vera eins konar furðugripur þessara hóf-
sömu tima, naut áfloganna í ríkum mæli, en jafn-
framt skildi hann orsök þeirra.
Sandi hinn, sem Sandi okkar skyldi kalla óð-
alsherrann, var snotur, kröftuglega vaxinn pilt-