Vikan


Vikan - 01.03.1951, Side 6

Vikan - 01.03.1951, Side 6
I 6 ur, og öldungurinn var mjög hrifinn af honum eins og vera bar. Sandi okkar var, aS því er virtist, erfiður viðfangs, þorparastrákur, og þetta olli því, að hann hlaut nokkra náð fyrir augum öldungsins. Nokkru dögum eftir áflogin, sendi öldungurinn einn af þjónum sínum eftir Alexandri. Óðalsherrann var nefndur Sandi, en Sandi okk- ar var nefndur Alexander, en það þótti honum leiðindanafn. En svona hafði þetta ætíð verið hjá Sharrowunum. Þjónninn kom fljótlega aftur. „Alexander hlýtur að vera farinn, lávarður minn,“ sagði hann. „Eg get hvergi haft upp á honum.“ „Hvar eru hinir piltarnir ?“ „Sandi og Keith eru famir til White Shirley, lávarður minn, Páll er í bókasafninu.“ „Biðjið Pál að koma til min." Páll kom og neri á sér löngutöng til að ná af blekslettu. „Hvar er Alexander?“ þrumaði afi hans. Reiði hans bitnaði ætíð frekar á rólyndum og friðsömum heldur en uppivöðslusömum. „Hann er uppi á þaki, herra." „Uppi á þaki ?“ „Já, herra!" Það var svo að skilja, að Alexandri þætti gam- an að vera uppi á þaki. Hann hafði komizt yfir bók um höllina og þar var kafli, sem fjallaði eingöngu um þakið og reykháfana. Þess vegna hélt hann sig uppi á þaki til að gera rannsóknir. „Ég sagði honum, að yður mundi ekki vera um það,“ sagði Páll. • „Nú, gerðir þú það? Hafðir þú nokkurn rétt að segja það?“ svaraði öldungurinn illur. „Þú mátt fara.“ Tiu mínútum siðar hafði Sharrow lávarður — þrútinn í framan og móður og másandi — gengið upp einn hæsta stiga hallarinnar. Hann opnaði dyr með stórum ryðguðum lykli, en fyrir dymar höfðu köngulærnar spunnið þétt- riðið net, sem síðar hafði rykfallizt og orðið eins og hjúpur. Því næst gekk hann inn í átthyrnt herbergi. Á herberginu voru fjórir gluggar, en múrinn var sex fet að þykkt. Fomfálegt borð stóð á gólfinu og tveir leðurklæddir stólar .frá timum Krómvells. Að öðru var það autt. Öldungurinn settist og leit í kring um sig. 1 fimmtíu ár hafði hann ekki komið í þetta her- bergi. 1 síðasta skipti fór hann hingað með Sýr- illu Dallaford. Þá var hann ungur að árum. Hann langaði til að sýna henni, hvar hann hafði verið lokaður inni fyrir eitthvað afbbot á æsku- árunum, og hvað hann — með því að leggja í hættu líf og limu — hafði hlaupizt til að gera föður sínum og nágrönnunum einhver hrekkja- brögð, sem enginn hafði rennt gmn í, að hann væri valdur að, þar sem allir héldu hann trúlega geymdan í tuminum. Þá var hann fjórtán — fimmtán ára; nú var hann áttatíu og þriggja. Hann hló hátt, þegar hann ryfjaði upp fyrir sér ræðu föður sins í tilefni af því, að hann fékk að nýju að setjast til borðs með fjölskyldunni eftir einangrunina. „Sonur minn, án nokkurra sannana mimdi ég nú refsa þér, hefðir þú ekki verið örugglega geymdur i turninum. Á dögunum var nefnilega hestur ráðsmannsins málaður blár. Það minnir mig mjög á þín fyrri strákapör, en þótt þú kynr.- ir að fljúga, hefðir þú aldrei komizt úr tumin- um, og enn hef ég ekki vitað, að þú hefðir vængi." Og — eftir öll þessi ár — skellti sökudólg- urinn upp úr, þegar hann rifjaði upp fyrir sér, hve vel honum hafði tekizt. Það leið á löngu, þar til hestur ráðsmannsins fékk sinn rétta lit, og bömin í kring vom farin að halda, að þetta væri hans raunverulegi litur. Og nú var sonur Sidney Sharrows uppi á þök- unum! Sá eini, sem öldungurinn vissi til að hefði gert þetta, auk hans sjálfs. Járnhespan á glugganum var bmnnin föst af ryði, en glugginn var lítill og var festur á lá- réttan möndul. Sharrow lávarði var mikið niðri fyrir, meðan hann reyndi að opna gluggann. Að lokum lét hann undan og snerist opinn, og öldungurinn stakk höfði sínu út í sólskinið. „Guð minn góður!" Hann hafði gleymt því, hve hallarþökin voru fögur — sum vom flöt, önnur brött, sum úr höggnum steini, önnur úr tígulsteini, enn önnur úr mosagrónum skifum sem sindraði á. Svo sem sex fetum undir glugganum byrjaði smá sylla, sem endaði sex fet frá steinhvelfingu, þar sem betra var að fóta sig og opnaðist auðveldari Jeið yfir á hin þökin. Eftir þessari syllu hafði hann skriðið, nótt eftir nótt, til að koma fram strákapörum sinum. Nú fékk hann yfir höfuðið við sýnina eina. VIKAN, nr. 9, 1951 Hann hafði gengið upp í tuminn, af því að hann vissi, að þaðan gaf betri útsýn yfir þökin en annars staðar. Hann hafði oftlega heyrt föður sinn minnast á það. En hingað hafði hann sjálfur ekki komið síðan 1822. Sýrilla Dallaford sveik hann, og hann hataði hana, þar til hún lézt tuttugu og fimm árum síðar. Hann hafði aldrei stigið inn í tumherbergið upp frá því, vegna minningarinnar um dvöl þeirra þar uppi. Hann hafði þrýzt hendur hennar, og------ Allt í einu varð öldungnum bilt við. Hann leit óstyrkur kringum sig. Það var reimt þarna í turninum og hann fann það. Aldrei hafði hann sem fjandmaður verið að- gerðalaus; hann var hefnigjarn og átti bágt með að gleyma. Oftar en einu sinni hafði hann ,átt færi á að gera frú Wymondham einhvern miska — og hann gerði það líka. Enda þótt hún bæði hann á hættustund að hjálpa sér, þá hafði hann kuldalega, já, jafnvel háðskur visað henni á bug. Og nú var hún látin og hann orðinn gamall, og samt stóð hann hér, unglingur liðlega tvítugur og hélt um tíu, kalda fingur. Með mergjuðu blótsyrði gekk hann frá glugg- anum, þar sem hann hafði staðið, og opnaði með erfiðismunum næsta glugga þaðan, sem gaf jafngóða útsýn. Ekki sást nein hræring svo langt sem augað eygði út yfir þökin. „Hvar ætli strákskrattin sé? Hann skyldi al- deilis fá að kenna á písknum væri ég ekki orð- inn svo andskoti stirður.“ Allt í einu sá hann Sanda — lítinn myrkbláan depil úti á yztu brún einstæðs þaks. öldungurinn sá ekki vel, en hann vissi, að yrði Sanda fótaskortur, mundi hann falla fram af og niður í hallarsýkið, mörg hundruð feta fall. Það var langt síðan Sharrow gamli hafði orð- ið svona hræddur. Honum leið illa og hnén skulfu undir honum. Þetta hafði hann sjálfur aldrei árætt, og samt hafði hann tekið upp á ýmsu í bernsku. Hann settist. Hann kærði sig ekki um að kalla á Sanda. Bezt væri að biða. Og þarna, í litla átthyrnda herberginu, þar sem vofur sjást um Ijósan dag, beið hann hálftíma. Hendur hans voru kaldar sem ís, og undarleg, sár tilfinning greip um sig í maganum. Smám saman nálgaðist depillinn, smám samr an skýrðist hann og tók á sig aðra mynd í augum Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Komdu Lilli og vertu fljótur, þú æfist ekkert í að Pabbinn: Horfðu á pabba. Sjáðu, svona ganga íþrótta- ganga, ef þú ferð svona hægt! menn. Þú verður að ganga fallega . . . Pabbinn: . . . Það heldur manni léttum og liðugum! Lilli: Ég er hér! Pabbinn: Lilli, hvar ertu? Svar- aðu pabba! Pabbinn: LILLI! Hvar ertu? t

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.