Vikan - 01.03.1951, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 9, 1951
13
ÖSKUBUSKA
FráSögn eftir Inga-Britt Allert.
Teikningar eftir Nils Hansson.
COPYRIGHT A- I> ALC.AS KONST- & BOKFQllLAC. STHLM
10
I konungshöllinni var dansað og
sungið. Prinsinn ungi, sem hafði
þegar dansað við allar stúlkurn-
ar á dansleiknum, sá Öskubusku,
þegar hún kom inn í salinn, og
samstundis flýtti hann sér til
hennar . . .
Aldrei fyrr hafði Öskubuska
skemmt sér svona vel. Og þegar
prinsinn hvíslaði að henni hvað hún
væri falleg, og hvað hún dansaði vel,
gleymdi hún, að hún var ekki annað
en lítil Öskubuska.
En allt í einu sló stóra gullklukk-
an í höllinni hálf tólf, og þá fannst
henni húh verða að hneigja sig og
kveðja. Prinsinn reyndi að tala um
fyrir henni, og fá hana til að vera
dansleikinn á enda, en Öskubuska
hristi höfuðið, og áður en prinsinn
gat áttað sig, hljóp hún af stað.
Prinsinn reyndi að veita henni
eftirför. Hann vildi ólmur fá að
vita, hver þessi fagra stúlka væri.
En Öskubuska var kvik á fæti, og
þó að prinsinn hlypi á eftir henni
eins hratt og hann gæti, þá hljóp
hún ennþá hraðar en hann.
Þegar þau komu á móts við dúfna-
húsið á bæ föður hennar, dró ský
fyrir tunglið, og þegar birti aftur,
var stúlkan horfin. Prinsinum fannst
hún hafa horfið inn í dúfnahúsið, og
þessvegna beið hann um stund þar
fyrir utan.
. . . og bað hana um næsta dans.
Þau dönsuðu fram og til baka um
salinn, og frá þeirri stundu vildi
prinsinn ekki dansa við neina aðra
stúlku. Og þegar einhver annar
bað hana um dans, sagði prinsinn:
„Sjáið þér ekki, að hún er að dansa
við mig?“
Allir viðstaddir spurðu hvom ann-
an hver þessi undurfagra stúlka
væri. Stjúpa og fóstursystur ösku-
busku þekktu hana ekki einu sinni,
og allir héldu, að hún væri prins-
essa frá fjarlægu landi.
1. mynd: Upphaf fagnaðarboð-
skaparins um Jesúm Krist, Guðs son.
Svo sem ritað er hjá Jesaja spá-
manni: Sjá, ég sendi sendiboða minn
á undan þér, er búa mun þér 'veg.
2. mynd: ... kom Jóhannes skirari
fram í óbyggðinni og prédikaði iðr-
unarskírn til syndafyrirgefningar ...
3. mynd: Og þegar knýr andinn
hann út í óbyggðina, og hann var í
óbyggðinni í fjörutíu daga og var
hans þar freistað af Satan.
4. mynd: Jesús sagði við þá: Kom-
ið og fylgið mér, og mun ég láta
yður verða mannaveiðara.
Og Jesús fór um allar borgirnar og þorpin, kenndi í samkundum þeirra
og predikaði fagnaðarboðskapinn um ríkið og læknaði hvers konar sjúk-
dóma og hvers konar krankleika. Matteusarguðspjall 9:35.