Vikan - 01.03.1951, Side 14
14
VIKAN, nr. 9, 1951
AFBRÝÐISEMI. Pramhald af bls. 4.
Bent þreif upp fimmkrónur, fékk bíl-
stjóranum og sagði: „Ekkert til baka. ‘
Hann flýtti sér til Birte og mælti: ,,Ég
skal bera böggulinn upp fyrir þig.“
„Þess gerist ekki þörf, ég get sjálf
borið hann,“ sagði Birte.
„Nú,“ mælti Bent alvarlegur. Birte var
rétt kominn inn um útidyrnar þegar Bent
kom auga á gráa bílinn. Hann kom fyrir
hornið. Bent skellti hurðinni aftur og
hljóp. upp tröppurnar á undan Birte. Hún
varð móð við að fylgja honum eftir.
Á þriðju hæð nam Birte staðar. Þar
átti hún heima. Hún sneri sér að Bent
og mælti:
„Þú ætlaðir að segja eitthvað áðan.“
Bent þóttist sjá það á augnaráði henn-
ar að öllu væri óhætt. Hann tók utan
um Birte og kyssti hana. Hún stritaðist
ofurlítið á móti. En það voru látalæti.
Bent kyssti Birte aftur og mælti:
„Birte! Ég elska þig — elska —“
„Slepptu mér! Það er einhver að koma.“
Hún sleit sig af honum.
Það var satt. Bent heyrði að gengið var
um útidyrnar. Hann leit niður. Albert!
Á næsta augnabliki kvað við brothljóð.
Bent hafði misst tóbakskrukkuna niður
á ganginn. Niðri kvað við óp.
Hann mælti: „Fyrirgefðu Birte. Ég
missti krukkuna þína.“ Útidyrahurðinni
var skellt. Einhver fór út.
„Þetta var klaufalegt og gat valdið
slysi,“ sagði Birte snúðug.
Það varð fátt um kveðjur. Þegar Bent
kom út lá illa á honum. „Þetta verða ó-
skemmtileg jól,“sagði hann við sjálfansig.
Á aðfangadaginn fór Bent heim til
Birte og hringdi dyrabjöllunni. Birte kom
til dyra. Bent hafði tvo böggla meðferð-
is. Annað var stór blómvöndur. Bent rétti
Birte hann, en kom engu orði upp. Hún
tók þegjandi við blómvendinum og virtist
ekki ætla að bjóða Bent inn.
Hann ræskti sig nokkrum sinnum. Þá
mælti hann:
„Ég vildi aðeins óska þér gleðilegra
jóla. En svo var það annað, sem ég gjam-
an vildi tala um við þig.
„Ekki að þessu sinni,“ sagði Birte og
hristi höfuðið. „Ég er ein heima.“ Hún
hörfaði aftur á bak og hann fór á eftir.
Er hún var komin inn úr stofudyrunum
mælti hún:
„Hvað er þér á höndum?“
Bent rétti hinn böggulinn að henni og
sagði: „Ég ætlaði að biðja um fyrrgefn-
ingu á því að ég braut krukkuna í gær-
kvöldi. Mér þótti það afar leiðinlegt. Ég
hefi því keypt aðra tóbakskrukku. Hér
er hún. Ég vona að þú takir við henni.
Þá veit ég að þú hefur fyrirgefið mér.“
Birte hristi höfuðið og mælti:
„Það kemur ekki til mála.“
Bent sagði: „Ég harma það, hve æstur
ég varð í gærkvöldi. Það getur farið svo,
fyrir öllum.“ Hann þagði augnablik rétti
úr sér og bætti við:
563.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
Lóörétt skýring:
1. flatarmál, þ.f. —■
5. spurnarfornafn. — 7.
gælunafn. — 11. líkams-
hluti. — 13. dæld. — 15.
heiður. — 17. jötur. —
20. biblíunafn. — 22.
vera meðvitundarlaus. —
23. vera úr öðrum heimi.
— 24. sorgartjáning. —
25. flýti'. — 26. tómasar-
eðli, þf. — 27. standa.
— 29. forskeyti. — 30.
kyrrð. — 31. þyngd
umbúða. — 34. birgðir.
— 35. eldstæði. — 38.
jarðefni. — 39. gin. —
40. römm. — 44. bíl-
tegund. —■ 48. læti. —
49. sigaði. — 51. gælu-
nafn, þf. ■—■ 53. kven-
mannsnafn. — 54.
planta. — 55. hreinsa.
— 57. lágt hljóð. — 58.
púðri. — 60. á litinn. —
61. feng. — 62. sneri.
— 64. æða. — 65. dug-
leg. — 67. innyfli. —
69. óveður. — 70. sama
og 4 lóðrétt. — 71
hryggir.
Lóðrétt skýring:
2. Heimta. — 3. guð. — 4. upphrópun. — 6.
hlý. — 7. verkfæri. — 8. fæði. — 9. ílát. — 10.
hleypa af stað. — 12. viðlagið. — 13. misgengar.
— 14. mannsnafn. — 16. ótið. — 18. æddi. — 19.
trébryddinga. — 21. skortur. — 26. bókstafur. —
28. sendill. — 30. styrkleikatákn í tónlist. — 32.
leiða. —- 33. hvíld. — 34. ögn. — 36. nudda. —
37. forsetning. —41. hjálparsögn. — 42. væskil.
■— 43. hjó i sundur. — 44. tala. — 45. þáttur. —
46. þrír eins. — 47. verkfæri. — 50. húsdýr. —
51. feykir. — 52. árás. — 55. stautur. — 56.
beinir. — 59. gripahús. — 62. kvenmannsnafn.
— 63. bæjarnafn. — 66. drykkur. — 68. forsetn-
ing.
Lausn á 562. krossgátu Vikunnar.
Ldrétt: 1. Æska. — 5. skraf. — 8. klór. — 12.
stáss. — 14. skáli. — 15. tak. -— 16. nær. — 18.
akk. — 20. suð. — 21. ar. — 22. fulltrúar. —
25. na. — 26. froða. — 28. krydd. — 31. æra. —
32. bor. — 34. akr. — 36. verk. — 37. basar. —
39. lóða. — 40. óræk. -— 41. kæti. — 42. full. —-
44. rafið. — 46. Nasi. — 48. oft. — 50. ráð. —
51. ögn. — 52. stari. — 54. öfund. — 56. ek. —
57. ráðsmaður. — 60. óm. — 62. rán. — 64. sný.
— 65. tug. — 66. ama. — 67. fress. — 69.tæpur.
—- 71. tifa.----72. tafir. — 73. fira.
Lóðrétt: 1, Æsta. — 2. starf. — 3. kák. — 4.
as. — 6. karl. — 7. arar. — 8.kk. — 9. lás. —
10. ólund. —- 11. riða. — 13. snuða. — 14. skara,
— 17. æla. — 19. kúk. — 22. forkólfar. — 23.
tros. — 24. ryklingur. — 27. rær. — 29. dró. —
30. svifa. — 32. bakar. — 33. rakið. — 35. Danir.
— 37. bær. — 38. ræð. — 43. Lot. — 45. fáum.
— 47. ann. — 49. tráss. — 51. öfugt. -— 52. skári.
— 53. iðn. — 54. öðu. — 55. dómur. — 56. erft.
— 58. sýna. — 59. Atli. — 61. mara. — 63. nef.
— 66. api. — 68. S.A. — 70. æf.
¥
„Ég missti krukkuna viljandi. Ég
fleygði henni.“
„Jæja. Hvers vegna?“
„Vegna þess að Albert var niðri í and-
dyrinu. Hann elti okkur alla leið. Ég hefði
ekki harmað það þó krukkan hefði lent
í hausnum á honum. Ég hata hann.“
Birte stóð svo nærri Bent að hann varð
að láta krukkuna á borðið.
Hún mælti: „Albert er góður maður.
Hversvegna hatar þú hann?“
Bent svaraði: „Ég elska þig Birte.“
Hann ætlaði að segja meira. En af því varð
ekki. Hann var farinn að faðma Birte
fyrr en hann vissi af. Munnar þeirra mætt-
ust ósjálfrátt. Bent sá hvar jólatré stóð
úti í horni. Honum virtist kvikna ljós á
öllum kertunum, svo himinlifandi var
hann af þeirri sælu að faðma og kyssa
Birte.
„Heimski, heimski pilturinn,“ sagði
Birte.
Bent sagði: „Ertu búin að fyrirgefa
mér? Má ég koma á morgun?“
„Auðvitað, Bent. Þetta verða fyrstu
jólin sem við verðum saman. En ekki þau
síðustu. Við verðum hvort hjá öðru mörg,
mörg jól. En þú mátt ekki vera reiður
Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4:
1. Það er fluttur inn trjáviður til J3razilíu
vegna þess að það er ódýrara að kaupa hann ut-
anlands frá en að flytja hann frá skógunum og
til byggða. — 2. Haukur Einarsson á Islands-
metið í stakkasundi (hann synti 100 m. á 2:24,4
mín). Metið var sett 19/7 1933 í Reykjavík. —-
3. Árið 1906, 57 ára gamall. — 4. 1525-1594. Itali.
— 5. Gyllinæð. — 6. Mona Lisa. — 7. Napoleon
3. Maximilian var drepinn 1867. — 8. Firth of
Forth. — 9. Um 1266—1337. — 10. Um 100 f. Kr.
við Albert. Við vorum búin að tala um
það, að hann kæmi í bíl og sækti mig. Ég
hitti þig af tilviljun."
Bent mælti: „Það var ekki tilviljun.
Ég var búinn að standa og bíða eftir þér,
að minnsta kosti hálfa klukkustund.“
Birte sagði: „Já, ég þóttist vita það.“
Hún hló. „Nú verðurðu að fara. Ég á
svo annríkt.“
Þau föðmuðust aftur, og hann sagði:
„Þú verður að þiggja þessa krukku til
þess að fullvissa mig um að þú sért búin
að fyrirgefa mér.“
„Nei, ég vil ekki taka vð krukkunni,“
sagði hún og losaði sig úr faðmi hans.
„Hvers vegna ekki?“ spurði Bent.
„Vegna þess að ég ætlaði að gefa þér
krukkuna í jólagjöf.“