Vikan - 07.06.1951, Síða 1
16 síður
Verð 2,25
Nr. 22, 7. júní 1951
Syndið tvö hundruð metrana í samnorrænu keppninni!
Keppni þessi hófst hér á landi, eins og til stóð, 20. maí og hefur þegar orðið mikil þátttaka í henni. Hún
stendur til 10. júlí. Synda á 200 metra bringusund og er ekki krafist neins sérstaks hraða í þessu sundi
heldur einungis þátttöku. Ættu því allir íslendingar, sem kunna að synda og hafa heilsu til þess, að geta
stuðlað að því, að íslendingar sigri í þessari heilbrigðu keppni Norðurlandaþjóðanna.
Syndið því 200 metra bringusundið sem fyrst! (Sjá mynd á bls. 2).
1 sambandi við norrænu keppnina í tvö hundruð metra bringusundi birtum við hér á forsíðunni myndir af fremsta sundfólki landsins. — 1 miðju
er Sigurður Jónsson Þingeyingur að koma að marki, þegar hann vann Norðurlandameistaratitilinn í 200 metra bringusundi í Finnlandi 1949. Að ofan,
lengst til vinstri er Helgi Sigurðsson (Sundfélagið Ægir), við hlið hans Sigurður Jónsson (KR), sporöskjulagaða myndin t. v. Þórdís Árnadóttir (Ár-
mann), að neðan t. v. Kolbrún Ólafsdóttir (Ármann), við hlið hennar Pétur Kristjánsson (Ármann). Vinstra megin efst t. h. Atli Steinarsson (IR),
■við hlið hans Hörður Jóhannesson (Ægir). Sporöskjulagaða myndin t. h. Anna Ólafsdóttir (Ármann). Hægra megin neðst t. v. Ólafur Guðmundsson
(IR), að neðan t. h. Ari Guðmundsson (Ægir).