Vikan


Vikan - 07.06.1951, Qupperneq 2

Vikan - 07.06.1951, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 22, 1951 PÓSTURINN Kæra Vika! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en nú langar mig til að biðja þig að gera mér þann greiða að birta mynd af Fred Asf- aire, sem lék í myndinni „Blár hirninn", sem var sýnd í Tjarnarbíó nú fyrir skömmu. Ég var svo hrifinn að sjá hvað hann dansaði vel í þeirri mynd. Danskóngur. Svar: Hér færðu að sjá dansmeistarann Fred Astaire. Fred Asfaire Blsku Vika mín! Ég þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar, sem þú hefur veitt mér. Ég hef aldrei skrifað þér áður, en vona, að þú svarir fyrir mig eftir,- farandi: 1. Hvaða litir fara mér bezt? Ég er með skolleitt hár, grængrá augu og ljósa húð ? 2. Viltu segja mér eitthvað um sundmanninn Ara Guðmundsson og helzt birta mynd af honum ? Hvað er hann gamall? Er hann kvæntur? Hverri ? 3. Hvernig er skriftin? Eru marg- ar ritvillur? Þín: Disa í Dalakofanum. Svar: 1. Þú ættir að klæðast bláu, blágrænu, gráu, svörtu eða hvítu. Vínrautt mun einnig fara þér vel. 2. Ari Guðmundsson er 23 ára gamall. Hann er kvæntur Kötlu Ólafsdóttur. 3. Skriftin er fremur smágerð, en hún er snotur. 1 bréfinu er engin al- varleg ritvilla, en þú virðist vera fremur hirðulaus með að láta komm- ur og punkta yfir stafi. Mynd af Ara Guðmúndssyni er á forsíðunni. Svar til sokkaþurfi: Við viljum vísa þér á að leita upp- iýsinga um þetta hjá útvarpinu. Elsku Vika mina! 1. Við leitum til þín i miklum vandræðum. Við vorum með mikinn hármaðk. En sáum það í Vikunni að gott væri að klippa hárið. Við gerð- um það en náðum ekki ollu, hárið var svo stutt fyrir. En getur það sem eftir er smitað frá sér i hin hárin? Af hverju stafar hármaðkur? Framhald á bls. 18 Pósthólf 1014, Reykjavík. B Rí (AKMJBBURI N N IHANDIA Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Bréfasambönd við útlönd: Margir hafa beðið Vikuna um að koma sér í bréfasamband við fólk erlondis og höfum við ekki alltaf getað hjálpað lesendum vorum á þessu sviði. Nú hefur ræzt svolítið úr þessu, því að stúlka, sem hefur samband við alþjóðabréfaklúbb í Hollandi, hefur boðizt til að koma slíkum bréfasambandabeiðnum á framfæri. (Auk nafns þarf að til- greina aldur, stöðu, áhugamál og á hvaða tungumáli menn vilja skrifa og hvort bréffélaginn á að vera pilt- ur eða stúlka). Lesendur blaðsins geta á þennan hátt komizt i sam- band við fólk í Hollandi, Bandaríkj- unum, Bretlandseyjum, Spáni, Portú- gal, Þýzkalandi og Irak. Nafn Stúlk- unnar er: Erla Engilbertsdóttir, Hringbraut 30, Reykjavik. Reynir Másson (við stúlkur 15—1S ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Strandveg 43A, Vestmannaeyjum. Haukur Jóhannsson (við stúlkur 16— 18 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Sólhlíð 8, Vestmannaeyjum. Elín Gunnarsdóttir, Halldór Gunnars- son og Sigfús Gunnarsson gleymdu að senda heimilisfang sitt með bréfasambandabeiðninni. B. Frederiks, Djalan, Wahidin 41, Sourabaya, Java, (óskar eftir bréfasambandi við íslenzka stúlku). Guðmundur B. Bjarnason (við pilt eða stúlku 11—13 ára), Arnólstöð- um, Barðaströnd, um Brjánslæk. Gunnhildur Bjarnadóttir (við pilt eða stúlku 16—20 ára), Vestmanna- braut 52, Vestmannaeyjum. Guðbjörg Hallvarðsdóttir (við pilt eða stúlku 16—20 ára), Vest- mannabraut 56B, Vestmannaeyj- eyjum. Gunnhildur Helgadóttir (við pilt eða stúlku 16—20 ára), Kirkjuveg. Vestmannaeyjum. Unnur Magnúsdóttir (við pilt eða stúlku 18—20 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Hvanneyrar- braut 54, Siglufirði. Anna Jóna Magnúsdóttir (við pilt eða stúlku 18—20 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Þverá, Ólafs- firði. Helga Jónsdóttir (við pilt eða stúlku 12—14 ára), Deildará, Múlasveit, A.-Barðastrandarsýslu. * FRÍMERKJ ASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frímerki. Égvsendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnar H. Steingrímsson Nökkvavogi 25 — Reykjavík Tímaritið SAMTIÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsírrii 2526. Pósthólf 75. Þessi mynd er frá samnofræmj sundkeppninni á Akranesi. Börnin eru Gerður Guðjónsdóttir, Akurgerði 8 og Valur Jónsson, Kirkjubraut 23. Þau eru bæði 7 ára, Gerður ný orðin það, fædd 14. apríl 1944. Hún hefði getað keppt í slíkri keppni sex ára gömul. Þau voru búin að æfa sig vel og töldu síðustu dagana. Myndin var tekin á sunnudagsmorguninn 20. maí, þegar þau syntu tvö hundruð metrana. (Ólafur Árnason tók myndina). Vinna í Nýju blikksmiðjunni. Sjá grein og myndir á bls. 3. (Sig. Guð- mundsson tók myndina). Reikningur H.f. Eimskipafélags íslands fyrir árið 1950 liggur frammi á skrif- stofu félagsins frá og með deginum í dag að telja. Reykjavík, 19. maí 1951. Stjórnin. Otgefandí VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.