Vikan


Vikan - 07.06.1951, Page 5

Vikan - 07.06.1951, Page 5
VTKAN, nr. 22, 1951 5 f— Ný framhaldssaga: i í ►j v /Ft/infi/vi ■ Actmlín ^ V V Ævintýri í Astralíu eftir MAYSIE GREIG ►>»»»»»>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»1 V V V V V V V ►5 »»»»»!< „Já, falleg unglingsstúlka. Pólverji, að mig minnir ?“ „Já, að hálfu leyti. Móðir hennar var ensk, en faðir hennar var pólskur prófessor. — Hún stundaði nám við heimavistarskóla í Englandi, en dvaldizt í leyfi heima í Varsjá, þegar stríðið skall á. Móðir hennar var strax drepin, en faðir hennar hvarf. Vesalings barnið — hún var ekki annað en barn — var fyrst í þýzkum fangabúð- um, og síðar lenti hún í rússneskum fangabúð- um. Það er ekki að undra að þetta eyðilegði taugar hennar.“ — Hann þagnaði og starði fram fyrir sig. „Eigið þér við að hún sé farin á taugum." „Já, það er einmitt það, sem hún er. Þannig var ástatt fyrir þeim öllum í byrjun, en hvíldin hér um borð, góður matur og áhyggjuleysi hef- ur hjálpað þeim að ná aftur sálarjafnvægi sínu. Konur, já og jafnvel karlmenn, sem ekki gátu litið á mann án þess að bresta í grát, eru orðin að rólegu, blátt áfram fólki. En Katrín . . .“ Hann þagnaði skyndilega. „Heitir hún Katrín?“ Hann kinkaði kolli: „Katrín Siliski. Ég hélt að þessi ferð mundi gera henni meira gott en flestum hinna — hún er ung, og á meðan mað- ur er ungur á maður betra með að jafna sig á sorgunum. En þótt undarlegt megi virðast, þá hefur henni versnað, og í kvöld er hún í hræði- legu uppnámi. Ég hef orðið að biðja eina kon- una að sitja hjá henni; hún hefur hótað að kasta sér útbyrðis." „Hefur hún aldrei sagt yður, hvað að henni amaði?“ spurði Quentin og talaði rólega. „Nei! Hún segir alltaf að það sé ekkert að; það séu aðeins taugarnar. En hún ætti að vera orðin styrkari á taugum. — Ég get ekki skilið þetta.“ „Munduð þér kæra yður um, að ég færi niður og talaði við hana?“ sagði Quentin stillilega. „Viljið þér gera það?“ Hann varð næsta drengjalegur af ákafa. „Ég ætlaði ekki að ónáða yður síðasta kvöldið. Þér eigið fjölda vina, sem þér vilduð heldur tala við en þennan vesaling. Ég ætlaði ekki að angra yður . . . En ég sá yður standa hérna eina . . .“ „Blessað barn geturðu verið, vinur minn,“ hugs- aði hún með sjálfri sér. „Skilur þú í rauninni ekki, hvað hér hefur átt sér stað? Ef til vill ertu ekki betur gefinn, en þú segist sjálfur vera. En það skiptir engu máli.“ „Ég vil gjarnan fara niður,“ sagði hún upp- hátt. „Hver veit nema hún vilji trúa annarri ungri stúlku fyrir vandamálum sinum“ „Ég get alls ekki gert mér í hugarlund, hvað amar að henni,“ sagði hann og starði framfyrir sig. „Hún segist ekki þekkja fólkið, sem hefur tekið hana upp á sina arma, en það eru gamlir fjölskylduvinir hennar, sem hafa búið hér árum saman. Ég hef komizt á snoðir um að það er stórauðugt fólk, sem á indælt heimili. Já, mund- uð þér vilja koma niður með mér núna?“ „Já, vitanlega!“ En Quentin sneri sér með trega frá borðstokkn- um. Það hafði verið svo dásamlegt að standa þarna og horfa yfir hafið til landsins, þar sem ljósin blikuðu eins og gimsteinar — ævintýra- landsins. Hún hefði getað staðið þarna timunum saman við hlið Duncams. Hún vissi ekkert hvað hann ætlaðist fyrir, og þau höfðu ekki minnzt á að hittast aftur, eftir að þau hefðu stigið af skipsfjöl morguninn eftir. Forsaga: Henry Greenways hefur sent hina 23 ára gömlu stúlku Quentin Martin til Sydney til þess að hafa eftirlit með flugvélaverksmiðju, sem hann á þar, en bróðursonur hans Maddock veitir fyrirtæk- inu forstöðu. Á leiðinni til Ástralíu verður Quentin ástfangin af Duncan Templeton, sem var leiðsögumaður innflytjendahóps. Duncan er mjög áhyggjufullur út af pólskri stúlku, Katrinu Siliski að nafni. Þau fóru saman í gegnum upplýsta salina, þar sem flestir farþegar af fyrsta farrými sátu og skemmtu sér. Sumar konumar voru þegar komn- ar í snotra göngubúninga, tilbúnar að stíga á land. Quentin datt ósjálfrátt i hug, að þær ætl- uðu að sofa í fötunum. — Hún var aftur á móti í ljósum sumarkjól þetta kvöld. Hann var úr föl- bláu, rósóttu bómullarefni, pilsið var mjög vítt og um mittið var bundið bandi, sem var grátt eins og augu hennar — stór, grá augu, sem blikuðu undir þéttum, dökkum brúnum. Þetta var kven- legasti kjóllinn, sem hún átti, en þegar henni var litið á hinn stórskorna og klunnalega Duncan Templeton, brosti hún dálítið háðslega og hugs- að með sér, að kjóllinn hefði komið sér að held- ur litlu gagni. 1 stað þess að standa saman og njóta návistar hvors annars uppi á þilfarinu voru þau nú á leið niður til innflytjendanna til þess að tala við unga stúlku, Katrínu Siliski að nafni. 2. KAFLI. Þiljur þriðjafarrýmis lágu nokkuð neðar í skip- inu. Karlar, konur og börn lágu þar fram á borð- stokkinn; þau bentu, hlógu og töluðu með miklu handapati; — bersýnilega snortin af útsýninu og þeirri vissu, að þau fengju að stíga á land næsta dag. Þó þau töluðu ólikar tungur, var engu lík- ara, en þau skildu hvert annað. Ef til vill voru einnig hinar fjörmiklu, talandi hreyfingar þeirra ætlaðar til að skýra, við hvað þau áttu — og ef til vill var það, sem þau sögðu ekki aðalatriðið. Það var nóg að fá að vera saman, finna návist hinna, og vita að næsta dag beið þeirra allra að hefja nýtt líf í nýju landi — og þau hefðu brotið allar brýr að baki sér. Klæðnaður þeirra var jafn sundurleitur og hann var tötralegur. Hnébuxur, uppgjafa einkennisbúningar, síðbuxur, þjóðbún- ingar. Það var ekki alltaf auðvelt að átti sig á, hvort það var karl eða kona, þar sem margir karl- mannanna gengu með hárnet, og konurnar stutt- klipptar og í síðbuxum, sem augsýnilega voru gerðar úr gömlum 'ullarábreiðum. Einhversstaðar niðri á þiljunum sungu nokkr- ir Italir angurblítt „Adio, Ma Bella Napoli“. Hljómar af ósamstilltum gítar- og banjóleik var eins og dauft undirspil undir hlátra og mas, og öðru hvoru heyrðust einmana raddir raula júgóslavíska, tékkneska, þýzka, pólska og jafn- vel enska þjóðsöngva. Um leið og Duncan birtist ásamt Quentin á þiljunum var hann bókstaflega umkringdur af fólki. „Ó, Tempelton, mig langar til að spyrja yður um dálítið . . . megið þér vera að því að tala augnablik við mig . . .?“ „Tempelton, aðeins eina spurningu langar mig til að leggja fyrir yður . . .“ Hann gerði allt, sem í hans valdi stóð til að leysa úr vandræðum þeirra og friða þau, — og hann gerði það með þeirri stöku ró og geðprýði, sem honum var svo eiginleg. Quentin vék til hlið,- ar og fylgdizt með, hvernig hann ræddi við þetta vesalings fólk, og hún fann að augu hennar urðu rök og heit. — Hár, þreklega vaxinn maður í grófum, gráum fötum, sem fóru illa — ungur, en þó þroskaður maður með slétt, ljóst hár og blá augu! Alls ekki líkur þeim manni, sem hún hefði getað ímyndað sér, að hún gæti orðið ást- fangin af; en þó áleit hún, að hún elskaði hann, en hversvegna! Ekki var það vegna ytra útlits hans. Já, hún hafði breytzt mikið undanfarin tvö ár. Uoks heppnaðist Duncan að losna frá fólkinu, sem spurði hann í sífellu og greip í hann úr öllum áttum. Hann brosti dálítið skömmustuleg- ur, þegar hann kom til hennar. „Afsakið þessa töf; en þau eru öll svo æst og eftir- væntingarfull núna. — Ferðin er á enda, og fram- undan er óvissan; en ég vona, að guð gefi þessu fólki friðsæla og hamingjuríka framtíð." Þau héldu áfram ferð sinni undir þiljur. Káett- urnar voru aðallega stórir svefnsalir, sem í gátu verið tíu til tuttugu manns. Quentin hafði komið inn í sumar þeirra áður, þegar hún hafði verið að hjálpa Duncan með að tala við nokkra far- þeganna; aðallega konur, sem voru honum þung- ar í skauti, en hún hafði aldrei áður komið inn til Katrínar Siliski. Duncan barði að dyrum. Kvenmannsrödd svar- aði: „Kom inn!“ Hann opnaði og þau fóru inn. Þetta var ein af minni káettunum, það voru að- eins tíu kojur þar inni, en í kvöld voru aðeins tvær konur staddar þarna. Önnur var feitlagin, góðleg subba, sem sat á kojunni sinni og prjón- aði. „Gott kvöld, frú Dejevic,“ sagði Duncan og brosti. „Hvernig líður litla sjúklingnum okkar?" Frú Dejevic yppti öxlum. „Hún hefur ekkert talað! Og hún bragðar ekki mat — alls engan!“ Quentin leit í eina af neðri kojunum; þar sem unglings stúlka lá hreyfingalaus. Hún var í margþvegnum baðmullarkjól og huldi andlitið í svæflinum. Þykkt ljóst hár hennar lá niður yfir herðarnar. Hún hafði ekki hreyft legg eða lið eftir að þau komu inn. Duncan leit einnig á hana, og aftur fann Quentin þessa óskiljanlegu eftirvæntingartilfinn- ingu gagntaka sig. Hann leit á hana meðaumk- unarfullur, og það var ekkert annað en með- aumkun, sem mátti lesa út úr svip hans. „Jæja, Katrín," sagði hann blíðlega. „Hvað segið þér um að koma með mér upp á þilfar og líta á ljósin, sem blika í höfninni?“ Hún var ung og falleg, en leit út fyrir að vera eldri en hún var í raun, vegna þess hve föl og tekin hún var. Andlit hennar var barnslegt og ávalt, en blá augun, sem störðu á Duncan voru köld og næsta tryllingsleg og var- ir hennar titruðu. „Ég býst við að fangavörðurinn minn verði látinn koma með mér? — Eða hafið þér hugsað yður að hlekkja mig fasta við yður?“ Rödd henn- ar var hás, en þó gat maður heyrt, að undir venjulegum kringumstæðum hlaut hún að vera þíð og notaleg. Hún talaði enskuna hárrétt, en hún hafði einnig, að þvi er Duncan hafði sagt Quentin, verið í heimavistarskóla i Englandi. „Þvaður!" Hann ræskti sig óþarflega hátt. „Frú Dejevic situr hér aðeins, til þess að þér séuð ekki einar.“ „Þetta er svei mér hlægilegt," sagði hún og rak upp stuttan kuldahlátur, sem nísti mann inn

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.