Vikan


Vikan - 07.06.1951, Síða 10

Vikan - 07.06.1951, Síða 10
10 VIKAN, nr. 22, 1951 IMÝTT bílabón Úr „Reader’s Digest“ eftir J. D. Ratcliff. r . ...... • H EIM - Matseðillinn Fiskur á fati: 1—iy2 kg. fiskur; 2 tsk. salt; Vi tsk. pipar; 4 msk. brauð- mylsna; 150 gr. smjörlíki. Fiskurinn er þveginn, flattur og roðflettur og öll bein tekin úr hon- um. Fatið er smurt innan með smjör- líki. Brauðmylsnu og pipar blandað saman og ca. % af því stráð á fatið. Fiskurinn annaðhvort skorinn í stykki og raðað á fatið. Salti stráð yfir fiskinn og því sem eftir er af brauðmylsnunni þar ofan á. Smjör- líkið er látið í smábitum hingað og þangað yfir fiskinn. Fatið látið inn í heitan ofn og bakað ca. % klst., eða þar til fiskurinn er brúnn að ofan. Borið fram með soðnum kartöflum og hrærðu smjöri. (Ath. Fatið verður að vera eldfast). Hrísmjölssúpa: 1 I. mjólk; y2 1. vatn; 60 gr. hrísmjöl; 1 tsk. salt. Hrísmjölið hrært út í köldu vatni. Mjólkin sett í pott og hituð, þegar sýður er hrísmjölsjafningnum bætt út í og hrært unz sýður. Soðiö við hæg- an eld í 15—20 mín. og hrært í öðru hvoru. Salt látið í eftir bragði. Borð- að með kanel og sykri. Gott er að hafa rúsínur í súpuna, og eru þær soðnar með siðustu tíu mínúturnar. Gulrótamarmelaðe: y2 kg. skornar gulrætur; 575 gr. sykur; % 1. vatn; 2 sítrónur. Bezt er að gulræturnar séu langar. í>ær eru þvegnar, skafnar og skorn- ar í mjög þunnar sneiðar, sem eru síðan skornar í þunnar ræmur. y2 kg. af þessum ræmum er látið í gata- sigti og klútur lagður yfir og sett yfir gufu í 20 min. þá eru ræmurnar soðnar i vatni i 5 mín. Vatn og syk- ur soðið saman, froðan tekin vel af, og sítrónusafanum blandað þar sam- an við. Sitrónuhýðið er skorið mjög smátt og það látið ásamt gulrótunum út í sykurlöginn og soðið í 20 mín. — Þetta er hægt að geyma um stundarsakir, en ekki mjög lengi. Sitt af hverju: Á bak við færan mann standa ávalt aðrir færir menn. (Kínverskur málsháttur). I T "I 1. stúdent: Hvaða mánaðardagur er í dag? s= Faðirinn segir við drenginn sinn, sem í fyrsta sinn hefur farið i skóla; ,,Segðu mér, hvað þú lærðir. Drengurinn: ,,Við lærðum ekkert, ILIÐ • Tízkumynd Þessi snotri kvöldkjóll er teiknað- ur af bandaríska tízkuteiknaránum Adele Smipson. Kjóllinn er úr drop- óttu, stifu silki. Pilsið er tvöfalt og styttra að framan. pabbi. Kennarinn kann ekkert. Hann var alltaf að spyrja okkur.“ * Sígildar bókmenntir er það sem all langar til að hafa lesið, en engan langar til að lesa. (Mark Twaín). ; ! ! Kurteis maður er sá, sem af á- huga hlustar á annan mann tala af vanþekkingu um atriði, sem hann sjálfur hefur þekkingu á. Avieríska tímaritið Reader’s Digest birtir öðrn hverju smágreinar undir sameiginlegu lieiti: „Consumer Re- port“ (Skýrsla handa neytendum), og er eftirfarandi klausa í lok hverrar greinar: „Neytendaskýrsla Reader’s Digest er birt með hagsmuni almennings fyrir augum. Seljendur og framleiðeyidur vara, sem getið er í Reader’s Digest, hafa ekki leyfi til að nota þessar greinar á neinn liátt í auglýsingaskyni“. Hér fer á eftir em af pessum greinum. Flestir bóna bílana sína sjálfir og fá að launum bakverk og harðsperr- ur. Nýtt bón, sem nefnist „Car Plate“, getur útrýmt þessum „fylgi- kvillum“. Það er fljótandi bón, sem hægt er að bera á bílinn á átta mín- útum. Það myndar hvítleita húð, sem hverfur ef strokið er ósköp létt yfir hana með klút, en eftir verður hörð, gljáandi húð, sem endist í tvo til sex mánuði, eftir þvi hvernig meðferð bíllinn fær. Önnur umferðin tekur ekki meira en 12 míntúur, og er því alls 20 minútna verka að bóna bíl- inn. Bónið hlífir lakkinu, og er eins og hann sé nýlakkaður eftir að það hefur verið borið á. Miklu siður er þörf á að þvo bílinn, því að laust ryk og skít má þurrka af með þurr- um klút af hinni hörðu gljáhúð, sem bónið myndar. Ein dós af Car Plate nægir á tvo bíla og kostar hún einn dollara. Car Plate er árangurinn af fimm ára rannsóknarstarfi efnafræðinga hjá S. C. Johnsons & Sons, Inc. í Wisconsin, sem eru mestu bónfram- leiðendur í heimi. Það er sambland af náttúruvaxi og gervivaxi í sérstöku upplausnarefni. Endingarbeztu bóntegundir af eldri gerðum eru þau, sem eru í föstu formi. Þau gefa fallegan og ending- argóðan gljáa, en mjög erfitt er að bóna með þeim. Eftir að þau hafa verið boi'in á bílinn þai'f að nudda hann í minnsta kosti tvo tima til að fá fallegan gljáa. Margir nota olíu til að gefa bilnum fallegan gljáa, en það er skammgóður vermir, því að liún þvæst af við fyrstu rigning- una. Árum saman hafa efnafræðingar reynt að búa til auðnotað, fljótandi bilabón — líkt og það sem notað er á gólf og húsgögn. Fljótandi gólfbón er ónothæft á bíla, áferðin verður blettótt. Efnafræðingar vissu, 'að engin ein bóntegund hafði alla þá eiginleika, sem bílabón þarf að hafa. Blanda af mörgum vaxtegundum var helzt líkleg til árangurs. Efnafræðingar Johnsons reyndu allt í allt þúsund blöndur af þeim ótölulega fjölda gervi- og náttúr- legra vaxtegunda, sem til eru. Þær fáu tegundir, sem stóðust strangt próf innanhúss, voru reyndar úti. Fæstar þoldu veðrun, urðu ýmist skýjaðar eða blettóttar undan rigningu. Að lokum var aðeins ein blanda, sem tal- in var verðug frekari prófunar. Hún var skírð „Car Plate“, og prófið var í því fólgið, að hún var borin á 16 „bílahelminga“, þ. e. Car Plate var borið á hálfan bílinn en gamalreynt bílabón í föstu formi á hinn helming- inn til samanburðar. Prófa skyldi bæði áferðarfegurð og endingu. Care Plate gaf minnsta kosti eins fallegan gljáa og gamla bónið, sem tók tvo tíma að bóna með. Endingin reyndist einnig ágæt. Á bílum, sem alltaf voru hafðir úti var enn góð varnarhúð fyrir lakkið eftir tvo mán- uði, og enn lengur á bílum, sem hafð- ir voru í skúr á nóttunni. Þá var bónið sett á markaðinn í tveim borgum til að fá dóm bilaeig- enda. Ég hef talað við 100 bílaeigend- ur, sem hafa notað það og þeir ljúka allir upp einum munni um, að ekkert bón, sem þeir hafi notað, sé jafn- auðvelt í notkun og Car Plate. Einn þeirra, sem er einhentur, sagði: „Ég hefði aldrei trúað, að það gæti verið svona létt verk að bóna bíl.“ Reynsla min er sú sama. Ég var réttar 18 mínútur að bóna bílinn minn með Car Plate og hafði hann aldrei fyrr orðið jafngljáandi fagur. Tvennt ber að athuga þegar notað er Car Plate: Það má ekki bera það á í sterku sólskini. Ef það er gert þarf að nudda það mjög fast til að fá fallegan gljáa. Og það má heldur ekki bera það á blautan bílinn — ella verður hann flekkóttur. Ef bíllinn er bónaður með Car Plate á fárra mánaða fresti, heldur hann stöðugt hinum fagra gljáa sín- um. Hreinar léreftstuskur keyptar Steindórsprent h.f. ^ L j Gresoívent ræstiduft ★ ★ ★ Bezta og ódýrasta RÆSTIDUFTIÐ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.