Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 3, 1952 PÓSTURINN Kæra Vika! Viltu nú vera svo góð, að birta fyrir mig mynd af Susan Hayward. Hvernig er skrift- in? Erla. Svar: Susan Hay- ward er amerísk, fædd 1924 i Brook- lyn. Framan af var hún kjóla- teiknari en gekk 3iðan í leikskóla og lék þar fáein hlutverk á sviði. Því næst fór hún Susan Hayward að leika í kvik- myndum. Gjarnast leikur hún frífiar stúlkur, spilltar að Sálarlífi, og eigingirni túlkar hún oft ágætlega vel. Skriftin er snotur. Kæra Vika. Viltu vera svo góð að svara fyrir mig nokkrum spurningum: 1. Er flugskóli hér á Islandi og hvar þá? 2. Hver er aldurinn, sem maður verður að hafa til þess að komast í hann? 3. Hvað þarf að vera lengi í skól- anum til að ná flugréttindum ? 4. Hvað er kennslugjaldið hátt? Með fyrirfiram þakklæti. Nasi. Svar: Eftirfarandi upplýsingar fengum við hjá Karli Eiríkssyni flugmanni: 1. Flugskólinn Þytur h.f. starfar á Reykjavíkurflugvelli (við skýU nr. 2, símar 80880 og 2227). 2. Nemandi má taka 1. próf (ein- flug) 17 ára. A-próf (leyfist þá að fljúga með farþega og vörur án endurgjalds) má hann taka 18 ára. B-próf (atvinnuflugpróf) má hann taka 19 ára. 3. Menn méga fljúga einir (ein- flugpróf) eftir 8 tíma kennsluflug. A-próf mega þeir taka eftir 40 tíma. Atvinnuflugmenn verða þeir eftir 200 tima flug. 4. Kennslugjald undir A-próf er 180 krónur á tímann. Eftir A-próf kostar leigan á flugvélinni 150 kr. á tímann. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. Námskeið í bóklegum greinum hefst í skólanum kringum 15. jan. og stendur fram á vor. Þar mun verða kennt: flugeðlisfræði, siglinga- fræði, veðurfræði, gæzla og notkun flugvélahreyfla, mors o. fl. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Ingólfur M. Ingólfsson (stúlkur 15— 17 ára). Gunnar S. Kristjánsson (stúlkur 16 —18 ára) og Bragi Halldórsson (stúlkur 20—22 ára), allir til heimilis í Æðey, Isa- fjarðardjúpi. Guðjón Styrkársson (pilt eða stúlku 18—21árs), Tungu, Hörðudal, Dala- sýslu. Ríkarð Magnússon, Hrafn Jónsson og Magnús Guðmundsson (við stúlkur 16—20 ára, mynd fylgi), allir I Smíðaskólanum að Hólmi, Land- broti, V.-Skaftafellssýslu. Gylfi Hallvarðsson (við stúlku 15— 18 ára, mynd fylgi), Hrisateig 37, Reykjavík. 4MIHII.......miiiimimiiiimmimai iimmnmmmmimii ,,^ íslanrt — Norge j Störfum yfir Island | ;og Noreg, með sam- I böndum við Finnland, i Holland og víða um | | heim. Fjölda Norðmanna á öllum \ I aldri óska bréfaskipta við okkur. i i Ef þér óskið bréfavina, innanlands | 1 eða erlendis, þá skrifið til okkar i i Gegnum bréfin, getið þér eignast | | vini nær og fjær. = | BRÍUKIIillllUKlNN : IIUANDIA \ Pósthólf 1014, Reykjavík. = ''miuiauiiiiMiiiiiiiiiiiiiHinitHiiniiinniuiiii......umiiMi^ Nemendur Unglmgaskólans á Isafirði vetnriiui 1906—1907, FRÍMERKJASKIPTi Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnar H. Steingrimsson Nökkvavogi 25 — Reykjavík Aftari röð: Jón Guðmundsson, Fríða Torfadóttir, Asa Guðmundsdóttir, Lára Eðvarðardóttir, Sofía Thordarson, Þorbjörg Jónsdóttir, Sólveig Árna- dóttir, Egill Sandholt. — Fremri röð: Magnús Seheving Thorsteinsson, Sig- ríður Grímsdóttir, Asa Thordarson, Fanney Jóhannesdóttir. (Tvo nemend- ur vantar á myndina). Fyrstu nemendur G. 1., er luku landsprófi miðskóla, stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. W' '¦ 1 llL. & - Frá vinstri: Gunnlaugur Jónasson, Helgi S. Þórðarson, Þuríður Skeggja- dóttir, Arni Ingólfsson, Þorvarður Jónsson. FJÓRIR ÆTTLIÐIR Fjórir œttliðir: Jónas Jónsson, trésmíðameistari.Akureyri, og dóttir hans Emilía Jónasdóttir, leik- kona, og dætur hennar Svava og sonur hennar Guðmundur örn (iy2 árs) og Agústina og dóttir hennar Emilía Ingibjörg (2 mán.). Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.