Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 3, 1952 9 FRÉTTAMYNDIR William O. Douglas, dómari við bandaríska hæstaréttinn, spjallar við Stierryll Hallberg, 4 ára, sem er máttlaus að nokkru leyti af vóldum lömunarveikinnar. Dómar- inn, sem einnig hafði beðið skarð- an hlut fyrir lömunarveikinni, í æsku, þó að hann fengi bata, var gerður heiðursfélagi í samtökum mæðra gegn lömunarveikinni í New York. Brian Perrow, sjö ára gamall, afhendir koparpeninga, sem hann hefur safnað og fær seðla i stað- inn. Peningunum var veitt mót- taka i West End kirkju í New York. Mikill skortur hefur verið á koparmynt í Bandaríkjunum, og er nú hafin söfnun á henni, vegna þess að kopar er málmur, sem notaður er til hernaSar. Þessi mynd er af Michelle Farmer, 19 ára gamalli dóttur kvikmyndaleikonunnar Gloria Swanson, þar sem hún tekur á móti tilvonandi eiginmanni sinum í New York. Hann heitir Robert Amon og er franskur kvikmynda- framleiðandi. Hin íturvaxna Dixie, Preston, Long Beach, Kaliforníu, heldur & sigurmerkinu, sem voru verðlaun í hljómsveitasamkeppni, sem fór fram fyrir nokkru I Long Beach. 80 hljómsveitir frá 11 ríkjum tóku þátt í samkeppninni. Frank E. Osborn, borgarstjóri í Alameda í Kaliforníu kom á bemum langlínusamböndum í gegnum slma, svo að nú er hægt að hringja á stað langt í burtu án milligöngu simastúlku. Þetta mun verða tekið upp annarsstaðar, ef það reynist vel. Efri myndin er af W. A. Frylinck, símstjóra I Englandi, en þar var þessu kerfi komið á. Elmer Fisher er bandarískur uppgjafahermaður úr slðari heims- styrjöld. Hér sést hann meS 180-punda dádýr, sem hann skaut úr hjólastól slnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.