Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 3, 1952 Þekkið þér VETRABRAUTIIMA? Hún liggrur í boga yfir himin þveran eins og myndin að ofan sýnir. Nokkur hluti hennar er undir sjónhring og er sýnilegur andfætis á jörðinni. A miðri mynd er Norðurstjarnan. Vetrarbrautin umlykur alla þá stjarna- mergð, sem sést með berum augum og í sjónaukum. Svo sem 100 000 000 stjörnur eru þar á bak við hverja eina, sem sjást með berum augum. Á yztu mörkum hennar eru svonefnd kúlulagafjölstirni. Þau eru tengd henni líkt og tungl plánetum. Séu þau talin til Vetrarbrautar- innar, er kerfið allt svo sem 400 000 ljósár á breidd en miklu minna á þykkt. (Eitt ljósár er sú vegalengd, sem ljósið fer á einu ári, en hraði þess er 300.000 km. & sekúndu). Líklega er kerfið sveiplagað en erfitt er að dæma um lögun þess, því að vér erum innan í því. ¦— Utan Vetrarbrautar liggja stjarnpokurnar — hliðstæður eða systurkerfi hennar. Enginn veit tölu þeirra. Sú næsta Andrómeduþokan — sjá að ofan t. v. — er í nær 1000 000 ljósára f jarlægð. Hún ein er sýnileg berum augum — enda þekkt siðan í fornöld. — Myndin að neðan sýnir geysifagra fjarlægari stjarnþoku. Messier 104 heitir hún. — 1 stjarn- þokunum rennur blik stjarnamergðarinnar saman í eitt skínandi ljóshaf fjarlægðar vegna. — Einstaka stjörnur á stærri myndunum eru í Vetrarbraut- inni en bara fyrir ljósop sjónaukanna. — Hnökrarnir á efri myndinni eru kúlulaga fjölstirni í námunda við Andrómeduþokuna. A. M.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.