Vikan


Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 17.01.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 3, 1952 SAKAMALASAQA Ný framhaldssaga: eftírMlGNQN G. EBERHART 3 hennar og ýtti henni inn í stofuna — hann var snotur maður og brosti breitt, andlit hans lítið, háríð svart — hann ólgaði af lífsf jöri og sigur- gleði. ,,Sue," sagði hann, ,,ég hef leitað þín hvar- vetna — hvað hefur komið fyrir?" Fitz steig til Sue, svo að hann stóð á milli þeirra. „Ég var að segja Sue frá tilvísun kviðdóm- endanna," sagði hann. Það varð stutt þögn. Hundarnir hlupu um stof- una. Kamilla gekk til þeirra og brá regnkápunni af öxlum sér. „Það breytir engu," sagði hún. Dökk augu Jeds skutu gneistum. Hann hló. „Það breytir engu, Fitz," sagði hann. „Niður- staðan verður sú sama." Fitz þagði. Sue leit upp til hans og skildi rök þeirra svipleiftra, sem fóru um andlit hans. Hann brosti sefandi til hennar. Hann sá, að friðsældin, sem áður hafði ríkt í andliti hennar, hafði nú vikið fyrir örvæntingunni. Hann hvessti augun á Jed. „Ég skil," sagði Sue allt í einu skærum rómi, „við hvað kviðdómendurnir eiga. Nú hefur grun- urinn fallið . . ." hún dró röddina lítið eitt nið- ur.....á mig." 3. KAFLI. Jed steig í átt til hennar og hrópaði: „Sue, hvernig geturðu sagt slíkan þvætting? Hver hef- ur blásið þessu í brjóst þér . . ." hann leit ill- úðlega til Fitz. „Þú hefur gert það," sagði hann. ,,Þú hefur gert hana hrædda." Sue heyrði orð hans, en heyrði þau þó ekki. Dökkur skuggi færðist yfir augu Fitz, svipur hans var kviðinn. „Já, þú blést því mér í brjóst," sagði hún og orðin þvældust fyrir henni. „Þú reyndir að sanna mér það." Og um leið fann hún innra með sér, að þessi maður hefði reynzt henni betri hlíf í skruggu- veðrum undanfarinna daga en nokkur annar. Hann hafði óljóst grunað það, sem nú var orð- ið. Hversvegna hafði hún sjálf ekki eygt hætt- una? Enn skyldu málaferli hafin og kærunni heint gegn henni, hún skyldi kærð fyrir að hafa myrt konu, sem í augum dómsvaldsins virt- ist hafa verið elja hennar. Skyndilega varð albjart í stofunni. Kamilla hafði "gengið að teborðinu. Hún hlaut að hafa kveikt Ijósið. Hendur hennar voru stuttar og hvít- ar, með hárrauðum nöglum: hún færði til boll- ana á tebórðinu. Hár hennar var ljóst og mikið (Ernestína hafði þó verið enn hárprúðari). Varir hennar voru rjóðar. Hún sagði stillilega: „Eins og Jed segir, hlutu kviðdómendurnir að láta orð sín falla í þessa átt. Ekki gátu þeir sagt málinu lokið, þó að einn hinna grunuðu reyndist saklaus. Heyrðu Fitz — ég ætla að biðja Mamie að koma með meira te." Fitz kinkaði kolli. Það heyrðist skrjáf i silki, þegar Kamilla gekk yfir gólfið. Ef frá voru talin þau fáu skipti, sem hún settist á hestbak (hún trúði því statt og stöð- ugt, að fjörlegur reiðtúr hefði holl áhrif), hafði hún undanfarið gengið í svörtum kjólum allt frá því Ernestína lézt, og þá kjóla hafði Jed, mágur hennar, orðið að greiða. Ernestína var vita félaus, þegar hún gekk að eiga Jed. Kamilla var einnig lítið fjáð, og nú hafði hún ekki öðrum peningum til að dreifa en þeim, sem Jed gaf henni. Hún var grönn og kvikleg og aðlaðandi kona. Kjóll hennar var aðskorinn, viðhafnarlegur og fór vel. FORSAGA: Fyrir rétti í smábænum Bedford stendur Jed Baily, kærður fyrir morð á konu sinni, sem benti á hann sem morðingja sinn á dauðastund. Að þrem dögum liðnum er kveðinn upp dómur fyr- ir réttinum. Ákærandi heldur ræðu, seg- ist álíta fornvinu hinnar myrtu, Sue, með- seka, og staðhæfir, að Jed hafi viljað taka hana sér fyrir konu. Fitz, trúr vin- ur Sue, ekur henni heim til sín frá rétt- arhöldunum, skömmu áður en dómur var kveðinn upp. Þar biður hann hennar. En Sue segir óljósum orðum hún sé bund- in Jed . . . Jed er sýknaður og nokkru siðar kemur hann til þeirra ásamt Kam- illu, systur Ernstinu. Hún vissi, hvað við átti. Hún gekk að hnappnum og þrýsti á hann. 1 fasi hennar ríkti jafnvægi og sjálfsstjórn. Jed stóð með hendur i vösum, hreyfingarlaus og beindi þungbúnum augum til Fitz. Hann var í fötunum, sem hann hafði verið i, meðan á stóð málaferlunum, — þau virtust falla illa við vöxt hans, því að vanalega gekk hann í reiðföt- um. Ekki varð séð hann hefði neitt breytzt — annað hafði Sue sýnzt, þegar henni varð litið til hans í réttarsalnum, þar sem hann sat, hljóður, en ihugull, karlmannlegur. Áður hafði hann reyndar ætið verið útitekinn, en nú var andlit hans fölt eftir langa inniveru — í tugthúsinu. Svo gekk hann til Sue: það var eins og hann hefði tekið nýja ákvörðun. Hann tók skemil, bar til hennar og settist í hann. „Engum skal leyfast að ákæra þig, Sue. Þú hlýtur að skilja, að þá er mér að mæta. Fitz hefur komið þessari flugu í koll þér. Hann lang- ar til að gera þig hrædda. Þú ert meir en lítið ófyrirleitinn, Fitz. Mér þykir þetta heldur ill- gjarnt af þér." „Viljið þér færa okkur meira te, Mamie," sagði Fitz við Mamie, sem opnaði dyrnar rétt í þessu. Kamilla hafði lokið upp munni til að biðja Mamie þess sama, en nú lokaði hún honum aftur og stóð kyrr stutta stund litið eitt ráðvillt — síðan gekk hún að teborðimi. „Eg leitaði þín hvarvetna, Sue," sagði Jed. „Ég skyggndist um eftir þér í réttarsalnum, þeg- ar sýknunin var birt. Ég þóttist viss um þú vær- ir þar." ,,Eg bauð henni heim með mér," sagði Fitz þurrlega. Hann stóð við arinhornið. Nú sneri Jed höfðinu: hann var svartur að yfirsýn: „Hversvegna gerðir þú það?" „Mér þótti Sue hafa fengið nóg." „Nóg — nóg af hverju?" „Af að vera notuð sem verkfæri til lausnar þér," hugsaði Fitz, og minnstu munaði hann segði það. „Mér þótti hún hafa fengið nóg af réttar- höldunum og öllu, sem þeim fylgdi," sagði hann í glaðlegri tón. „Svo vissi ég þarna myndu koma ljósmyndarar .og blaðamenn, og hugsaði með mér henni yrði það einungis til leiðinda." Kamilla strauk hendi upp hnakka sér: hár hennar var uppsett og vafið í fléttu á kollinum. Sue flaug í 'hug, að aldrei hefði Kamilla greitt sér svona, fyrr en eftir lát Ernestinu: svona hefði Ernestina nefnilega ávallt greitt sér, og henni fór það afburða vel, sem og Kamillu núna: hún dró gyllta nál út og stakk henni aftur í hárið. „Já, ég hafði reglulega gaman að öllu umstang- inu. Það líktist einna helzt uppþoti. AlliV þyrpt- ust um Jed og föðmuðu hann að sér, slógu á axlir hans og kysstu hann. Ég held allir héraðs- búar hafi verið þarna. Svo voru myndir teknar. Blússljösin ætluðu hreint að blinda mig. Þeir báðu hann fyrst að standa svona, siðan hinsegin — sumir vildu ég væri með honum á myndinni . . ." hún hristi höfuðið og brosti. Rödd hennar var skær. „En það gat ég auðvitað ekki, þar sem Erne- stína var systir min," sagði Kamilla raunalega. Fitz leit til Kamillu. tTr svip hans varð ekkert lesið. Jed laut að Sue: „Sue, enn hefur þú ekki sýnt, að þú gleddist með mér. Allir aðrir hafa gert það. Samt langaði mig fyrst og fremst til að hitta þig." „Teið er tilbúið," sagði Fitz. „Ég held að Jed þurfi að fá sér einn lítinn," sagði Kamilla ísmeygilega. „Auminginn sá arni hefur ekki bragðað það síðan . . ." hún beit i vör sér og leit til Mamiear. „Eg held þér ættuð að færa honum vínglas." Mamie leit til Fitz spurnaraugum, og Fitz kinkaði kolli. Þá lagði hún frá sér tebakkann og gekk út. Kamilla hellti í bollanna. „Viltu ekki te, Fitz? Hérna, gerðu svo vel. Hvar varstu ann- ars, þegar ég hringdi? Við Jed litum inn til þess að biðja þig að koma með okkur, hin fóru strax niður í klúbbinn. Þetta verður auðvitað ekki nein veizla, við sitjum þarna bara í ró og röbbum saman. Veslings Jed'. Ekki getum við vakið Erne- stinu til lífsins, og ótrúlegt þykir mér, að hún vilji hann syrgi það, sem hann hefur ekki gert." Henni flaug í hug, að ef til vill væri einmitt það vilji Ernestínu. En þögnin var óbærileg og hún hélt áfram: „Aumingja Ernestina! En búið er það, sem búið er, segi ég alltaf. Og við verðum þó að lifa áfram, hvað sem öðru lið- ur. Hérna hefurðu sjússinn, Jed." Mamie kom inn i stofuna. Hún bar bakka, sem hún lagði hjá Fitz. Hann hellti i glas handa Jed og í annað handa sjálfum sér. Jed tók við glas- inu, hóf það upp og sagði með sigurbrosi á vör og leit til Sue: „Skál fyrir þér, ástin mín! og dirfsku þinni!" Fitz skellti glasinu niður á borðplötuna. „Jed, þú ættir að hætta að hugsa um sjálfan þig, og hugsa í staðinn um Sue, þó ekki væri nema stutta stund." Kamilla leit hann óttaaugum. Það dimmdi yfir Jed. „Hvaða grillur gengur þú eiginlega með í koll- inum, Fitz? Er það ætlun þín að spilla gleði minni ? Eg hef undanfarna mánuði setið í tugt- húsinu, og er nýsloppinn út, sýknaður. Eg ¦— ég vil fá að tala við Sue. Ég vil fá að tala við hana eina. Undanfarna mánuði hef ég aldrei getað tal- að við Sue í einrúmi. Eg kæri mig ekkert um vín, Fitz, og þvi siður um nærveru þína . . ." „Má ég benda þér á, að þú ert undir mínu þaki," sagði Fitz skyndilega. Rödd hans var hörS, en þó háðsk. Jed lét sem hann heyrði það ekki. Hann stóð á fætur. AUt í einu bar hann glasið upp að vörunum og saup drjúgum á. „Ég verð að fá að tala við Sue í næði," sagði hann, „og nú fer ég með hana heim til min, þar getum við verið í friði." „Hversvegna verðurðu að tala við hana?" spurði Fitz. „Hversvegna?" Jed leit á hann stórum aug- um. „Kemur þér annað í hug en ég ætli að gift- ast Sue eftir allt, sem á hana hefur dunið mín vegna?" „Fitz, stilltu þig!" Hundarnir spruttu á fætur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.