Vikan


Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 4, 1952 f—.. .......... • HEIIVIILie • ... ■ ......... Matseðillinn Þorskarúllur: 1 kg. smár þorskur eða ýsa, salt, kryddsíld, egg og brauðmylsna, smjör og V* 1. rjómi eða mjólk, hrærðar kartöflur. Fiskurinn er hreinsaður, flattur og skafinn úr roðinu. Skorinn þann- ig, að það myndast smá fiskgeirar. Salti stráð í fiskinn og hann látinn bíða um stund. Fiskgeirarnir eru þerraðir og á hvern er látinn krydd- síldarbiti. Geirunum er rúllað saman og þeim velt upp úr dósamjólk og brauðmylsnu. Þessum rúllum er rað- að þétt saman i smurt búðingsmót, þannig að rúllurnar standi upp á end- ann, á hverja rúilu er settur lítill smjörbiti. Látið inn í heitan ofn og steikt þar til það er brúnt. Þá er mjólkinni hellt yfir og það bakað við hægan hita í 15 mínútur. Borið inn í búðingsmóti og borðað með hrærð- um kartöflum. Brauðsúpa: 200—250 gr. rúgbrauð, 1% 1. vatn, 1 matsk. rúsínur, 2 sitrónu- sneiðar, 2—3 matsk. sykur, mjólk. Gott er að hagnýta sér brauðskorp- ur og annað gamalt brauð. Brauðið er brytjað og látið liggja í bleyti til næsta dags í vatninu, sem á að sjóða það í. Hakkað einu sinni í hakkavél. Látið í pott og soðið við hægan hita, þar til það er jafnt. Rúsínurnar eru þvegnar og soðnar með í síðustu 20 mínúturnar. Þá er sykur látinn í eft- ir vild. Sítrónusneiðarnar eru skorn- ar smátt og látnar út í. Borðað með mjólk eða þeyttum rjóma. HÚSRÁÐ Peigamentskerma er ágætt að þvo með vaskaskinni úr volgu vatni. Oiíumálaða veggi er bezt að þvo úr steinoliu, en það verður að þvo þá vel á eftir úr volgu vatni, og er ágætt að hafa örlítið af salmíaks- spíritus í því. Hrísm jölsgrautur: 160 gr. hrísmjöl, 1 1. mjólk, % 1. vatn, 1 tesk. salt, kanell og sykur, saftblanda. Hrísmjölið hrært út í vatnið. Þeg- ar mjólkin sýður, er hrísmjölsjafn- ingnum hrært út í. Hrært í þar til sýður aftur, soðið í 15 mín. Salt látið í eftir smekk. Borðað með kanel og sykri og saftblöndu. TÍZKUMYND Kjóll úr þunnu grænu ullarefni. Barmurinn er hnepptur þannig, að hann liggur á ská út á öxlina og pilsið. Stórir lakkhnappar prýða kjól- inn. Ermarnar eru ísettar með upp- slögum. PÓSTURINN Framhald af bls. 2. Hér fér á eftir kafli úr bókinni, Föt og fegurð, sem Bókfellsútgáfan gaf út árið 1950: ,,Ein bezta leiðin til að halda hár- inu og hársverðinum I góðu lagi, er að bursta það. Vitanlega verður að gera það daglega og eftir settum reglum. Þér hafið eflaust heyrt sagt, að það eigi að vera 10 strokur með burstanum á dag. Þegar þér burstið hárið, skuluð þér ávallt gera það upp frá hársverðinum og fram á við. Það er líka ágætt að beygja sig áfram, alveg frá mitti, meðan þér burstið hárið. Skiptið hárinu í jafna hluta og burstið hvern. þeirra með mjúk- um strokum, sem örva fitukirtlana, taka ryk og óhreinindi úr hárinu og fiösuskán úr hársverðinum. Það er líka ágætt að nudda hársvörðinn með fmgurgómunum með mjúkum hreyf- ingum, sem hreyfa sjálfan hársvörð- inni . . . bráðnauðsynlegt er að halda hárgreiðunni og burstanum tandur- hreinum. Þér ættuð alltaf að þvo greiðuna og burstann um leið og hár- ið er þvegið og jafnvel oftar.“ 2. Okkur finnst þú alls ekki of lítil eftir aldri. Við höfum ekki töflu yfir likamsþyngd fólks undir 16 ára aidri, en þar sem þú ert á sextánda árinu, hefur þú ef til vill gaman af að vita, hve þung 16 ára stúlka, á hæð við þig, ætti að vera, en þyngd hennar á að vera um það bil 58 kg. 3. Próf frá héraðsskóla eða gagn- fræðaskóla nægir. 4. Skriftin er ekki falleg, en það er gott að lesa hana. ii ■ i ■ ■ ■ ■ ■ ■ ii 1111 ■■ 111 ■ iii ii i m ii! ii 11 (i,,,, i, i,,,,,,,, m ii 11 ii imm 11111 ii i (! iii, i iiii ii i ii, iiiimm nm,,,!!! i, i a 11 n i n i iii 111111 ii iim tisi uj ORÐSENDING: ^ Tízkublaðið Clip óskar eftir að komast í samband við framtaksamar konur víðsvegar á landinu, (þar sem blaðið er ekki þegar til sölu), er vilja gegn umboðslaunum taka að sér dreifingu blaðsins. Framboð ásamt nokkrum upplýsingum um stað- hætti óskast sent til afgreiðslu blaðsins. TÍZKUBLAÐIÐ flSP Laugaveg 10, — Reykjavík. Gigolo og gigolette. Framhald af bls. 7. virtust hafa tapað allri löngun til að dansa við laglega stráka. Þeim dögum f jölgaði, að Syd vann sér ekki einu sinni fyrir vínstaupi, og oftar en einu sinni sá asfeit kerling, víst tonn að þyngd aumur á honum og gaf honum tíu franka. En útgjöld hans lækkuðu ekki, þvf að alltaf varð hann að ganga jafnvel tii fara. Og hann þurfti að greiða leigu á herbergi og mat sinn daglega. Þá hitti hann Stellu. Það var í Evian, og sam- kvæmistíminn hafði verið fyrir neðan allar hell- ur. Hún kenndi sund. Hún var áströlsk og stakk sér ljómandi fallega. Hún hafði sýningu alla morgna og líka um miðjan dag. Á kvöldin var hún fengin til að dansa í hótelinu. Þau snæddu saman við lítið borð í matsölunni, langt frá öðru fólki, og þegar hljómsveitin byrjaði að leika, dönsuðu þau til örfunar fyrir aðra gesti. En oft á tíðum lét enginn þeirra örfast, og þá dönsuðu þau ein. Svo urðu þau ástfangin hvort af öðru, og undir lok samkvæmistimans giftu þau sig. Þau höfðu aldrei iðrast þess. Síðar áttu þau oft erfitt uppdráttar. Og af fjárhagsástæðum leyndu þau giftingunni (rosknar konur kunnu illa við að dansa við gfitan mann, þegar eiginkonan var kannski nærstödd). Það var erfitt fyrir þau að fá stöðu á hóteli bæði í senn, og Syd innvann sér ekki nógu mikið, þó að kröfurnar væru ekki háar, til þess að Stella gæti hætt að vinna. En fyrir gigoloa var ekkert að gera. Þau héldu til Parísar og æfðu dansþátt, en samkeppnin var geigvænleg og mjög erfitt að komast á kabarett- sýningar. Stella var lipur í dansi, en nú snerist hugur fólks sífellt meir að fimleikum, og hvað mikið sem þau æfðu sig, tókst henni aldrei nógu vel upp. Þau voru vinnulaus þrjár vikur sam- fleytt. Armbandsúr Syds, sígarettuveski hans úr gulli og platinuhringur, allt þetta hvarf í gin veðlánarans. Að lokum höfnuðu þau í Nissu. Þar þrengdi svo að þeim, að Syd varð að fara með smokinginn sinn til veðlánarans. Það var hámark eymdarinnar. Þau neyddust til að taka þátt í maraþondansi, sem framtakssamur hótel- stjóri efndi til. Allar tuttugú og fjórar stundir dægursins dönsuðu þau, hvíldu sig í kortér á hverri klukkustund. Það var hræðilegt. Þau verkjaði í kálfana, iljar þeirra urðu dofnar. Langan tíma vissu þau ekki, hvað þau gerðu. Þau héldu aðeins taktinum og leituðust við að reyna sem minnst á sig. Þau fengu lítið fyrir, einhverjir réttu að þeim nokkur hundruð franka í viðlögum til að stæla í þeim kjarkinn, og stund- um efndu þau til danssýningar til þess að vekja á sér frekari athygli. Það gat fært þeim álit- Framhald á bls. 14. (

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.