Vikan


Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 4, 1952 komu með réttina að dyrunum. Áki prins var vonleysislegur og afundinn við Aribert. Daginn áður hafði Áki prins hótað sjálfsmorði í örvænt- ingu sinni, þegar útséð var um lánið hjá Deví Sampsyni, en þá bað Aribert hann að gefa sér drengskaparheit um að gera það ekki. „Hvaða vín má bjóða yðar hátign ?“ spurði Hans gamli mjúkmáll, þegar súpunni var lokið. „Sérrí,“ sagði Áki prins stuttlega. „Og rómaní konti á eftir?“ spurði Hans. Ari- bert snöggleit upp. „Nei, ekki i kvöld. Ég ætla að reyna silleri í kvöld,“ sagði Áki prins. „Nei, annars, ég held ég fái rómani konti, Hans,“ sagði hann svo. „Mér finnst það betra en kampavin." Hið fræga og óviðjafnanlega búrgunzka vin var fram borið í umbúðum. Hans gamli tók létti- lega eina flösku af sérríi skrúfaði af lokið í mikl- um flýti, dró úr tappann, kom siðan með flösk- una að borðinu. Áki kinkaði kolli, og sagði hon- um að leggja hana niður. Aribert horfði á Hans fullur eftirvæntingar. Hann gat ekki trúað því, að Hans sæti á svikráðum, en samt höfðu orð Rakksolls grafið um sig í huga hans. Nú muldr- aði Áki prins: „Aribert, ég tek aftur heit mitt. Heyrirðu það, ég tek aftur heit mitt.“ „Aribert hristi höfuðið í ákafa, en leit samt ekki af Hans. Öldungurinn dustaði lítið eitt af stútnum með handþurrkunni, hellti síðan rómaní konti í glösin. Aribert nötraði frá hvirfli til ylja. Áki hóf upp glasið og hélt því upp að ljósinu. „Drekktu það ekki,“ sagði Aribert hljóðlega. „Það er eitur í því.“ „Eitur!“ hrópaði Áki. „Eitur, herra minn!“ hrópaði Hans gamli, bæði í senn einbeittur og undrun lostinn. Þvi næst greip hann glasið. „Óhugsandi, herra minn. Ég opnaði flöskuna sjálfur. Enginn annar hefur snert við henni, og tappinn var vel fastur í.“ „Hún er samt eitruð,“ sagði Aribert. „Ég bið yðar hátign að afsaka mig, öldung- inn,“ sagði Hans, „en að segja að eitur sé í þess- ari flösku, er það sama og að ákæra mig fyrir morð. Ég skal sanna ykkur, að hún er ekki eitr- uð. Ég drekk úr henni." Hann bar glasið að titrandi vörunum. Nú þótti Aribert augljóst, að Hans gamli var ekki í vit- orði með Sjúls. Hann spratt upp af stólnum og sló glasið úr höndum hans. Það féll með lágu, malandi brothljóði á borðröndina, sum brotin dreifðust yfir á borðið, önnur féllu niður á gólf. Prinsinn og þjónninn horfðust í augu í lamandi og voveiflegri þögn. Það heyrðist lágur dynkur, og Aribert leit til hliðar. Áki hafði fallið fram yfir sig og hneig nú slyttilega yfir vinstra stól- arminn; handleggir hans hengu máttleysislega niður; augun voru lokuð; hann var í öngviti. „Hans!“ másaði Aribert. „Hans! Hvernig stend- ur á þessu?" 25. KAFLI. Gufubáturinn. Það bragð Tomma Jakobssonar að taka flótt- ann frá hótelinu í gufubáti var bráðsnjallt, svo langt sem það náði, en Theodór Rakksoll áleit samt, að á því mætti finna ýmsar veilur. Theo- dór Rakksoll sá, að nú hafði hann í höndum sér mjög svo áreiðanlegan leiðarhnoðra í leitinni að þjóninum fyrverandi í Babílonshóteli. Og þetta gladdi hann mikið. Hann þekkti ekkert til Lund- únai'hafnar en svo vel vildi til, að hann þekkti út í æsar höfnina í Nýju Jórvík, sem var miklu óreglulegri, þó að minni væri, og hann þóttist viss um, að þar yrði ekki svo erfitt að hafa upp á gufubát Sjúls. Þeir, sem þekkja vel Temsá og dokkirnar frá Lundúnarbrú til Greifsenda, sjá ekki annað en óskaplegan urmul af skipum, þar sem auðvelt mundi vera að leyna þrimastra gufubát. Þeim mundi þykja álíka fáránlegt að leita að smábát á Temsá og að ætla sér að finna nál í heysátu. En sannreyndin er sú, að hundruð manna milli Bryggju heilagrar Katrínar og Blakksvoll þekkja Temsá jafnvel og húseig- endur í úthverfunum þekkja garðinn sinn. Þessir menn þekkja þúsundir skipa með nafni úr hálfrar mílu fjarlægð og kannast við alla skipstjórana og vélamennina, stýrimennina, alla löggiltu ræð- arana og ólöggiltu þorparana, frá Tóver til Greifsenda, og miklu fleiri. Þessir menn veita athygli hverri minnstu breytingu, sem verður við ána — smákæna skiptir ekki um eigendur án þeirra vitundar og án þess þeir spjalli um það i sinn hóp, hvað hún hafi kostað og hvað eigandinn nýi ætli sér með hana. Þeir fylgjast með því, sem fram fer á ánni vegna ánægjunn- ar einnar, og þeir rabba um allt, líkt og kerling- arnar, þegar þeir setjast út á kofaþrepin á kvöld- in. Ef fyrsti stýrimaður er rekinn af einhverju skipi, þá geta þeir tjáð manni, hvað hann sagði við skipstjórann, hvað kallinn sagði við hann og hvað þeir báðir sögðu fyrir dómstólunum, og þeg- ar því er lokið, eiga þeir til með að snúa talinu skyndilega að því, hvort Billi Stefáns sökkti byrðingnum sinum af ásettu ráði eða ekki. Theodór Rakksoll treysti sér ekki til að þekkja aftur gufubátinn, sem Tommi Jakobsson flýði á. Þetta var rétt upp úr miðnættinu, himinninn skýjaður, og auk þess hvíldi létt þoka yfir ánni. Hann hafði þó séð, að báturinn var frekar lág- ur, um sextiu fet að lengd og líklega tjargað- ur. Um nóttina hafði hann gát á öllum bát- um, sem fóru upp ána, og um morguninn fékk hann annan mann á vörð, sem lét hann alltaf vita, þegar gufubátur hélt uppstreymis. Upp úr nóninu, þegar hann hafði talað við Aribert prins, leigði hann sér róðrarbát og reri niður ána allt að Tollhúsinu og rýndi í allar áttir, en gat ekki komið auga á neinn bát, sem líkzt gæti þeim, sem hann leitaði að. Hann þóttist þess vegna viss um, að gufubáturinn lægi einhversstaðar fyrir neðan Tollhúsið. Hann lenti við bryggju hjá Tollhúsinu og spurði um yfirmann hafnargæzl- unnar -— hann var næstur að tign hafnarstjór- anum — og með honum hafði Rakksoll einu sinni skemmt sér i Nýju Jórvik og auk þess hitt hann hjá tryggingarfélagi í Lundúnum. Rakksoll átti langt samtal við yfirmanninn, og varð að beita öllum sínum sannfæringarkrafti, en að end- ingu hringdi yfirmaðurinn bjöllunni. „Segið Heisell að tala við mig,“ sagði yfir- maðurinn við drenginn, sem inn kom, því næst sneri hann sér aftur að Rakksoll: „Ég leyfi mér að endurtaka það, kæri Rakksoll, að þetta verð- ur algerlega utan míns starfshrings." „Vitaskuld," sagði Rakksoll. Heisell kom inn. Hann var um þrítugsaldur, andlitið fölt, en viðkunnanlegt. Hann hafði jarpt yfirvararskegg og frekar snoturt hökuskegg. „Heisell," sagði yfirmaður hafnargæzlunnar, „leyfðu mig að kynna þig fyrir Theodóri Rakksoll. Heisell vinnur einungis úti við — hann er svokallaður eftirlitsmaður. Hann verður núna á næturvakt. Hann hefur bát á ánni og nokkra menn, og hefur heimild til að fara um borð í hvert eitt skip og athuga sem vill. Heisell og mannskapur hans þekkja Temsá út og inn héð- an og upp að Greifsenda." „Gleður mig að kynnast yður, herra,“ sagði Rakksoll alþýðlega. Svo tókust þeir í hendur. Rakksoll veitti því athygli sér til mikillar gleði, að Heisell var maður einarður. „Jæja, Heisell," sagði yfirmaðurinn, „Rakltsoll vill fá þig í smá athugunarferð eftir ánni í kvöld. Ég gef þér frí i nótt. Ég sendi eftir þér bæði af því, að ég veit þú hefur gaman af þessu og svo af því, að ég held ég geti treyst þér til að koma vilja hans í kring utan starfshrings okkar og minnist ekki á það við nokkurn mann. Þú skilur það? Ég held ég megi segja þér þurfið ekki að iðrast þjónustunnar við Rakksoll." „O, ég skil,“ sagði Heisell og brosti lítillega. „Og ekki ætti að saka, þó að þú værir ein- lœnnisbúinn," sagði yfirmaðurinn. „Þetta er engu að síður utan okkar starfshrings. Skilurðu ?“ „Mikil ósköp,“ sagði Heisell. „I einkennisbún- ingnum hefði ég alltaf verið.“ Ofan til hægri: Kviksyndi er sambland af sandi og vatni. Það er þungi þessa samblands, sem dregur þig niður, ef þú lendir í sandbleytu. Neðan til vinstri: Síldin deyr næstum því undir eins og hún er komin á þurrt land. Neðan til hægri: Bráðlega munu menn raka sig með rakvélablöðum úr gleri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.