Vikan


Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 15

Vikan - 24.01.1952, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 4, 1952 15 María Skotadrottning. María Skotadrottning stendur flestum fyrir hugskotssjónum sem ung og fögur kona, á grimmdarlegan hátt dæmd til dauða af miskunnar- lausri, afbrýðisamri konu, Elisabetu Englandsdrottningu. En María hafði gert samsæri gegn Elísabetu í þvl skyni að steypa henni af stóli og líf- láta hana, en við þessum glæp lá dauðarefsing eins og enn þann dag í dag. María, dóttir Jakobs 5. Skota- konungs, fæddist 7. des. 1542. Faðir hennar dó skömmu eftir að hún fædd- ist, og á barnsaldri var María send til frönsku hirðarinnar. Þar hlaut hún þá beztu menntun, sem hægt var áð fá, og þar var hún alin upp I róm- versk-kaþólskri trú og heitin elzta syni Frakkakonungs. Þegar hann var 15 ára, og hún var 16 ára voru þau gift með mikilli viðhöfn i dómkirkj- unni í Reims. Eftir lát konungsins ári siðar, komust ungu hjónin til valda. Það var þá, sem ýmsar fyrir- ætlanir voru gerðar til að ná hásæti Englands. Eftir lát eiginmanns síns sneri María aftur heim til Skotlands. Hún gekk þar að eiga frænda sinn Henry Stúart, Darnley lávarð, en neitaði að veita honum konungsnafn. Hjóna- band þeirra var mjög misheppnað. Darnley, æstur af afbrýði í garð einkaritara og trúnaðarmanns Maríu, sem var Itali að nafni Rizzio, hafði látið drepa Italann. Þau sættust um stund er sonur þeirra fæddist 19. júní 1566, en næsta ár var hús nokkurt, þar sem Darnley lá rúmfastur, veikur af kúabólu, sprengt í loft upp á leyndardómsfullan hátt, meðan María var á dansleik. Það er álitið, að hann hafi verið varaður við hætt- unni, og hafi reynt að komast undan. Hann hafði fundizt látinn í húsagarð- inum. Það sannaðist aldrei, hvern þátt María hafði átt í þessu, en allir grunuðu ráðgjafa hennar, Bothwell jarl. Þremur mánuðum síðar .giftist hún Bothwell, og skozku aðalsmenn- irnir, sem lengi höfðu verið óánægð- jr, gerðu uppreisn. Þeir settust um Bothwellkastala, en María komst undan í karlmannsfötum. Samt sem áður var hún tekin höndum, henni var misþyrmt og ógnað dauða og neydd til að afsala sér völdum. Hún slapp úr fangelsinu með hjálp 16 ára gam- als skjaldsveins. Hún stofnaði her, sem brátt var sigraður, og þá flýði liún til Englands og fól sig miskunn Elísabetar drottningar. Henni var haldið í fangelsi það, sem eftir var ævinnar. Skömmu áður en Spán- verjar réðust á England, var hún fundin sek um samsæri gegn drottn- ingunni og tekin af lífi. Aftakan fór fram 8. feb. 1587. Svo er sagt, að María hafi klæðzt svörtum kjól, áður en hún fór til aftökunnar, og þegar hún var afklædd eftir aftökuna, kom í ljós, að hún var í skrautlegum, rauð- um undirkjól. Hún var skartkona fram í andlátið. Georg litli fór með bænir sínar mjög lágri röddu. ,,Ég heyri ekki til þín, vinur,“ sagði móðir hans. „Ég var ekki að tala við þig!“ sagði Georg ákveðinn. Vinningar hækka — Vinningum f jölgar — Verð miða óbreytt Söluveríl miða er 10 krónur, eiulurnýjun 10 krónur. — Ársmiði 60 krónur. ALLT HEILMIÐAR: 1. dráttur 5. febr. 246 vinningar. Hæsti vinningur kr. 50.000,00 2. dráttur 5. apr. 317 vinningar. Hæsti vinningur kr. 50.000,00 3. dráttur 5. júní 528 vinningar. Hæsti vinningur kr. 50.000,00 4. dráttur 5. ágúst 713 vinningar. Hæsti vinningur kr. 50.000,00 6. dráttur 5. okt. 1009 vinningar. Hæsti vinningur kr. 50.000,00 •. dráttur 5. des. 1221 vinningur. Hæsti vinningur kr. 150.000,00 Eins og sjá má af ofanritaðri skrá býður happdrættíð fram marga og geysi háa vhuiinga, sem lagt geta trygg- an grundvöll að fjárhag vi ðsldptamanna þess, sem stað- ið getnr ævilangt. Endumýið tímanlega. Kaupið nýja miða. Dregið í I. flokki 5. febrúar. Yngsti vistmaðurinn að Reykjalundi. Ekkert annað happdrætti hér á landi getur gefið vinninga að upphæð 400 þús ársmiða gegn 60 kr. gjaldi — Freistið gæfunnar í happdrætti SlBS. a emn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.