Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 6, 1952 11 Framhaldssaga: 20 Eftir ARNOLD BENNETT ÆaMehAéte/ið <SS&Si$&S&$SSS&S®fS&§$S&S®t?SSS&®®S&&S®$S®$S^^S®^S^ hár, þéttur á vellí og grimmur eins og þaul- æfður varðhundur. Hann bað dyravörðinn að biða úti fyrir svefnherbergisdyrunum, meðan hann færi inn með Sjúls. Hendur hans voru buridnar á bak aftur. Svefnherbergið var mjög svo sæmilegt, þó að finna mætti efalaust betri þjónsherbergi i fínustu hótelunum í Vest End. Húsgögnin voru: rúm, lítill klæðaskápur, lítið þvottaborö og snyrtiborð og tveir stólar. Það voru tvær uglur bak við dyrnar, ábreiða á rúm- inu og einhverjir skrautmunir á arinhillunni. 1 loftinu hékk ljósakróna. Glugginn var fremur smár, hátt frá gólfi. Herbergið var á efstu hæð — þeirri áttundu — og svimandi að horfa niður. Tuttugu fetum neðar var mjó sylla, svo sem fet á breidd; þremum fetum yfir glugganum var önnur sylla breiðari og litlu ofar var þak- brúnin, en hún varð samt ekki séð úr gluggan- um. Rakksoll athugaði allar aðstæður grand- gæfilega út um gluggann, ensagði svo við sjálf- an sig, að þarna kæmizt Sjúls ekki undan. Síðan skoðaði hann reykháfinn og sá, að gegnum reyk- opið gat enginn skriðið. Því næst kallaði hann á dyravörðinn, og sam- eiginlega bundu þeir Sjúls niður í rúmið, en feyfðu honum samt að liggja þægilega. Á meðan þagði bandinginn eins og steinn, brosti einungis öðru hvoru sneyptur: Að endingu bar Pvakksoll út úr herberginu skrautmunina, ábreiðuna, stól- ana og uglurnar. Því næst fóru þeir, hann og dyravörðurinn. Rakksoll aflæsti dyrunum og stakk lyklinum í rassvasann. „Þú skalt standa hér á verði," sagði hann við dyravörðinn, „í alla nótt. Þú getur setið á stóln- um þarna. Gættu þín að sofna ekki. Kallaðu óðar á mig, ef þú heyrir minnsta þrusk inni fyrir. Ég vil ekki, að þetta berist út meðal fólks- ins, skilurðu það. Og ég treysti þér, eins og þú getur treyst mér." „En þjónarnir sjá mig, þegar þeir koma á fætur í fyrramálið," sagði dyravörðurinn og brosti lítillega.. „Þá vilja þeir efalaust vita af hverju ég sit hér. Og hvað á ég að segja þeim?" „Hefurðu verið í hernum?" spurði Rakksoll. „Ég hef verið í þremur herdeildum, herra," svaraði öldungurinn af auðsæilegu stolti og benti á orðurnar á brjósti sér. „Hvað varstu vanur að segja, þegar þú stóðst á verði og einhvern óviðkomandi bar þar að?" „Ég bað hann venjulega að hypja sig," svaraði sá gamli ákveöinn. „Það skaltu þá líka gera í fyrramálið, ef nauð- synlegt er," sagði Rakksoll og fór. Klukkan var um eittleytið. Rakksoll gekk strax til hvílu, ekki í eigin rúmi, heldur í her- bergi uppi á sjöttu hæð. Hann svaf ekki lengi. Stuttu eftir dögun glaðvaknaði hann og fór að hugsa um Sjúls. Hann hlakkaði mjög til að heyra sögu Sjúls, og hann var ákveðinn að fá hann til að leysa frá skjóðunni, hvað sem það kostaði. Maður með geðslagi Rakksolls lifir ævinlega all- ur í nútíðinni, og um sexleytið, þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar skinu inn um gluggann, fór hann í fötin og hélt upp á áttundu hæð. Vörð- urinn sat kviklegur á stólnum, og hann reis á fætur og heilsaði, þegar hann sá herra sínn. „Hefur nokkuð skeð?" spurði Rakksoll. „Ekkert, herra." ,,Hvað sögðu þjónarnir?" „Sumir þeirra voru að koma á fætur fyrir nokkru. Einn þeirra spurði m'ig, hvað ég væri að / gera. Ég sagði honum ég væri að leita að hund- tík, sem hefði átt að gjóta í nótt og yður væri svo annt um." „Afbragð," sagði Rakksoll, opnaði dyrnar og . gekk inn í herbergið. Allt var. eins og hann hafði frá því gengið, nema að Sjúls hafði snúið sér við og lá nú á maganum. Hann leit hljóður upp og yggldi sig framan í milljónamæringinn. Rakksoll kastaði á hann kveðju, tók skamm- byssu upp úr rassvasanum og lagöi hana á szryrti- borðið. Því næst settist hann upp á snyrtiborðið við hlið byssunnar og dinglaði fótum svo sem tvo þumlunga frá gólfi. „Mig langar til að tala yið þig, Tommi," sagði hann. „Þú getur talað eins mikið og þú vilt," sagði Sjúls. „Ekki skal ég grípa fram í." „Mér þætti vænt um, ef þú vildir svara nokkr- um spurningum." „Það er annað mál," sagði Sjúls. „En ég segi ekki orð, meðan ég er svona þrælbundinn." „Ég vona, að þú verðir ekki með neina þver- móðsku," sagði Rakksoll. •Ég steinþegi, þangað til þú losar um böndin." „Ég skal leysa böndin af fótunum," sagði Rakksoll, „þá getur þú setzt upp. Þú skalt ekk- ert vera að kvarta yfir líðaninni, því að ég veit þér hefur liðið vel. Ég hef sýnt þér mikla um- ónnun. Gerðu svo vel!" Hann losaði um böndin á fótum hans. „Ég endurtek, að þú skalt ekki vera með neina þvermóðsku. Þú hlýtur að við- urkenna, að þú hefur beðið lægri hlut. Sam- "kvæmt því skaltu hegða þér. Ég var búinn að einsetja mér að ná í þig sjálfur, án lögreglunn- ar, og nú hefur mér tekizt það." ,,Þú hefur brotið lögin," urraði Sjúls. „Þú iðrast þess áður en lýkur. Þú hefðir átt að hafa vit til að láta mig afskiptalausan, leyfa lögregl- unni að fást við mig. Þeir hefðu mókt yfir þessu í eitt tvö ár og ekki gert neitt. Hver ætlar að segja lögreglunni frá þessu? Ætlar þú að gera það ? Ætlar þú að fara með mig til þeirra og segja, „Hérna kem ég með þrjótinn." Og svo getur þú ekkert sagt, þegar þeir biðja þig að skýra frá málavöxtum. Glæpur verður aldrei af- sakaður með öðrum glæpi, það sérð þú fyrr eða siðar." Með þessu dró Sjúls einmitt fram veilurnar í afstöðu Rakksolls, og sannarlega viðurkenndi Rakksoll þessar veilur líka og reyndi ekki að gera þær minni í sínum augum. Hann vissi, að hann varð að horfast í augu við þær. Samt lét hann ekkert á sér sjást. „Þrátt fyrir allt," sagði hann stillilega, „þrátt fyrir allt ert þú hér í mínum vörzlum. Þú hefur framið margvíslega glæpi, meðal annars morð. Þú ert gálgamatur. Og þú gerir þér það ljóst. Það er alls engin ástæða fyrir mig að kalla á lögregluna. Ég get upp á eigin spýtur komið þér fyrir eins og mér Hkar. Að vísu tek ég með því fram fyrir hendurnar á dómstólunum og ræni böðullinn ómakslaunum. Ég get farið með þig út héðan og hvert sem ég vil, rétt eins og ég kom með þig inn hingað. Fyrir fáeinum dögum leigðir þú eða stalst gufubát i Ostend. Ekki veit ég, hvað þú hefur af honum gert núna, enda skíptir það engu. En nú er ég líka búinn að fá mér gufubát. Auðvitað get ég notað hann til þess sama og þú ætlaðir að nota þinn. Ég gæti ósköp vel laumað þér um borð, siglt svo út á haf og beðið þig síðan einhvern kvöldtíma að stökkva fyrir borð. Annað eins hefur verið gert. Og annað eins mun verða gert síðar. Með þessu mundi ég losa þjóðfélagið við einn af alslungn- ustu þorpurunum." „En þetta gerir þú ekki," muldraði Sjúls. „Nei," sagði Rakksoll ákveðinn, „þetta geri ég ekki — ef þú verður mér auðsveipur. En ef þú sýnir mér einhverja þvermóðsku þá sver ég, að ekki skal ég hætta fyrr en þú ert dauður, hvort sem það verður með hjálp lögreglunnar eða án. Þú þekkir ekki Theodór Rakksoll." „Ég veit, að þér er alvara," sagði Sjúls með áköfum undrunarsvip, eins og hann hefði upp- götvað eitthvað stórfenglegt. „Það er gott," sagði Rakksoll. „Jæja, hlustaðu nú á mig. 1 skásta falli afhendi ég þig lögregl- unni. 1 versta falli geri ég út af við þig sjálfur. Hjá lögreglunni er hugsanlegt þú sleppir með svona tuttugu ára fangavist. En hjá mér er þér engrar miskunnar von. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga. Ég legg þig í hendúr lög- reglunnar, ef þú tekur þeim vel, en sniðgeng öll lög, ef þú tekur þeim illa. Og athugaðu það, að síðari kosturinn verður miklu hampaminni fyrir mig. Og þann kost mundi ég taka skilyrðislaust, ef ég virti þig ekki sakir gáfna þinna, ef ég dáðist ekki að þér leynilega sakir hæfileika þinna og snilli." „Þú álítur þá, að ég sé mikill hæfileikamað- ur?" sagði Sjúls. „Það segirðu satt, þvi að það er ég sannarlega. Og ég hefði staðizt þér snún- ing, ef hamingjan hefði verið mér hliðholl. Þú getur ekki þakkað hæfileikunum sigur þinn, held- ur einungis heppninni." „Þetta segja þeir sigruðu ævinlega. Englend- ingar unnu sigur við Voterlú af einberri heppni, en sigur unnu þeir engu að síöur." Sjúls yggldi sig. „Hvað viltu þá fá að vita?" spurði hann hæversklega. „Fyrst og fremst vil ég fá að vita, hverjir eru í vitorði með þér innan hótelsins." „Þeir eru engir," sagði Sjúls. „Rokkó var sá síðasti." „Vertu ekki að Ijúga að mér. Hvernig vissirðu þá, að þessi ákveðna flaska af rómaní konti yrði borin fyrir Áka prins?" „Þú hefur þá komizt að því i tlma?" sagði Sjúls. „Ég var hræddur uin það. En ég þarfn- aðist engra aðstoðarmanna. Flaskan var efst í klefanum, og auðvitað hlaut kjallaravórðurinn að taka hana. Til vonar og vara lét ég hana bera hærra en hinar flöskurnar." „Var það þá ekki af þínum völdum, að Höbb- arður varð skyndilega veikur kvöldið áður?" „Nei," sagði Sjúls, „ég vissi ekki annað en Höbbarður væri stálhraustur eins og venjulega." „Segðu mér þá," sagði Rakksoll „hvers vegna fórstu upphaflega að sækjast eftir lífi Áka prins?" „Ég sóttist alls ekki eftir lífi Áka prins," sagði Sjúls, „ekki fyrst í stað, að minnsta kosti. Ég tók einungis að mér að koma í veg fyrir Áki prins gæti átt viðtal við Leví Sampson innan ákveðins tíma. Það sýndist svo sem nógu einfalt. Ég hef áður tekið að mér miklu flóknari verk, og ég hélt mér mundi takast þetta með hjálp Rokkó og Em— og ungfrú Spensu." „Er hún gift þér?" „Hana langaði mikið til þess," hreytti hann út úr sér. „Vertu ekki að grípa fram í. Eg hafði lokið við allan undirbúning, þegar þú komst til hótelsins. Mér er sama, þó að ég segi þér það núna, en ég óttaðist þig frá því ég sá þig fyrst í anddyrinu, enda þótt ég gerði mér það tæplega ljóst þá. Nú þótti mér ráðlegra að flytjast yfir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.