Vikan


Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 07.02.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 6, 1952 Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Framhald af bls. 10. þeim, og þau drukku svalandi ísblöndu og ræddu um lögfræðileg efni. Steve var sagt, að þau væru enn í Evrópu. Sumarið leið. I ágúst mánuði vann Steve fyrstu málaferli sín fyrir rétti. Roger hrósaði honum, og sagði Lou, að hann væri mjög efnilegur. Áður en varði, var október gengínn í garð. . Lou tók nú fram mataruppskriftina frá Andy gamla og athugaði hana mjög vand- lega, síðan bauð hún Roger og Steve til miðdegisverðar, og þeir þáðu boðið með þökkum. Steve kom snemma. Lou var í eldhús- inu og var að fást við grænmetið. Ferskt, svalt haustloftið barst með Steve inn í stofuna, hann færði Lou yndislegan blóm- vönd. Hann setti blómin í vasa, og fór síð- an að blanda vínið. Hann var hressari í bragði — hann hafði fitnað, og þjáning- arsvipurinn í augum hans var horfinn. „En hvað kjóllinn þinn er fallegur," sagði hann. „Hvaða litur er þetta?" „Þetta er gulbrúnt, held ég." „Mér finnst gulbrúnt fallegt, reglulega yndislegt." „Þakka þér fyrir." „Hvernig lízt þér á, að ég búi til salatið?" Hún fékk honum salatskálina og allt, sem til þess þurfti, og hann tók til starfa. Klukkan hálf fimm kom Roger. Hann stóð í eldhúsdyrunum og fyllti næstum út í þær. „Þetta er falleg sjón," sagði Roger dimmri röddu. „Þetta er sennilega heimilisánægja, ef hún er til. Gefið þið mér eitt vínglas." Hann gekkað eldavél- inni og gægðist undir lokin. ,,Ég vona þín vegna, að þessi miðdegisverður sé góður, Lou." Hann fékk sér glas, hallaði sér upp að ísskápnum og horfði á Steve skafa gul- rætur. „Hvað er þetta?" sagði hann. „Ég held, að þú verðir að fá mér einhvern starfa, Lou." „Leggðu á borðið!" sagði Lou. „Dúkur- inn og silfurborðbúnaðurinn er í horn- skápnum í borðstofunni." Steve leit á Lou: „Mér finnst, að við ættum að gifta okkur, Lou," sagði hann rólega. „Við munum koma okkur vel saman." Hún fann greinilega slátt slagæðarinn- ar á hálsi sér. Hún leit af Steve á Rog- er — og sá brosið hverfa af andliti hans, hún hafði oft séð þennan manndrápssvip á honum í réttinum. „Ef til vill," sagði hún. „Og þó — ég hef aldrei sagt þér það, Steve, en ég er hræðilega gamaldags. Mér finnst, að fólk eigi að giftast af ást." „Jæja, ef þetta er ekki ást, þá er það að minnsta kosti ágæt eftirlíking." „Ekki nógu góð. Eg vil annaðhvort það ósvikna eða ekki neitt." „Afsakið," sagði Roger, „en ég fer nú að halda, að mér sé ofaukið." „Og auk þess," sagði Lou, „er ég tveim árum eldri en þú, Steve." „Segðu ekki svona vitleysu, ástin mín. Það, sem þú ktt við, er, að þú sért hrædd við aö giftast mér. Þú hefur fryst hjarta þitt, og nú ertu hrædd um, að það þiðni." „Þetta er ekki satt!" — „En .það er satt," hugsaði hún með sjálfri sér, „og Steve veit, að það er satt —" „Þú smeygir þér hjá aðalatriðinu, Lou," hélt Steve áfram. „Viltu giftast mér?"_ „Jæja," sagði Roger, „nú fer ég! Ég 609. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. tónverk. — 4. hrif- inn. —¦ 12. bókstafur. — 14. árheiti. — 15. flokks. — 17. leið. — 19. aldin. — 21. hvilu. — 22. ferðalag. — 24. kennd. — 26. þráður. — 27. steinn við eldstó. — 30. ys. — 32. þrír sérhljóð- ar. — 33. leyfist. — 34. eiginleiki. — 35. ríki í Asíu. — 36. hljóð. — 38. greinir. — 39. nægilegt. — 41. í húsi, ef. — 42. — í þrældómi. — 45. skammstöfun. — 46. ró, (forn ending). — 47. óbyggður. — 48. nár. — 49. himintunglum. — 51. frótt. — 53. drykkur. — 55. röskum. — • 57. heimskunnur stjórnmála- maður. — 58. rólegt líf. — 59. litur. Lóðrétt skýring: 1. undarlegar slóðir. — 2. lundernið. — 3. flýtir. — 5. afleiðslu- ending. — 6. mannsnafn. — 7. mannsnafn, þf. — 8. forskeyti. — 9. hljóöi. — 10. íbúa. — 11. nálægt. — 13. kynþáttur, þf. — 16. atkvæða- maður. — 18. lund. — 20. mannsnafn. — 23. tala. — 24. pörtunum. — 25. heimsfræg tryggingar- stofnun. — 28. kalsa. — 29. sagt um hest. — 31. hætti. — 33. jurtin. — 37. matur. — 40. óslægð. — 42. vogar. — 43. hljóð. — 44. stór maður. — 46. leyfi. — 48. hreyfing. — 49. er í sæti (forn ending).----50. ættarsetur. — 52. eyða. — 54. forskeyti. — 56. tónn. Lausn á 608. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. stór. — 4. speki. — 8. vala. — 12. kið. — 13. ger. — 14. nnn. — 15. fín. — 16. álar. — 18. Malan. — 20. vaka. — 21. lek. — 23. MlR. — 24. fer. — 26. flumbrari. — 30. Áka. —- 32. æfa. — 33. ala. — 34. tæk. — 36. skráð- ar. — 38. rimmuna. — 40. Imi. — 41. bit. — 42. kanasta. — 46. óhúsleg. — 49. agn. — 50. fór. — 51. fæð. — 52. ana. — 53. könnurnar. — 57. lát. — 58. fló. — 59. rím. — 62. agat. — 64. filma. — 66. kali. — 68. kák. — 69. sin. — 70. ask. — 71. kál. — 72. iðin. — 73. snæri. — 74. taða. Lóðrétt: 1. skál. — 2. til. — 3. óðal. — 4. sem. — 5. prammar. — 6. knarrar. — 7. inn. — 9. afar. — 10. lík. — 11. anar. — 17. ref. — 19. LlB. — 20. vei! — 22. klæðisföt. — 24. fram- búðar. — 25. akk. — 27. Ufa. — 28. Ali. — 29. væn. — 30. ásaka. — 31. arinn. — 34. tutla. — 35. karga. — 37. áma. — 39. mis. — 43. agi. —¦ 44. tón. — 45. Arnfinn. — 46. ófrómar. — 47. hæn. — 48. enn. — 53. kát. — 54. ull. — 55. rík. — 56. haki. — 57. Laki. — 60. maka. — 61. bila. — 63. gáð. — 64. fis. — 65. asi. — 67. láð. ætla að leggja á borðið." Hann fékk sér aftur í glas og fór út úr eldhúsinu. Lou drakk úr sínu glasi. Síðan sneri hún sér aftur að matnum. Steve kom til hennar og lagði hendurn- ar á axlir hennar. „Þessir síðustu mánuð- ir hafa verið dásamíegir, Lou," sagði hann innilega. „Þú hefur verið mér svo mikið, ástin mín." „Það hefur verið skemmtilegt, Steve." „Það hefur verið meira en skemmtilegt, og þú veizt það. Snúðu þér við, og horfðu á mig." Hún sneri sér við og leit á hann, og hann kyssti hár hennar: „Það hef ur aldrei verið ætlunin, að þú lifðir ein, Lou. Þú ert svo hlýleg og yndisleg og heillandi. Ég þarfnast þín svo mikið, ástin mín! Sérðu ekki, að ég elska þig?" Henni fannst hún stirðna í faðmi hans: „Ég hrædd," hugsaði hún, ,,ég er dauð- hrædd. Brennt barn forðast eldinn." „Ég get ekki gifzt þéi*, Steve," sagði hún. „Það kemur ekki til mála." „Jú, það getur þú, Lou, og þú skalt gera það!" Munnur hans leitaði vara hennar. „Nei,'/ hvíslaði hún, „nei, nei . . ." Hann tók fastar utan um hana. „Hlust- aðu á mig, ástin mín! Ég skal veita þér hamingju, það sver ég." Heitar varir hans kysstu varir hennar ofsalega. Hún hafði gleymt því, hvað hún þráði að vera elskuð. Hún fann til þeirrar nota- legu tilfinningar, sem fylgir því að finna sterka arma umlykja sig. Hún endurgall kossa hans ákaft og gleymdi í bili öllum ótta og öllum efa. Loks sleppti hann henni: „Hvenær ætl- ar þú að giftast mér, Lou?" „Ég veit það ekki." „Við skulum gifta okkur á gamlárs- kvöld. Með nýju ári byrjum við nýtt Iíf." „En ég held ekki, að--------" „Uss, ástin mín, ekki þetta." Hann vafði hana örmum enn á ný og kyssti hana innilega. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Þorgils Arason á Reykhólum, í Grettlu. Svör við „Veiztu — ?" á bls. 4: 1. Já. Hún vegur á að gizka 6,552,000,000,000 000,000,000 tonn. 2. Hún er eftir Káinn, Kristján N. Júlíus. 3. Það þýðir „byrjun flóðs", af að bresta. 4. Jacques Offenbach var franskur og uppi 1819—1880. 5. Danskur rithöfundur, fæddur 1907. Fyrsta bók hans „Guds Göglere" kom út 1928. 6. Stokköndin. Hún er 51—63 cm. að lengd. 7. ,,Við lofum þig, guð". Það er latína. 8. Að áliti hans er vanþekkingin orsök hina illa. Sá, sem veit rétt breytir rétt, og því er megin atriðið að vinna bug á vanþekking- unni. 9. 989 metrar. 10. Ameríku,mennirnir Smith og Arnold, frá 6. apríl til 28. sept. 1924. Þeir flugu í 73 áföngum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.