Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 7. 1952 PÓSTURINN * 1. Viltu birta fyrir mig' mynd af Joan Fontaine? Hún lék aðalhlut- verkið í myndinni „Rebekka". Er hún ekki systir Olivia de Havilland? Segðu mér eitthvað um þær. 2. Mig langar til að vita hverrar þjóðar píanóleikarinn José Iturbi er? Lilja. Svar: 1. Joan Fontaine er fædd 22. okt. 1917 í Tokíó. Hún er af ensku bergi brotin og er systir Olivia de Havilland. Rétt nafn hennar er Joan de Beauvoir de Havilland. Joan hvarf í fyrstunni í skugga hinnar vin- sælu systur sinnar og átti lengi nokk- uð erfitt með að vekja athygli kvik- myndaframleið- enda á leikhæfi- leikum sínum. Hún hlaut mikla viðurkenningu fyrir leik sinn i Rebekku, kvikmyndin er gerð eftir hinni frægu skáldsögu Daphne du Maurier. Joan lék hlutverk Lady de Winter. Hún hefur leikið marg- vísleg hlutverk og virðist vera mjög í'jölhæf. Hún heillar okkur með barnalegu sakleysi sínu í hlutverki Lady de Winter, sem á þó skilning ag þroska fullorðinnar konu, þegar á reynir. Joan hefur einnig tekizt vel í meðferð á hlutverkum, sem sýna ástleitnar, heimsvanar konur, og jafnvel glæpakvendi. Fáar stjörnur á himni kvikmynd- anna hafa lagt undir sig kvikmynda- heiminn jafn auðveldlega og fyrir- hafnarlítið og Olivia de Havilland. Hún fór fram á það við Max Rein- hardt, að hún fengi hlutverk í „Jóns- messunæturdraumi", og fékk um- syifalaust hlutverk Hermiu. Eftir það var leiðin greið til frægðar og frama. Hún er fædd í Tókió éins og syst- ir hennar, 16 júlí 1916. 2. José Iturbi er fæddur í Valencia á Spáni 28. nóv. 1895. Hann er slag- hörpuleikari og hljómsveitarstjóri. Hann lagði stund á tónlist við tón- listarskólann í Valencia og vann þar fyrstu verðlaun í slaghörpuleik 13 ára að aldri, 17 ára að aldri lauk hann prófi við tónlistarskólann í París; hann var nemandi Joaquin Malato í Barcelona; 1919—1923 dvaldist hann í Geneva og veitti for- stöðu þeirri deild tónlistarháskólans, sem slaghörpuleikur er kenndur við. Frægð hans hefur farið stöðugt vax- andi. Systir hans Amparo Iturbi er einn- ig mjög frægur slaghörpuleikari. ......................................■*"■■ \ Tímaritið SAMTÍÐIN j Flytur snjallar sögur, fróðlegar I greinar, bráðsmellnar skopsögur, : iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. = 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. | Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. | Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. = NmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiinW* Svar við bréfi frd „Stóra-Pétri, Litla- Pétri og mér“: Jæja, veslingarnir, ekki eru fram- tíðarhorfur ykkar sérlega bjartar. Algjörlega kvenmannslausir, þó að þið leggið ykkur í líma við að ná sem beztum árangri á þessu erfiða og hættulega starfssviði, smbr. snyrti- mennsku ykkar, sem er á merkilega háu menningarstigi, svo mjög, að furðu gegnir, hversu rýran ávöxt við- leitni ykkar ber. í>að er mjög vanda- samt að gefa góðar og gagnlegar ráðleggingar í þessum efnum, einkum þar sem eðli viðfangsefnisins getur verið afar mismunandi, sem sagt þið verðið alveg að haga sókn ykkar í samræmi við fórnardýrið. Annars er gagnslaust að „hafa á prjónunum" ákveðnar fyrirætlanir um að „slá sér upp“. Ef þið hafið löngun til að kynnast einhverri stúlku, þá er aðalatriðið að vera nógu snjall til að grípa rétta tækifærið. Þið verðið að reyna að temja ykkur glæsimennsku í fasi og útliti, örlæti en þó í hófi og prúðmennsku. Þið getið ekki búizt við, að steiktar gæsir Framhald á bls. 10. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Kristinn Björnsson (við stúlkur 17— 25 ára), Kotá, Akureyri. Erla Ragnars (við pilta 18—22 ára), Auður Jóns (við pilta 20—25 ára), Hulda Sverris (við pilta 19—24 ára), Dóra Guðmunds (við pilta 19—23 ára), Tea Sveins (við pilta 20—30 ára), Jóna Jóns (við pilta 20—30 ára), Hrund Hilmars (við pilta 19—25 ára), allar að húsmæðraskóla Suð- urlands, Laugarvatni. Þórður Kristófersson (pilt eða stúlku 18—20 ára), Garðastræti 3, Reykja- vík. Minnie Leósdóttri (við stúlkur eða pilta 17—25 ára), Hverfisgötu 11, Siglufirði. Geirlaug Egilsdóttir (við pilta og stúlkur 16—19. ára), Aðalgötu 11, Siglufirði. Guðrún Magnúsdóttir (við pilta og stúlkur 15—18 ára), Hvanneyrar- braut 44, Siglufirði. Anna Steinbjörnsdóttir (við pilta og stúlkur 15—18 ára) og Hulda Breiðfjörð Lárusdóttir (við pilta og stúlkur 14—19 ára), báðar í Skógaskóla, Austur-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu. ,^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII||IIIIIIIIIIIIIU> l■l■ll■■■■■l■■■■f11111111111 ísland — Norge i Störfum yfir Island 1 ^og Noreg, með sam- = ^böndum við Finnland, | Holland og víða um : I heim. Fjölda Norðmanna á ölluin | | aldri óska bréfaskipta við okkur. I í Ef þér óskið bréfavina, innanlands i : eða erlendis, þá skrifið til okkar : | Gegnum bréfin, getið þér eignast I | vini nær og fjær. br.éfak.iObburinn (IUANDIA | i Pósthólf 1014, Reykjavík. Halla Daníelsdóttir (við pilta og stúlkur 13—16 ára, hvar á landinu sem er), Hafnarstræti 84, Akur- eyri. Hugrún Kristinsdóttir (við pilta og stúlkur 17—20 ára, hvar á land- inu sem er), Hafnarstræti 84, Akureyri. Framh. á bls. 15. Sölumaður deyr endursýnt í Þjóðleikhúsinu. Fimmtudaginn 31. jan. siðastliðinn hóf Þjóðleikhúsið aftur sýningar á leikritinu Sölumaður deyr eftir Arthur Miller. Leikrit þetta var sýnt liðið vor við mikla hrifningu, en ekki gafsti þá tími til að sýna það svo oft sem skyldi. Var þess vegna horfið að því ráði að taka það upp aftur, og hygg ég að margir fagni því, bæði þeir sem sáu það í vor, en þó einkum hinir, sem sáu það ekki. Hlutverkaskipun er lítið eitt breytt. Jón Sigurbjörnsson lék Biff i vor, nú leikur hann Baldvin Halldórsson, en Viilhelm Norðfjörð leikur Howard, sem Haukur Óskarsson lék í vor. Leikrit þetta á afar brýnt erindi til allra. Enginn ætti að láta líða hjá að sjá það, því að hver sem slíkt gerði yrði að mun fátækari í andleg- um efnum, hann, drýgði þá synd sem er flestum ófyrirgefanlegri að loka eyrum fyrir rödd hrópandans, humma l'ram af sér fátítt tækifæri til að skír- ast i ægiátökum harmleiks. Því að þetta er mikill harmleikur. Ef til vill ekki meiri en ýmsir sem sézt hafa hér áður og þó meiri því að hann er okkur þeim mun auð- skilnari, sem efni hans stendur okk- ur nær. Það er sótt í fórur hvers- dagsmannsins, átök leikritsins eru þau sömu og' fram fara í hjörtum og heila margra um þessar mundir hinna miklu reikningsskila: leikritið er spjall um það hvort við eigum að halda áfram að keppa hvert við annað eða byrja á því að keppa við sjálf okkur. Ég held enginn hafi efni á að verða af því spjalli. I leikritinu er siðfræði samkeppn- innar sýnd í allri sinni nekt. Þetta var leikstjóranum digur hurðarás, en Indriði Waage reisir hann ekki sér um öxl. Hann stýrir leikritinu af röggsemd og smekk- vísi, ljóstækni er beitt. Auk þess leikur hann aðalhlutverkið, Willy Loman, af svo sannri prýði, að öll þakkarorð eru fyrir fram dæmd til óverðugleika. Raunar veit ég ekki, hvort rétt sé að tala ,,leik“ í þessu tilfelli. í þessu leikriti hófust fleiri yfir það „að leika“ en ég hef vitað til áður: þeir voru. Leikritið byrjar með þvi, að sölu- maðurinn Willy Loman kemur von- svikinn og sundurkraminn heim úr söluferð. Á herðum hans hvílir sú staðreynd, að hann er hættur að geta stundað starfið. Leikritið fjallar um það, hvernig hann reynir sleitulaust að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd. En ekki er einungis að sýnis- hornatöskurnar eru orðnar honum of- viða: synir hans tveir eru líka orðn- ir honum ofviða og húsið, sem hann hefur keypt við lífi sínu. Og þó hefur hann fylgt þeirri meginreglu „að verða ríkur“. Að lokum bugast hann, fremur sjálfsmorð. Og dauði hans er líka nokkurs konar kaup, líf sitt sel- ur hann fyrir tryggingarféð: hann spjallar um þau kaup við frænda sinn Ben, og þeir eru fyrirfram ásátt- ir um, að það séu mjög góð kaup, að selja líf sitt fyrir tryggingarféð. Og þegar við erum búin að deyja með Willy Loman rísum við upp úr þægilegum sætum með undarlegar hræringar fyrir brjósti, í ætt við þær sem grípa okkui' af afloknu verki sem okkur líkar mjög vel. Sömuleiðis minna þær okkur á sunnudaginn þegar við fórum i reiötúr inn á eyrar og ærsluðumst þar milli nóns og aftans. Þær hræringar eru einkenni þess að við höfum lifað stórfellda hluti: okkur hefur hlotnazt að bregða fingri á fald guðdómsins. Og út göngum við me'3 fingurinn gullinn. Ef til vill munu merki þeirrar gyll- ingar sjást jafnlengi og við þörfn- umst fingursins, allt fram að ragna- rökum lífs okkar. Sýningin var hnitmiðaðri, sterkari og áhrifameiri heldur en í vor þó að Howard skytist við nokkuð skakk- ur. Vonandi sjá allir sem tök hafa á sitt óvænta og eyði kvöldstund og tuttugu, þrjátíu krónum til að sjá af- bragðsleik þennan. E. E. H. Happy (Róbert Arnfinnsson) og Biff (Baldvin Halldórsson). IJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.