Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 7. 1952 Lítið œvintýri um ástina. Framhald af bls. ý. legu þunglyndi. En hún heyrði hann aldrei segja neitt, heyrði hann aldrei hlæja til dæmis, þvi að þegar hann hló, dró hann hláturinn niður i barm sér og lét hann síðan suða þar öllu lengur en venjulegt fólk mundi gera, — því að hann varð svo hláturmildur í seinni tíð. „Hvað hefur nú ungi maðurinn gert,“ hugsaði Goðdalur, og þar sem hann þráði mjög svarið, bar hann hendi að hjarta- stað. Fillis rétti upp hendi sína í svarsskyni, og það glitraði demantshringur á baug- fingrinum. ,,Ó, svo það er þá svona?“ hugsaði Goð- dalur, og vonbrigðin brugðu roða í vanga hans. Það er alltaf við það sama, þetta unga fólk. Það er fallegt; það giftist; það fer í burtu. Og árum síðar þekkir enginn þau aftur. Nú er öllu lokið. Tilveran sner- ist úr birtunni inn í skuggann. Goðdalur var rómantískur, en lítill raunsæismaður. Hann sá, að skjótur og óleysanlegur endi hafði bundizt á framstreymi hinna ósögðu orða. Aldrei framar mundi hann horfa á Fillis fara í bað, þiví að nú mundi hún ekki láta sig muna um að draga fyrir glugga- tjöldin, úr því að hún þekkti hann svona vel. Fegurðin hafði gist hann. Dag einn, á síðsumri ævinnar, hafði hún skyndilega knúð að dyrum. En brátt mundi hún hverfa burt aftur. Annaðhvort mundi Fillis flytja, eða einhver annar koma til hennar, einhver með pípu í túlanum og ósveigjanlegan vilja til að sídraga fyrir gluggatjöldin. Goðdalur tók upp úr vasa sínum stóran silkivasaklút og brá honum upp að augunum, og Fillis, hrærð til sam- úðar, sendi honum fingurkoss. Morgun einn sá Goðdalur sér til undr- unar, að gluggatjöldin handan við torgið voru dregin fyrir. Aldrei fyrr höfðu gluggatjöldin verið dregin fyrir, þegar hann vaknaði, og hann starði á tjöldin af djúpri hryggð, eins og telpa, sem horfir á brotin úr nýju brúðunni sinni. Og næstu fjóra daga voru tjöldin aldrei dregin frá. Ef til vill hafði Fillis farið, eða þá dáið. Og hann sá hana aldrei á torginu. „Einhverntíma verða tjöldin dregin frá aftur?" sagði hann við sjálfan sig og sett- ist við gluggann að morgni fjórða dags- ins, eins og hann væri á herverði. „Nú ætti hún að fara bráðum á fætur,“ hugsaði hann. „Ef hún er þá þarna . . . Ef hún er þá þarna ein? . . .“ Og hann satt kyrr á verðinum, eins og bænamaður í musteri, sem víkur ekki á burt, fyrr en guðirnir hafa svarað. Svo leið að kvöldi fimmta dagsins — það var sams konar dagur og spákonur hafa í huga, þegar þær segja: „Um leið og nýmáninn byrjar að velta vöngum, mun ævi þín taka nýja stefnu . . .“ Þá var tjöldunum skyndilega svipt til hliðar. Goðdalur fölnaði. Hann þekkti Fillis varla aftur. Gulleitt hár hennar var eins og þyrill, og augun blóðhlaupin. Hún hafði í hendi sér pappírstætlur, bréf. Æðisleg hnoðaði hún þeim í bolta og kastaði út á torgið. Goðdalur gerði afkáralega handahreyf- ingu, sem átti að tákna, að hann mundi flýta sér niður. En hún var fljótari á fæti en hann; áður en hann fékk svigrúm til að opna dyrnar, hafði hún hringt bjöllunni. ENDIR. 610. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. mynni. — 5. tetur. — 7. þagga niður í. — 11. skrokkur. — 13. á hrífu. — 15. undirbúa. 17. tímabil. — 20. mátt- ur. — 22. dreitill. — 23. húsdýra. — 24. ílát. — 25. óhreinka. — 26. bók- stafur. — 27. kven- mannsnafn. — 29. æða. — 30. útungun. — 31. fisk. — 34. án undan- tekningar. — 35. kramda. — .38. styrkja. — 39. í húsi. — 40. listamaður. — 44. manni látinnar konu. — 48. innmatur. — 49. forði mér. — 51. vana. — 53. greinir. — 54. renna. — 55. gróð- ur. — 57. gælunafn. — 58. skvettir. — 60. keyrðum. — 61. á fót- um, ef. — 62. almanak. — 64. sendiboði. — 65. eldur. — 67. gras. — 69. lyndiseinkunn. — 70. sterk. — 71. lengdareining. Lóörétt skýring: 2. dorga. — 3. ryk. — 4. op. — 6. röð. — 7. sár. — 8. einkennisbókstafir. — 9. vísa. — 10. kennd. — 12. bæjarnafn. — 13. spretta úr spori. — 14. annars. — 16. ganga. — 18. færa úr skorðum. —• 19. ekki þessum. — 21. merki. -— 26. bókstafur. — 28. þrír samstæðir. — 30. ís. —- 32. hluttakandi. — 33. ávö?ctur. — 34. dönsk eyja. — 36. æði. — 37. ögn. — 41. hvíldi. — 42. líffærið. — 43. afturgöngu. — 44. stórfljót — 45. hestar. — 46. vel. — 47. kveðja. — 50. verk- færi. —- 51. bein. — 52. kvarta undan. — 55. légarður. — 56. jötunn. — 59. hlutir samankomn- ir á einum stað. — 62. ílát. ■— 63. biblíunafn. — 66. tveir eins. — 68. velgju. Lausn a 609. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. íúga. — 4. hugfanginn. — 12. ess. Lóðrétt: 1. furðuvegir. — 2. geðfarið. — 3. asi. — 14. Leirá. — 15. riðils. — 17. inngangi. — 19. akarn. — 21. beð. -— 22. utanför. — 24. dulúð. — 26. vír. — 27. arinhella. — 30. eril. — 32. iio. — 33. má. — 34. gæði. — 35. Nepal. — 36. ym- ur. — 38. ið. — 39. nóg. — 41. dyra. — 42. ánauðugur. — 45. S.A.S. — 46. friðr. — 47. ónuminn. —* 48. hræ. — 49. sólum. — 51. víðles- ið. — 53. mungát. -— 55. rótum. — 57. Rau. — 58. kyrrðarlíf. — 59. grár. NORSKI KOKKURINN Framhald af hls. 3. borgina, og hann spýtti með viðhöfn á nokkurra skrefa fresti. En þegar ég var kominn í rúmið, hélt hann æfinlega út aftur og þrammaði snævi- þaktar göturnar fram til tvö eða þrjú um nótt- ina, eins og ógæfusöm, villuráfandi sál, og hugs- hugsaði hugsanir sínar, meðan heimurinn var í svefni. 35g minnist Bens gamla ævinlega glaður í huga. Skipið var fimm ára gamalt, en ógnar- vald sjávarins hafði þegar sett allt úr skorðum nema vélina, sem knúði skipið sífelldlega áfram. Hann treysti skipinu illa og sór að draga ekki skó af fótum sér fyrr en hann væri kominn heill á húfi í höfn. Hann rakaði sig heldur ekki. Fitu- klistur og blóðslettur alþöktu skyrtuna hans. 1 kokkhúsinu mátti greina margvíslega lykt, og frá Ben gamla lagði alveg sams konar þef. Hann hafði lengi verið kokkur, en engu að síður vissi hann aldrei, hvenær hann ætti að hætta að bæta við nýjum rpatarefnum. Stundum var ilmurinn, sem lagði upp úr pottum hans og pönnum, svo sterkur, að maður varð að grxpa um nefið, en alltaf sullaði hann einhverju nýju út í. Afleið- ingin varð svo slímkennt, gráleitt samsull, blett- ótt af sóti. Bæði yfirmenn og hásetar hrjáðu hann, og hann varð þreyttur og örvilnaður, kvalinn minn- ingum, og eins og ferðamaður á landamærum tveggja heima, sem þráir það bezta frá þeim báðum, en verður af hvoru tveggja. En engu að —- 5. ul. — 6. Geir. — 7. Finn. — 8. arn. •—- 9. nágauli. — 10. innbúa. — 11. náið. — 13. Slafa. — 16. skörungur. — 18. geð. — 20. Ari. — 23. tíræð. — 24. deildunum. — 25. Lloyd. •— 28. nepju. — 29. hárasnotur. —• 31. linni. — 33. mur- an. — 37. mysingur. — 40. óaðgerð. — 42. áræð- ir. — 43. gól. — 44. rumur. — 46. frí. — 48. — hvik. — 49. sitr. — 50. óðul. — 52. sóa. — 54. nag. — 56. mí. síður virtist hann hafa af þessu mikla fullnæg- ingu, og þó að hann væri misskilinn, er það engu að síður þakkarvert, að ég skyldi hafa fengið að þekkja hann eins og hann var. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Ófeigur Skíðason á Reykjum í Miðfirði. I Bandamanna sögu. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Commodus Lucius Actius Aurelius var keis- ari Rómar frá 161—192 e. Kr. Hann var svo stoltur af færni sinni í skylmingum, að hann skipaði svo fyrir, að hann skyldi dýrkaður sem Herkúles! Glímumaðurinn Narcissus kyrkti hann í viðureign þeirra. 2. Á handleggi bróður síns, Þorsteins drómund- ar. 3. Ekki nema 6. Það eru engir hálftónar og í C-dúr vantar F. 4. Halldór Kiljan Laxness þýddi það, en frum- höfundur þess er enskur, Ben Jonson (1573— 1637), sá sami og samdi leikritið Volpone. 5. Undirheimagyðjan í grískri goðafræði. Dótt- ir Seifs og Demeter. Plútó flutti hana til undirheima, en Demeter tryggði heimkomu hennar einu sinni á ári. Hún er persónugerv- ingur kornsins sem deyr, lifnar aftur árlega. 6. 22. apríl, 1950. 7. Árið 1890. 8. Málungi er komið úr málum-gi = ekki á málum. 9. Galdhöping er 2463 m., Öræfajökull 2110. 10. 1 líra = 100 centesimi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.