Vikan


Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 14.02.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 7. 1952 Framhaldssaga: 11 21 Eftir ARNOLD BENNETT ÆabílcHáhételið að glugganum. Glugginn var opinn og það barst til eyrna hans skrölt í vögnum, sem óku hjá, blístur dyravarða og más í gufulúðrum úti á ártni. Allt streymdi frarn eins og venjulega. Undarlegur er þessi heimur. Hann langaði ekki fremur til neins en að geta afsalað sér prins- titlinum og orðið venjulegur maður til þess að geta kvænzt dý.rlegustu konunni á jörðinni. . . , En núna! . . . Svei! En hvað hann var eigin- gjarn að vera sífellt að hugsa um sjálfan sig, meðan Áki lá þarna fyrir dauðanum. En samt — Nella? Dyrnar opnuðust, og inn kom maður, sem ber- sýnilega var læknir. Hann spurði fáeinna spurn- inga og fór síðan að fitla við áhöldin í tösk- unni. ,,Leyfið mér að hringja bjöllunni, prins. Ég þarf að fá heitt vatn, sterkbyggðan karl- mann og hjúkrunarkonu.V „Hvern vantar hjúkrunarkonu ?“ sagði Nella, sem rétt I þessu hafði komið inn fyrir. ,,Ég er hjúkrunarkona,“ sagði hún við lækninn, ,,hvað viljið þér, að ég geri.“ Næsta klukkutíma var barizt um lif manns- ins. Læknirinn, sérfræðingurinn, Nella, Aribert prins og Hans gamli lögðu sig öll fram eins og þau gátu. Engum öðrum í hótelinu var kunnugt um, hve Áki var hætt kominn. Þegar prins verð- ur sjúkur, og sérdeilis af eigin völdum, þá er sannleikanum ekki varpað út til almennings. Samkvæmt skilningi hins opinbera er prins aldrei hættulega veikur fyrr en hann deyr. Svona er stjórnkænskan. Erfitt var við eitrun Áka prins að eiga vegna þess, að uppsölumeðölin reyndust gagnslaus. Hvorugir læknanna gátu gert sér grein fyrir mis- tökum sinum, en samt var þetta augljóst. Að endingu staðhæfði mikill sérfræðingur frá Manséstutorgi, að engin von væri um Áka prins, nema ef líkamshreysti sjálfs hans gæti unnið bug á eitruninni án hjálpar vísindanna, rétt eins og þegar fyllibyttan sefur úr sér drykkjudof- ann. Allt hafði verið reynt, jafnvel öndunaræf- ingar og heitt kaffi. Svo fór sérfræðingurinn frá Manséstutorgi. Klukkan var eitt eftir mið- nætti. Svo vildi til, að sérfræðingurinn hitti Rakksoll og bandingja hans í anddyrinu. Hvor- ugur hafði nokkurn grun um erindi hins. Svona geta tilviljanirnar stundum verið merkilegar og vanmáttugar i senn. 1 svefhherbergi höfðingjaíbúðarinnar vakti hjúkrunarfólkið yfir hinum sjúka. Mínúturnar sil- uðust áfram. Nú var annar klukkutíminn liðinn. í>á var það, að bráði örlítið af manninum i rúm- inu. Hingað til hafði hann verið hreyfingarlaus, nú opnuðust varirnar. ,,Það er von,“ sagði læknirinn, og gaf sjúkl- ingnum inn hressingarlyf, sem Nella rétti að honum. Fjórðungsstund síðar vaknaði sjúklingurinn af óvitinu. 1 tíu þúsundasta skiptið í sögu læknis- fræðinnar hafði hraustur líkami gert kraftaverk, sem ofaukið var samanlagðri læknisþekkingu allrar aldarinnar. Stuttu síðar fór læknirinn og sagði þá, að Áki væri á hröðum batavegi. Hann lofaði að koma aftur innan fáeinna klukkutíma. Það var farið að daga. Nella dró frá gluggatjöldin, og sólar- geislarnir flæddu inn í herbergið. Hans gamli mókti i stóli úti í horni, úrvinda af þreytu. Batavottur prinsins hafði riðið honum að fullu. Nella og prinsinn horfðust í augu. Fram að þessu höfðu þau ekki skipzt á einu orði um sjálf sig, enda þótt hvort um sig vissi hugsanir hins. Þau tókust í hendu rmeð gleðibrosi. Þau voru hljóð, og það 'var þögn. Hvorugt þeirra sagði orð. Skuggarnir, sem hvílt höfðu yfir framtíðardraum- unum, voru horfnir, én augu þeirra lýstu gleði og hamingju. ,,Aribert!“ var kallað óljóslega frá rúminu. Aribert gekk að stokknum, en Nella stóð áfram úti við gluggann. „Hvað er það, Áki?“ sagði hann. ,,Nú fer þér að batna.“ „Heldurðu það?“ muldraði hinn. „Ég bið þig fyrirgefningar, Aribert. Ég veit. þetta hefur gert þér svo erfitt fyrir. Ég var svo mikill dauðans klaufi; það gremst mér mest. Ópíumseyðið er ekki nógu sterkt; en ég þekkti ekki annað og þorði ekki að spyrja neinn ráða. Ég varð að kaupa það sjálfur. Það var óttalega klaufalegt. En guði sé lof, fyrst það var ekki gagnslaust.“ „Ég skil þig ekki, Áki. Þér er að batna. Á morgun verður þú frískur aftur.“ „Ég er að deyja,“ sagði Áki stillilega. „Vertu ekki að blekkja sjálfan þig. Ég dey af því að ég vil deyja. Ég finn dauðann i hjartanu. Eftir fáeina klukkutíma er því lokið. Hástætið í Pósen bíður þín, Aribert. Þú sómir þér þar betur en ég. Láttu þá aldrei vita, að ég tók inn eitur. Láttu Hans sverja, láttu læknana sverja, og gakktu ekki sjálfur á heitið. Auli hef ég verið, en ég vil ekki að fréttist ég hafi verið heigull líka. Ef til vill er þetta samt ekki heigulshátt- ur, ef til vill er þetta kjarkur, að minnsta kosti skar kjarkurinn á hnútinn. Ég hefði aldrei getað þolað uppljóstrun niðurlægingarinnar, Aribert, og uppljóstrunin hefði komið fyrr eða síðar. Ég hafði mig að fífli, en ég er reiðubúinn að gjalda fíflsku minnar. Og svo skuldirnar, Aribert! Þeirra vegna gat ég ekki gengið fyrir auglit konunnar, sem ég elska. En samt hefði ég getað slegið stryki yfir liðna tíð og byrjað nýtt líf. Forsjónin hefur alltaf verið mér andsnúin — alltaf! alltaf! Heyrðu annars, Aribert, hvernig var með þetta samsæri gegn mér? Ég var bú- inn að gleyma því.“ Hann lagði aftur augun. Þá heyrðist skyndi- lega skark. Hans gamli hafði runnið úr stólnum og niður á gólf. Hann skreiddist á fætur, das- aður og læddist skömmustulegur út úr hei'berginu. Aribert greip um hönd frænda síns. „Segðu ekki svona fjarstæður, Áki! Þig er að dreyma. Bráðum verðurðu heill heilsu. Sýndu nú af þér dálítinn kjark.“ „Allt vegna einnar milljónar," kveinaði sjúki maðurinn, „skitinnar milljónar í enskum pund- um. Ríkisskuldir Pósens eru fimmtíu milljónir, og ég, Aribert get ekki einu sinni fengið eina að láni. Allt hefði farið vel, ef ég hefði getað fengið þessa einu. Vertu sæll, Aribert . . . Hver er þessi stúlka?“ Aribert leit upp. Nella stóð þögul við fótagafl- inn; augu hennar tárvot. Hún gekk til þeirra, lagði hönd á brjóst sjúklingsins, í hjartastað. Hjartslátturinn var vart finnanlegur, og Aribert sýndist angistarglampa bregða fyrir í augu hennar. I þessum svifum kom Hans gamli inn og hneigði sig fyrir Nellu. „Ég heyrði áðan, að herra Rakksoll hefði ver- ið að koma aftur til hótelsins,“ hvíslaði hann. „Hann er víst búinn að handtaka þennan Sjúls, sem þeir segja að sé mikill bófi.“ Um nóttina hafði Nella spurzt nokkrum sinn- um fyrir um föður sinn, en enginn gat sagt henni, hvar hann væri að finna. Núna, klukkan hálf sex um morguninn, hafði kvittur urn atburði næturinnar borizt á dularfullan hátt út meðal þjónustufólksins. Hvernig það mátti verða, gat enginn skýrt, en staðreynd var það engu að síður. „Hvar er pabbi?“ spurði Nella. Hann yppti öxlum og benti upp fyrir sig. „Ein- hvers staðar upp á hæðunum, segja þeir.“ Nella hraðaði sér út úr herberginu. Áður hefur verið lýst, þegar hún æddi inn í herbergið til þeirra Rakksoll. Á leiðinni niður stigana, sagði hún aftur við föður sinn: „Áki prins er að deyja — en held samt, að þú getir bjargað honum.“ „Ég?“ sagði Rakksoll undrun lostinn. ,,Já,“ sagði hún ákveðin. „Ég skal segja þér, hvað þú átt að gera, og þú verður að gera það.“ 29. KAFLI. Ralcksoll kvaddur til hjálpar. Á leiðinni niður stigana — lyfturnar voru enn- þá lokaðar — fór Nella með föður sinn inn í herbergið sitt og lokaði dyrunum. „Hvað er í húfi?“ spurði hann lostinn kvíða vegna alvörusvipsins á andliti hennar. ,,Pabbi,“ sagði stúlkan, „þú ert mjög auðugur, er það ekki? afar auðugur?" Hún brosti kvíð- vænlega, krakkalega. Hann mundi ekki eftir að hafa séð þenpan svip á andliti hennar fyrr. Hann langaði til að verða fyndinn, en hélt aftur af sér. „Jú,“ sagði hann, ,,ég á mikil efni. Þú ættir nú að vita það sjálf.“ „Hve fljótt getur þú leyst út eina milljón?'1 .Milljón! Hvað ertu að fara?“ hrópaði hann. Honum þótti hún tala nokkuð gáleysislega um svona mikla upphæð. „Hvern fjárann hefur þú nú á prjónunum?“ „Milljón pund, segi ég. Það jafngildir þá fimm milljónum dala. Hve fljótt getur þú leyst fimm milljónir dala?“ „Tja,“ sagði hann, „innan mánaðar, ef ég legði mikið kapp á það.“ „Það er ekki nóg,“ sagði hún. „Gæturðu ekki komið því fljótt í kring?“ „Ég gæti komið því í kring á viku, ef mikið væri í húfi, en það mundi setja allt á ringulreið í viðskiptunum og líklega mundi ég verða fyrir miklu tapi.“ „Gætir þú ekki,“ sagði hún, „gætir þú ekki farið strax i dag og leyst út eina milljón, ef líf einhvers væri í veði?“ Hann hikaði. „Heyrðu mig, Nella,“ sagði hann, „hvað er eiginlega á seyði?“ „Svaraðu mér bara, pabbi, og láttu ekki eins og ég sé snarbrjáluð." „Ég býst við ég gæti fengið milljón strax í aag, jafnvel hér í Lundúnum. En það yrði mér dýrt spaug. Ég mundi líklega tapa svona fimmtíu þúsund pundum, og allt færi á annan endann i Nýju Jórvík — sennilega mundi stórdraga úr viðskiptunum." „Af hverju þarf það að fréttast til Nýju Jórvíkur ?“ „Af hverju það þarf að fréttast til Nýju Jór- víkur,“ hafði hann upp eftir henni. „En væna mín, allur heimurinn fréttir það óðar, þegar ein- hver fær mílljón pund að láni. Heldurðu, að ég geti gengið til bankastjóranna við Englandsbanka og sagt: „Sælir þið, ég heiti Theodór Rakksoll og vil fá milljón pund að láni i nokkrar vikur. Ég skal svo láta ykkur fá skuldakvittun ? “ „En þú gætir samt fengið milljónina?“ „Ég býst við því,“ svaraði hann. „Jæja, pabbi,“ sagði hún og lagði hendur um

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.