Vikan


Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 1

Vikan - 21.02.1952, Blaðsíða 1
16 síður Verð 2,50 Nr. 8, 21. febrúar 1952 um K AN Höggmyndir Sigurjóns Ölafssonar. Jón Sturlaugsson á Stokkseyri, fseddur 1868, dáinn 1938. Hann va.r formaður og hafns'ögumaður og bjargaði fjölda manns undan s.ió. Mynd þessi verður sett við leiði hans í kirkjugarðinum á Stokkseyri í sumar. Hún er úr graníti frá Borgundarhólmi, tvö tonn að þyngd, 2.40 m. að hæð. |AÐ er mjög óviturlegt að leggja leið framhjá Listvinasálnum án þess að stinga þar inn höfði, því að iðulega er þar eitthvað merkilegt að sjá. Frá 16. til 27. janúar s.l. var þar t. d. óvenju hugtæk sýn- ing á mannamyndum Sigurjóns Ólafs- sonar. Sigurjón mun þekktastur fyrir hina harmkímnu steina sína, sem hafa skotið mörgum óþarfa skelk fyrir bringu og því hafa eflaust ýmsir þótzt uppgötva þarna nýja hlið á listamanninum, því að á sýningunni voru ósköp venjulegar mannamyndir með nef og augu og allt á réttum stað. En hafi einhver þótzt gera þessa uppgötvun ber að setja við hana at- hugsasemd, því að hún er röng: Sigurjón hefur alla tíð fengizt við að gera manna- myndir og segist hafa af því mikla unun, þó að ólíkar séu þær Grettistökum þeim, sem hann hefur oftsinnis tekið sér fyrir hendur að meitla lífi (sbr. mynd af forn- aldarmanni á 3. síðu). Auk þeirra manna- mynda, sem hér birtast má nefna Friðrik Friðriksson úr brenndum leir, Brynjólf Bjarnason úr eir, Thor Jensen úr gifsi og Pál Isólfsson úr brenndum leir. Auk þess Kristján Davíðsson úr vír, og svo Hendur. Sigurjón er Eyrbekkingur að fæðingu (1908), og byrjaði ungur að mála og teikna. Aðalsteinn Sigmundsson var kenn- ari þar í plássi á vaxtarárum hans, og mun hann hafa séð hvað í drengnum bjó, því að Sigurjón minnist hvatningar hans af miklu þakklæti. Skömmu eftir fermingu lá fyrir Sigurjóni sú forfrömun, sem hef* ur bjargað mörgum listamanninum frá kvoðnun, flutningur til Reykjavíkur. Ekki tók þó þjóðfélagið í mál að leyfa honum strax að einbeita sér að áhugaefnum, held- ur skikkaði hann til að læra að mála hús. Námi lauk hann við að mála hús, en námsárin öll tók hann fram hjá: nam svo- lítið meðferð lita hjá Ásgrími Jónssyni og mótun höggmynda hjá Einari Jónssyni. Einnig mun Björn Björnsson, sem þá var teiknikennari við Iðnskólann og hefur ríkt furðuskýr í minni margra nemanda sinna, hafa gefið honum góð ráð og hvatt tií framhaldsnáms. Og nú, árið 1929, er kom- ið að miklum tímamótum á ævi lista- mannsins, því að allt í einu er hann kom- inn til Hafnar og farinn að stunda nám við Listaháskólann þar. Síðan hefur hann linnulaust meitlað lífi dauða steina. Hann lærði hjá Utzon prófessor Frank, sem reyndist honum snemma haukur í horni. Eftir eins árs nám hlaut hann gull- Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.