Vikan


Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 9, 1952 3 Kraftaverkið miíl. Sönn frásaga eftir William H. McDougall. ÞAÐ er sagt, að kraftaverk gerist ekki lengur, en ég veit betur. Það var kraftaverk, sem bjargaði lífi mínu. Það gerðist í Indlandshafi nálægt Javaströndum um sólar- lag 7. marz 1942. Ég var frétta- ritari fyrir United Press og átti senda fregnir um hernað Jap- ana á Java. Þeir höfðu nýlega tekið Batavíu. Brátt mundi öll eyjan á þeirra valdi. Það var mál að forða sér. Ég fór út í Poelau Bras, hol- lenzkt skip, sem átti að fara til Indlands. Á skipinu voru líka síðustu hollenzku liðsforingj- arnir og yfirmenn Shell olíu- félagsins og fjölskyldur þeirra, alls 240 farþegar. Um 250 míl- ur frá ströndinni náðu japansk- ar flugvélar okkur. Fyrsta sprengjan hæfði kl. 11.03 f. hád. Poelau Bras sökk kl. 11.38. Ég treð marvaðann óratíma og einblíni á staðinn, þar sem skipið var. Hafið krökkt af æp- andi fólki, — neyðaróp — hjálp- arköll. Raddir æpa á björgunar- bát, eina björgunarbátinn, sem ég gat séð, og biðja hann um að snúa við og bjarga þeim. En hann hreyfist í hina áttina. Ég syndi eins og óður maður Björgunarbátinn ber hærra. Ekki nema tuttugu stikur eftir. „Hjálp! Hjálpið þið mér!“ Þeir láta sem þeir heyri ekki. Þeir róa hægt í burtu á ská. Breyttu stefnunni og syntu í veg fyrir þá. Hraðara. Hertu þig. Nú er ég nærri kominn. „Hjálp! Hjálp!“ Svei þessu björgunarbelti; hefði átt að losa mig við það fyrir löngu. Slepp- um því. Ég er kominn svo nálægt, að ég sé andlitin. Mér er borgið. Þeir munu innbyrða mig. Dá- samleg tilfinning — að vera hólpinn. Ég lyfti höndum, til þess að þeir geti innbyrt mig. En enginn teygir sig eftir mér til þess að hjálpa mér. Báturinn er þéttskipaður and- litum, stirðnuðum og eins og skornum í tré. Þau s^ara aðeins á mig, snúa svo undan. Ég fer bónarveg að manninum við stýrið. „Hjálpaðu mér. Ég get ekki synt í land.“ Ekkert svar. Ég man eftir áttavitanum, sem ég er með í vasanum. Ég æpi sigri hrósandi: „Ég á tvo átta- vita. Þið getið haft gagn af þeim.“ Maðurinn hristir höfuðið. „Báturinn er fullur.“ Það er satt. Báturinn er full- ur. Drekkhlaðinn. En þeir geta ekki, þeir ætla ekki að láta mig drukkna. Sei-sei, jú. Það ætla þeir. Þeir eru að róa burt. Ég hrifsa í fáti í ár. Henni er snúið frá mér. Reyndu ekki aftur. Þeir rota þig. Ég reyni að stökkva upp og grípa í stjómvölinn, en fingumir sleppa af. Báturinn sígur fram hjá mér. Kaðall lafir úr skut og dregst í sjónum. Ég hendist á hann. Einhver í bátnum kipp- ir honum úr gómunum á mér. Þreytan togar í handleggi og fætur eins og þyngsli, dregur allan líkamann niður, þrýstir andlitinu á mér niður í sjóinn. Mér finnst sem það séu tveir „ég“, maðurinn í sjónum og annað sjálf einhvers staðar „uppi“, áhorfandi, er gefur gaum að viðbrögðum sund- mannsins í þessum háska, veg- ur hugsanir hans. „Áhorfandinn“ segir: „Farðu þér hægt, McDougall. Treindu kraftana. Þú getur flotið lengi í björgunarbelti. Og það verð- ur þú að gera, því að þetta var síðasti báturinn. Þú mátt ekki erfa það. Hann er fullur.“ Smám saman rennur víma magnleysisins af mér, þoku þreytunnar léttir. Loftið er ekki lengur viðurstyggilegt af ópum. Ég sé enga aðra á, sundi. Getur það verið, að svo margir liafi drukknað með svo skjót- um hætti? Aldan er svo há, að annað andartakið sést ekki upp úr öldudalnum, en hitt, á öldu- faldinum, ekki nema þröngur hringur af sollmun sævi. Að lokum ber fyrir sjónir annan sundmann. Hann syndir bringusund, hakan hvílir á flotholti, hann ýtir þessu skeifubákni á undan sér. Okk- ur ber hægt og hægt nær hvor öðrum. Augu okkar mætast, en við segjum ekkert, kinkmn jafnvel ekki kolli. Ándlitið er rólegt, svipurinn ber ekki vitni um annað en þreytu. Um hríð rekum við hvor við annars hlið, svo ber okkur sundur. Síðustu orð móður minnar, sem hún sagði við mig fyrir tveim dögum í símann yfir Kyrrahafið, hljóma stöðugt fyr- ir eyrum mér: „Gleymdu því ekki, sonur, að ég elska þig.“ Heyri ég eitthvað annað ? Eitthvað á þessa leið: „Haltu áfram að synda, sonur. Ég bið fjrir þér.“ Rétt — og, móðir. Eg held áfram að synda. Hvað skyldi ég geta synt lengi, áður en ég drukkna? Þeg- ar ég verð orðinn of þreyttur í hálsinum, sígur andlitið á mér í sjóinn. Ég minnist undarlegr- ar sögu um mann, sem drukkn- aði. Hann synti, þangað til hann var orðinn svo þreyttur og sljór, að hann gleymdi, hvað var haf og hvað himinn, hvað var vatn og hvað loft, og hvoru hann ætti að anda sér til lífs. Hvað verður langt þangað til ég gleymi því? Þá segir þessi annar „ég“ uppi: „Þér er betra að byrja á bænunum. Það verður ekki langt eftir.“ Ég biðst fyrir. Það er í fyrsta skipti sem mér verð- ur ljóst, hvað bænin er í raun og veru. Sláttumaðurinn, sem bíð- ur, breytir vissulega mati þínu á gildi hlutanna. Þetta, sem skipti áður svo miklu máli, varðar nú alls engu. Að lokum er það ekki nema tvennt, sem varðar: ástvinir og Guð. Þú ert ekki hræddur. En þú sérð eftir. Þú sérð eftir hlutun- um, sem þú gerðir og vildir að væru ógerðir, sem þú gazt gert, en gerðir ekki. Þú óskar þess, að þér hefði áunnizt meira með þessu lífi, sem þér var gefið til meðferðar. „Góði Guð, ljáðu mér dálít- ið lengri tíma. Ég skal reyna að nota hann vel.“ Mér er nú hugarhægra. Ör- væntingin er horfin. Oveðrinu innra er slotað. Traustið flæðir aftur inn, fyllir hið voðalega tóm eftirsjárinnar. Ég er þess nú fullvís, að bænir mínar verða heyrðar. Ég hef ekki minnstu hugmynd um, hvað verður mér til bjargar. Það verður eitthvað. Má vera, að kafbáti skjóti upp. Svipastu um eftir sjónpípu. Ég kem auga á stórt rekald. Haltu þér í það um stund, hvíldu þig. Þú getur flotið dög- um saman, ef þú getur haldið þér í eitthvað. Hvað er framorðið? Hvar er sólin ? Þarna, bak við loðna gat- ið í þykkninu og hnigin þó nokk- uð til vesturs. Hlýtur að vera komið undir kvöld. Ég sé lítinn titt bera við him- in. Flak? Nei. Bíddu næstu báru. Það er sjónpípa! Ó, Guð, það er sjónpípa á kafbáti! Ein- mitt það, sem ég bjóst við að bjargaði mér, kafbátur. Syntu þangað. Hertu þig að synda, þeir geta ekki séð þig svona langt í burtu. Nei, eitthvað bog- ið við þetta. Þetta er ekki sjón- pípa. Það er siglutré, — sigla í björgunarbáti. Áhorfandinn uppi tekur til máls: „Þarna er tækifærið. Syntu og biddu. Þarna er vin- ur þinn á flotholtinu. Segðu honum frá bátnum.“ Hann er rétt á undan mér og syndir hægt. Ég syndi að hon- um og ýti við öxlinni á honum og bendi í áttina að siglunni. Hann kinkar kolli. Hann kem- ur upp brosi. Ég fer fram úr honum og syndi rösklega. Vissi aldrei, að ég gæti synt svona. Og svona lengi. Báturinn hreyf- ist ekki mikið, rekur aðeins. Ég hef það, ef hann fer ekki af stað. Guð minn góður! Þeir eru að setja upp segl. Þeir ætla að skilja mig eftir, alveg eins og liinir. „Guð minn,“ æpti ég, og ég legg alla krafta mína í þetta óp. „Guð minn, láttu seglið detta niður!“ Seglið dettur nið- ur. „Ég þakka þér, Guð.“ Ég dreg á bátinn. Ég sé menn að verki við sigluna; þeir eru að reyna að setja seglið upp aftur. Seglið fer aftur að mjak- ast í rykkjum upp sigluna. „Heyrðu, Guð. Þetta er síð- asta lífsvonin mín.“ Seglið er komið að hún. „Láttu það ekki hanga uppi. Guð, láttu það falla. Kraftaverkið mitt gerist. Aftur fellur seglið. „Þakka þér, Guð.“ Æptu á þá. Þeir munu róa til þín og draga þig upp. „Hjálp! Hjálp!“ Einhver í bátnum veif- ar hendi. Dásamleg hönd. Þeir sjá mig. Þeir ætla að draga mig upp. En báturinn hreyfist ekki í áttina til mín. Enginn hreyfir ár. Þeir eru allir að athafna sig við sigluna, reyna að koma seglinu upp. Fyrir aftan mig heyri ég óp, lágt, en ekki um að villast. Vinur minn á flot- holtinu. Ég syndi og syndi. Ég er kominn að bátnum, stend á öndinni, rétti upp báð- ar hendur. Tveir menn draga mig innbyrðis. Eg er í bátnum, skjálfandi, holdvotur, en hólpinn. Hólpinn! Himnaríki hlýtur að vera eitt- hvað líkt Joví, sem mér er innan- brjósts. Eg tek andköf, ég segi við mennina í bátnum: „Ástar- þakkir, piltar, þakkir!“ Ég dreg aftur andann. Það er dásamlegt að anda og vera ekki ofan í sjónum. Ég segi þeim frá vini mínum á flotholt- inu. „Hann er þama.“ En ég get ekki séð hann. „Hann var þarna fyrir nokkrum mínútum. Rétt hjá. Róið þið þangað.“ Andartak er ekkert nema þögn. Þá kallar rámur, rauð- hærður sjómaður skipunarorð á hollenzku, hallar sér fram yfir árina og tekur bakföll. Sjö ræðarar aðrir gera slíkt hið sama. Báturinn skríður í áttina frá vini mínum. „Hæ, þangað!“ segi ég og bendi aftur. Rauðhærði sjómað- urinn tekur til máls. Það eru komnir of margir 1 bátinn. Þú ert síðasti maðurinn, sem við getum tekið.“ Enginn annar segir neitt. Það er ekki neitt að segja frekar. Árarnar sveiflast samtaka í löngum, sterklegum togum, bera bátinn frá síðasta manninum, sem er enn á sundi. Ég stari og stari, en get hvergi séð hann á þessari úfnu víðáttu. Hann hefur sjálfsagt fagnað og hugsað með sér: „Nú vita þeir líka af mér.“ Hvað hlýtur að hafa verið honum í hug, þegar bátnum var róið burt? Ég held, að ég viti það, því að mér var eins innan- brjósts, þegar hinn báturinn skreið frá mér. En það er ein hugsun, sem ég vona, að hann hafi ekki hugsað. Ég vona, að hann hafi ekki haldið, að ég hefði brugðizt honum. Stundum ligg ég enn and- vaka á nóttunni og hugsa um þennan mann, sem var skilinn eftir. Ég er að velta því fyrir mér, hve lengi hann hefur synt, áður en hann varð svo þreytt- ur, að hann gleymdi því, hvað var vatn og hvað loft og hvoru hann ætti að anda sér til lífs.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.