Vikan


Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 28.02.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 9, 1952 S NJÓR Framhald af bls. 7. „Hver er mamma þín?“ spurði hann telpuna og roðnaði. Hann hafði spurt bara til að segja eitt- hvað. „Hún heldur hún sé fullorðin," hvíslaði stúlkan íbyggin á svip. „En hún er það bara alls ekki. Hún er jafnvel enn meiri krakki en ég.“ „Hversvegna?“ spurði Potapov. Telpan svaraði engu. Hún hló og hljóp út úr eldhúsinu. Allt kvöldið gat Potapov ekki losnað við þá tilfinningu, að hann lifði í ótryggum, en mjög hljóðum draumi. Allt í húsinu var eins og hann hafði vonazt til það yrði. Sömu nótnabækurnar lágu á slaghörpunni. Sömu kertin brunnu — eins og þau lýstu föður hans við vinnu sína. Bréfin, sem hann hafði skrifað frá sjúkrahúsinu, lágu meira að segja á slcrifborðinu — undir gömlu bréfpressunni, þar sem faðir hans hafði ætið haft bréfin áður fyrr. Eftir teið fylgdi Tatjana Potopov að gröf föður hans, handan við birkiskóginn. Tunglið skein dauft á himninum. Greinar birkitrjánna glóðu í skini þess, og vörp- uðu óljósum skuggum á snjóinn. Seint um kvöldið settist Tatjana Petr- ovna við slaghörpuna. Hún lét fingurna hlaupa yfir nótnaborðið, sneri sér síðan að Potapov og sagði: „Mér finnst ég hafa séð þig einhvem tíma áður.“ „Það hefur mér líka fundizt,“ sagði Potapov. Hann leit á hana. Kertaljósin féllu ská- hallt og lýstu upp helming andlits henn- ar. Potapov reis á fætur, gekk yfir gólfið og nam síðan staðar. „Nei, minnið bregzt mér,“ sagði hann hásri röddu. Tatjana Petrovna leit við og horfði áköfum augum á Potapov, en hún svaraði engu. Búið hafði verið um Potapov á legu- bekk inni í skrifstofunni. Hann gat ekki sofnað. Hver mínúta í húsi þessu var dýr- mæt, og hann vildi ekki með nokkru móti verða af neinni þeirra. Hann lá og hlust- aði á leynilegt þófatak Arkhips og tifið í klukkunni og rödd Tatjönu Petrovnu, sem var að hvísla einhverju að barnsfóstrunni í næsta herbergi. Svo dóu út raddirnar og barnfóstran gekk á burt, en ljósriminn undir dyrunum var áfram. Potapov heyrði skrjáf í blöðum. Tatjana Petrovna var auðheyrilega að lesa. Hann þóttist vita, að hún ætlaði að sitja uppi við, svo að hún gæti vakið hann tímanlega um morguninn. Hann langaði til að segja henni hann svæfi heldur ekki, en hann þorði það ekki. Klukkan fjögur opnaði Tatjana Petr- ovna hljóðlega dyrnar og kallaði á hann. Hann hrökk upp. „Tími kominn til að fara á fætur,“ sagði hún. „Mér þykir leitt að þurfa að vekja þig svona snemma." Tatjana fylgdi Potapov á stöðina. Borg- in var í svefni. Þau kvöddust eftir aðra hringingu. Tatjana rétt fram til hans báð- ar hendur. „Skrifaðu mór,“ sagði hún. „Við erum næstum orðin vandamenn, ekki satt?“ Potapov svaraði engu. Hann kinkaði bara kolli. Nokkrum dögum síðar fékk Tatjana bréf frá Potapov, sem hann hafði skrif- að á leiðinni. Það hljóðaði svo: „Auðvitað mundi ég, hvar við hittumst, 612. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. sök. —- 4. svelta. — 8. hóta. — 12. skel. — 13. amboð. — 14. manns- nafn. — 15. níð. — 16. mið. — 18. verksmiðju- heiti. — 20. gælunafn. — 21. op. — 23. afleiðslu- ending. -— 24. ættingja. — 26. langur maður. — 30. gróður. — 32. gyðja. —■ 33. mannsnafn. —• 34. elska. — 36. stórfljót. — 38. glerinu. — 40. beiðni. — 41. fjölda. —- 47. .trítla. — 46. stjórn- laus. — 49. eðja. — 50. stuldur. — 51. hatur. — 52. stilltur. — 53. ólán- samur. — 57. hjálpar- sögn. •—. 58. fiska. — 59. dá. — 62. mannsnafn. — 64. í heild. — 66. tryppi. — 68. nefnd. — 69. hljóma. — 70. fanga- mark sambands. —- 71. ungviði. — 72. útungun. — 73. eldstó. — 74. kven- mannsnafn. Lóðrétt skýring: 1. ekki aðrar. — 2. samtenging. — 3. hljóð. — 4. leyfi. — 5. neit- ana. — 6. marðar í mauk. — 7. æða. — 9. skop. — 10. eyktarmark. — 11. stjórnar. — 17. elds- neyti. — 19. æði. — 20. lausung. — 22. furða. — 24. galdramaður. — 25. gælunafn. -— 27. verk- færi. — 28. sannfæring. — 29. umhyggja. — 30. blíða. — 31. verkfæri. — 34. kríli. — 35. gefur frá sér hljóð. — 37. söngur. — 39. þrir sam- Lárétt: 1. sú. — 3. ódrengilegar. — 13. trú. — 15. ráfa. — 16. reri. — 17. eitraða. — 18. snótin. — 20. iðn. — 21. rætur. — 24. espa. — 27. sonavani. — 29. básúnur. — 31. puð. — 32. nes. — 33. stikunum. — 35. lakk. — 36. já. — 38. ur. —• 39. nál. — 40. ei. — 41. ti. — 42. óð- an. — 44. óhrakinn. — 47. tal. — 48. ske. — 49. rýmkaði. — 50. ungmanni. — 52. spak. — 53. Ryden. — 55. ing. — 57. albata. — 59. úlp- unni. — 61. irda. — 62. smáa. — 63. nnn. -— 64. leiklistinni. — 65. nu. en, ég kunni bara ekki við að tala um það, þarna heima. Manstu Krímskagann haust- ið 1927? Og aldrænu hlynina í skemmti- garði Lívadíu? Himinninn dimmur, hafið bjart. Ég var á leið til Oreöndu? Þá gekk ég fram á stúlku, sem sat á bekk nálægt veginum. Hún hlýtur að hafa verið um sextán ára. Hún sá mig, reis upp og gekk til mín. Ég leit á hana um leið og hún gekk framhjá. Hún gekk hratt og létti- lega, í hendinni hélt hún á opinni bók. Ég nam staðar og horfði lengi á eftir henni. Þessi stúlka varst þú. Óhugsandi mér hafi skjátlazt. Ég horfði á eftir þér og um mig fór kuldastraumur. Ég skildi, að framhjá mér hafði gengið kona, sem annaðhvort mundi leggja líf mitt í rúst eða færa mér hamingjuna. Ég fann, að þessa stúlku gat ég elskað svo heitt, að við brjálun næmi, blessað hvert fótspor hennar, hvert orð hennar, hvert bros. Ég vissi þá og þarna, að ég yrði að finna þig, hvað sem það kost- aði. Þetta hugsaði ég, en hreyfði mig samt ekki úr stað. Hversvegna veit ég ekki. Allar stundir síðan hef ég elskað Krím- skagann, og veginn, þar sem ég sá þig á örskotsstund til þess eins að tapa þér fyr- ir fullt og allt. En lífið hefur verið mér hliðhollt. Ég hitti þig aftur. Og ef allt fer vel og ef þú skyldir vilja mitt líf, þá stend- ur þér það auðvitað til boða. Æjá, ég fann opið bréf á skrifborði föður míns. Ég skildi allt og get aðeins sent þér þakklæti úr fjarlægð.“ stæöir. — 43. vindur. — 44. úrlausn. — 45. skýrslur. — 46. syndafyrirgefning. — 47. spjátrung (slanguryrði). -— 48. = 10 lárétt. — 53. utan. -— 54. fataefni. —< 55. fljót. — 56. starf. —- 57. háma. — 60 merki. — 61. missa. — 63. verkfæri. — 64. ieiða. — 65. stórfljót. — 67. vatn. Lóðrétt: 1. steinbrjótur. — 2. úrið. — 4. draupnir. — 5. ráð. — 6. efar. — 7. na. — 8. iðnunum. — 9. ert. — 10. geirana. — 11. arn. — 12. ri. — 14. útness. — 18. stopular. — 19. órað. — 22. æs. — 23. fiskiþinginu. — 25. sútun. — 26. auk. — 28. nekt. — 30. runhenda. — 34. nár. — 35. linka. — 37. áðan. — 40. eimpip- an. — 43. algildi. — 44. óknytti. — 45. kýs. — 46. nakinn. — 48. Sara. — 51. ie. — 54. Númi. — 56. nnnn. — 57. Are» •— 58. bak. — 60. lán. — 61. il. — 62. a£. Tatjana lagði frá sér bréfið og starði myrkum augum út í snæviþakinn garðinn. „Drottinn minn!“ tautaði hún. „Og ég sem hef aldrei til Krímskaga komið! En skiptir það annars nokkru máli úr því sem komið er? Og borgar sig að leiða hann í allan sannleik ? Eða þá sjálfa mig?“ Hún hló hvellt og tók síðan báðum höndum um augun. Úti fyrir brá hnígandi sól daufum loga á himininn: einhvern veg- inn þótti henni sem sá logi mundi aldrei kulna. Svar við mannlýsingaspurningu á bls. 4: Hallfreður vandræðaskáld. I Hallferðar- sögu. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Gullfiskar voru fyrst fluttir frá Kína og Austurlöndum til Evrópu. 2. Hún er eftir Káinn, Kristján N. Júlíus. 3. Það þýðir ,,mig grunar eitthvað“. 4. Heimsþekktur danskur stjörnufræðingur, andaðist í Prag 14. okt. 1601. 5. Alder Kurt, ásamt Otto Diels. Þeir eru báð- ir þýzkir. 6. Harrison Dillard, á 10,3 sek. 7. Rembrandt lifði frá 1606—1669 og hét fullu nafni Rembrandt Harmens van Rijn. 8. Charles Laughton. 9. 1—-2 hundruð. 10. Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Lausn á 611. krossgátu Vikunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.