Vikan


Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 20.03.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 12, 1952; PÓSTURINN í>ví miður misritaðist vísa i síð- asta blaði. Hún er eftir Stephan G. Steþhansson og á að vera svona: Inni er ömurlegra, eggtíð löngu búin, hreiðrin þrasta og hegra hanga tóm og flúin. Glapin ró í runnum. Roggar ugla á meiðum. tJlfar átu-munnum ýlfra, á héraveiðum. Svar til Janny: John Lund er fæddur 6. feb. 1913. Hann er ljóshærður og bláeygur. Hann lék fyrst á leiksviði, en síðar í kvikmyndum. Það virðist kveða heldur lítið að honum nú orð- ið. Anna Magnani er ítölsk. Þegar sem barn hóf hún að leika á leik- sviði og vakti at- hygli vegna neist- andi lífsfjörs og skapofsa. 1 kvik- myndunum hefur hún, getið sér mik- ils orðstírs vegna hæfileika sinna, og hún getur jöfnum höndum túlkað kvenlegt hugarfar í sorgarleik sem í skopleik. Eftir heimsstyrjöldina siðari varð hún heimsfræg fyrir leik sinn í itölsku kvikmyndinni Óvarin borg. Þar lék hún eiginkonuna, sem Þjóðverjar skutu. Síðan hefur hún leikið ýms hlutverk í kvikmyndum bæði alvarlegs og skoplegs efnis, og einnig í sorgarleikjum, sem lýsa ofsa og ástríðum mannlegs eðlis, eins og Vulkano, sem framleidd var í flýti, til að keppa við Stromboli með Ingrid Bergman í aðalhlutverki. Svar til Svölu: 1. Dorothy Mc Guire er fædd í Omaha, Nebraska, 14. júní 1919. Hún lék fyrst á barnsaldri, 13 ára göm- ul. Að loknu stúdentsprófi reyndi hún að fá stöðu í New York, og af 200 öðrum leikkonum varð hún fyrir valinu í aðalhlutverkið i leikritinu „Claudia“. Leikur hennar í þessu hlutverki vakti svo mikla athygli, að henni stóð til boða samningur við kvikmýndafélag. Leikur hennar í kvikmyndinni „Claudia“, sem gerð var eftir leikritinu, þótti framúrskar- a.ndi. Hún hefur fengið í hendur mjög mismunandi hlutverk og leyst þau mjög vel af hendi, t. d. hlutverk hinnar útslitnu, þreyttu móður í „Gróður í gjósti“. Hún er talin gædd mjög góðum leikhæfileikum, andlits- drættir hennar eru sérkennilegir og ■■illlllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIillillll Tímaritið SAMTÍÐIN Plytur snjallar sögur, fróðlegar greinár, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. ■milllMIMIIUIMIIIMIIMmilMiaillllllMIIIM auka oft áhrif leiks hennar. Við höf- um ekki mynd handbæra, en reynum að bæta úr því seinna. 2. Þetta kvæði er í einu af kvæða- og söngvasöfnum fyrir unglinga, sem Stefán Jónsson kennari hefur gefið út. Við getum ekki birt það fyrir Þig'> því miður. Vonandi ertu svo heppin, að einhver vinkona þín eigi þessa bók. 3. Gerduft er hægt að blanda úr mjög mismunandi efnum. Málm- blöndur geta einnig verið í gerdufti. 4. Donald O’Connor er fæddúr 30. ágúst 1925. Hann er brúnhærður og bláeygur. Þetta er allra snotrasti piltur, svo að það er mjög leiðinlegt, að við skulum ekki eiga mynd af honum handa þér. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Sigurður Daníelsson (við stúlkur 17— 20 ára), Kirkjubraut 56, Akra- nesi. Hjördís G. Hjörleifsdóttir (við pilta eða stúlkur 12—14 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Mánabraut 6, Akranesi. Margrét Jakobsdóttir (við pilta eða stúlkur 12—14 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Suðurgötu 78, Akranesi. Halldóra E. Bjarnadóttir (við pilta eða stúlkur 12—14 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Mánabraut 19, Akranesi. Sesselja S. Björgvinsdóttir (við pilta eða stúlkur 12—14 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Suðurgötu 94, Akranesi. Anna S. Finnsdóttir (við pilta eða stúlkur 12—14 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Skólabraut 25, Akranesi. Una Guðmundsdóttir (14—16 ára), Heiðarbraut 36, Akranesi. (Með bréfinu fylgdu aðeins kr. 5.00, en það nægir aðeins til birtingar einu nafni). Solveig Guðmundsdóttir (við pilta 18— 20 ára), Eystri-Skógum, A,- Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu. Örlaugur Elíasson (við stúlkur 16— 19 ára, mynd fylgi), Kirkjubraut 15, Akranesi. Helgi Haraldsson (við stúlkur 16—19 ára, mynd fylgi), Vesturgötu 24, Akranesi. Kristinn Gunnlaugsson (við stúlkur 16—19 ára, mynd fylgi), Skaga- braut 10, Akranesi. Birgitta Bang, (við pilta og stúlkur 16—20 ára), Aðalgötu 19, Sauðár- króki. Alma Björk Guðjónsdóttir, (við pilta og stúlkur 16—20 ára), Aðalgötu 5, Sauðárkróki. S FRÍ MERKJ ASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frl- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnar H. SteJngrímsson Nökkvavogi 25 — Reykjavík Inga G. Ingólfsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—25 ára), Hafnargötu 98, Bolungarvik. Anna Gísladóttir (við pilta eða stúlkur 16—25 ára), Hafnargötu 62, Bolungarvík. Rannveig Snorradóttir (við pilta eða stúlkur 16—25 ára), Hafnargötu 16, Bolungarvík. Lillý Eggertsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—25 ára), Þjóðólfsvegi 27, Bolungarvík. Vallý Steinsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—25 ára), Grundarstíg 12, Bolungarvík. Alfreð Magnússon (við stúlkur 16— 25 ára, mynd fylgi), Friðrik Ásmundsson (við stúlkur 15—24 ára, mynd fylgi), Jón, Kristjánsson (við stúlkur 30—55 ára, mynd fylgi), Jóhann Ásmundsson (við stúlkur 30—66 ára, mynd fylgi), Jón Guðna (við stúlkur 15—23 ára, mynd fylgi), Jón Bekk Elbergsson (við stúlkur 14—20 ára, mynd fylgi) og Páll Ásgeirsson (við stúlkur 15—22 ára, mynd fylgi), allir á m/b Páli Þorleifssyni, Grafarnesi, Grundar- firði. Hadda Benediktsdóttir (við pilta 18—25 ára, mynd.fylgi) og Ingibjörg Eggertsdóttir (við pilta 18—25 ára, mynd fylgi), báðar á Húsmæðraskólanum Varmalandi, Borgarfirði. Inga Jónsdóttir (við pilta 25—30 ára, mynd fylgi), Ólafsvöllum, Skaga- strönd. Gauja Jóhannsdóttir (við pilta 25— 30 ára, mynd fylgi), Skagaströnd. FRIMERKI OG FRiMERKJASöFNUN ýmsu löndum selja í kiloatali einu sinni á ári. Afklippingar þessir eru af fylgibréfum, sem póststjórnirnar taka og geyma í nokkur ár og selja síðan eins og áður er sagt til ágóða fyrir sérstaka sjóði. Margir eru óánægðir með það að fá ekki sjálfir frímerkin af fylgibréfum sínum, en þetta eru lög og ekki tjáir að deila við dómarann, sömu óánægjunnar verður vart víðar t. d. i Danmörku, en þar gilda svipuð lög um þetta. Það er Frímerkjasalan (frímerkja- sala póststjórnarinnar í Reykjavík), sem selur þessa afklippinga fyrir aðeins kr. 500.00 kílóið, og fá mikið- færri en vilja, menn verða yfirleitt að bíða nokkur ár eftir því að fá úthlutað % kilogrammi þ. e. a. s. nýir viðskiftamenn. Það væri annars. fróðlegt að skrifa meira um þessa kilovöru en til þess er ekki rúm í þetta sinn, en nú vitið þið hvað meint er með orðinu „kilovara" á máli „filatelistanna". ÞÍZKALAND: 1 tilefni af því að 50 ár eru liðin síðan fyrstu Nóbelsverðlaunin voru veitt fyrir eðlisfræði, hefur verið gef- ið út í Þýzkalandi frímerki með mynd af W. C. Röntgen, það er 30 Pf. blátt. Jón Agnars. Kilovara: Afklippingar frá Norðurlandapóst- húsum: Danmörk 1951 per 100 gr. kr. 9.00 Noregur 1951 — 100 — — 13.75 Svíþjóð 1951 — 100 — — 23.00 Finnland 1947 — 100 — — 11.50 Burðargjald og pakka kr. 4.00. ábyrgð fyrir hvern Jón Agnars Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. Filateli: Philateli: Þetta orð er mörgum íslenzkum frímerkjasöfnurum kunnugt, en vegna hinna yngri, sem ekki hafa heyrt það eða séð ennþá, þykir mér rétt að gefa á því örlitla skýringu, og styðst m. a. við „Generalsamling- en“ eftir J. S. Lösbech. Það var árið 1864, að þetta orð var fyrst notað um frímerkjasöfnun. (Það er samsett úr grísku orðunum „philos” sem þýðir vinur og „atelia” sem þýðir að þvi er ég bezt veit gjaldfrelsi eða eitthvað þ. h.). Söfn- urunum féll þetta orð vel i geð enda þótt það virðist nú ekki gefa nánar upplýsingar um það sem því er í þessu sambandi ætlað að tákna. Nú hefur þetta orð fyrir mörgum tugum ára áunnið sér hefð í öllum erlendum málum, sem sérheiti yfir frimerkjasöfnun og „Filatelistar” frímerkjasafnarar. Alfræðiorðabæk- ur þýða orðið á þennan hátt svo það verður ekki kveðið niður héðanaf. Frímerkjasafnarar tala jafnvel um gyðjuna „Filateliu" sem dýrkuð er af tugum milljóna ungra og gam- alla, kvenna og karla um allan heim. Ég ætla að vona að verðandi „Aka- demia" amist ekki við „Filatelíunni" þegar þar að kemur. Kilovara: Hér er annað orð, sem ekki er víst að yngri safnarar átti sig á. Þetta orð er notað um frímerkjaafklipp- inga, sem póststjórnirnar í hinum ^CLhíirumkiCL^öt úr erlendum og innlendum efnum, saumuð með nýjasta, amerísku sniði. GEFJUN — IÐTJNN Kirkjustrœti. Útgefandi VIKAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf-365. V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.