Vikan


Vikan - 10.04.1952, Page 7

Vikan - 10.04.1952, Page 7
VIKAN, nr. 15, 1952 7 FYRIR BYRJENDUR: Iíassavélin, einfaldasta gerð ljósmyndavéla. Áður en þau ljósnæmu efni, sem nú eru not- uð við ljósmyndun, voru fundin upp, var hægt að búa til einskonar skuggamynd af andliti manns með því að láta t. d. kertaljós kasta skugga af andlitinu á pappír á vegg og síðan draga upp skuggann með blýanti. Eftir að ljósnæmu efnin voru komin til sög- unnar, varð miklu auðveldara að búa til mynd- ir. Þegar þessi efni höfðu verði sett á t. d. *papp- ír, var hægt að nota þau jafnvel án ljósmynda- vélar, til að taka mynd, reyndar aðeins skugga- mynd, líkt og hægt var að gera með því að draga upp skuggamynd með blýanti. Einfalt er að gera þetta með því, að leggja ljósmynda- pappír á borð í myrkrastofunni, þ. e. dimmu herbergi aðeins upplýstu af rauðgulu ljósi; leggja síðan einhvern flatan hlut, t. d. fugls- fjöður eða trjáblað ofan á pappírinn, og kveikja svo ljós á venjulegri rafmagnsperu fyrir ofan hann. Þegar pappírinn síðan er framkallaður í sérstökum efnum, sem við skulum gera okkur nánar grein fyrir seinna, þá verður pappírinn svartur allsstaðar þar, sem ljósið hefur skinið á hann, en hvítur þar sem blaðið eða fjöðurin hefur legið, þannig að hvít mynd á svörtum grunni kemur fram af hlutnum, sem lagður var ■á pappírinn. Með þessari aðferð er aðeins hægt að fá fram skuggamynd af hlutnum. Þegar við i dag tölum um ljósmynd, þá eigum við hinsvegar oftast við mynd, sem sýnir hlut- ina líkt og við sjáum þá, lögun þeirra og dýpt. Til að fá fram slíka mynd, þarf auk ljósnæmu efnanna einnig sérstakt tæki, ljósmyndavélina. Myndavélin. Upprunalega gerð ljósmyndavélar er kassi með smágati á öðrum gaflinum. Ef herbergi er myrkvað með ljósþéttu glugga- tjaldi, og örlítið gat er siðan gert á það, þann- ig að ljósið kemur gegnum gatið inn i herberg- ið og fellur á ljósan vegg gegnt glugganum, þá má sjá nokkuð óskarpa mynd af því, sem úti er, og upplýst er af sólskini. Myndin á veggnum er öfug og stendur á höfði. Á Á er sýnd gatmyndavélin. B sýnir hvers- vegna að mynd tekin með gatmyndavélinni verður óskörp. Þessi uppgötvun varð fyrirmynd allra einföld- ustu ljósmyndavélar, sém hægt er að hugsa sér, en það er hin svonefnda ,,gat-myndavél“. Þessi vél er eins og áður er getið eiginlega eklti ann- að en dálítill kassi, með litlu gati á öðrum gaflinum, eða framhliðinni, sjá 1. mynd A. Ljósnæma efninu er síðan komið fyrir innan í kassanum á gaflinum gegnt opinu. Með þessari mjög einföldu ljósmyndavél er raunar hægt að taka myndir, en gatmyndavélinni fylgja ýmsir gallar, sem gera hana ónothæfa til venjulegrar ljósmyndunar. Fyrsti galli gatmyndavélarinnar er sá, að til þess að fá megi mynd af hlut, þarf op það, sem ljósið fer í gegnum, að vera lítið, en gegnum lítið op kemst ekki nema lítið ljósmagn. Þess vegna þarf að lýsa myndina mjög lengi, þ. e. að taka myndina á löngum tíma, til að hún komi nægilega vel fram á ljósnæma efninu. Annar aðalgalli þessarar einföldu myndavél- ar er sá, að myndirnar verða aldrei vel skarp- ar, því jafnvel þótt ljósið skíni gegnum mjög lítið op, þá lenda þeir geislar, sem koma frá Snjór getur verið mjög heillandi ljósmyndaverkefni. Yfirleitt nýtur snjór sín bezt i sólskini. Ef myndin er tekin á hlið við sólarljósið eða á móti því, kemur hver smá-ójafna í snjófletinum fram. 1 skuggum í snjónum er mikið af bláum geislum, sem er endurspeglað ljós frá himinhvolf- inu. Þetta sést bezt á litmynd af snjó. Til að dekkja skuggana í snjónum og þar með gefa mynd- inni meira lif, þarf því að nota gulskífu eða rauðgula skífu og auk þess nota pankromatiska filmu. Oft gefur lítið snjómótiv betri árangur en stórt. Sem dæmi um það er hér prentuð myndin „Vetrar- kuldi“, eftir Kristinn Sigurjónsson. Þótt myndin sýni aðeins fáeina stöngla í snjó gefur hún þó prýðilega hugmynd um fegurðina í ríki vetrarins. vissum punkti á hluti þeim, sem myndin er tek- in af, ekki í sama punkti á þeim stað á ljósnæma efninu innan í vélinni, sem mynd gefur af þess- um sama punkti, heldur verður þessi punktur að smá-hringfleti. Þetta er sýnt á 1. mynd B. Punkturinn, sem merktur er 1 á fyrirmyndinni, verður að hringfleti að þvermáli 1—1 á mynd- inni innan i vélinni. Til að hægt sé að fá fram skarpa mynd af fyrirmyndinni, þarf í stað gatsins í gatmynda- vélinni að setja safngler, sem safnar öllum þeim geislum, sem koma frá einum og sama punkti fyrirmyndarinnar, þannig að þeir sameinist all- ir í einum og sama punkti, sjá 2. mynd A. Ljósgeislar þeir, sem koma samhliða inn i safngler, skera allir hvorir aðra í brennipunkti safnglersins F á ás þess. Lengdin frá miðdepli safnglersins að brennipunktinum nefnist brenni- vidd þess. Stundum er í einföldustu ljósmyndavélum að- eins eitt safngler,. en í flestum myndavélum eru fleiri mismunandi gler sett saman, þannig að þau vinna sem eitt safngler, og eru þau samstillt þannig, að þau gefi sem skarpasta mynd í ljós- myndavélinni. Þessi samsettu gler eru oftast nefnd ,,linsa“ ljósmyndavélarinnar, eða gler hennar. Einfaldasta gerð ljósmyndavélar, sem notuð er, er ljósheldur kassi með linsu í öðrum end- anum. Einfaldasta gerð linsunnar er svonefnd- ur „Meniskus“ (tungl), sjá 2. mynd B, eða þá ,,periskop“, sem í eru tvær meniskus-linsur, sjá 2. mynd C. Á hinum gafli kassans innanverðum er útbúnaður, sem ber uppi, flytur fram og held- ur sléttu því ljósnæma efni, sem notað er, en það er langoftast rúllufilma. Á sýnir hvernig Ijósgeislarnir brotna i safn- gleri. B er einfaldasta linsa í myndavél, meniskus- linsan. C er periskop-linsan, samsett úr tveimur meniskus-linsum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.