Vikan


Vikan - 10.04.1952, Side 10

Vikan - 10.04.1952, Side 10
10 VIKAN, nr. 15, 1952 r . ' < • HEIMILIÐ • V—! Matseðillinn Kjöt í karrý með hrís- grjónum: 700 gr. kinda- eða kálfakjöt, 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, 8 dl. vatn, 2 tesk. salt, 1—2 gulrætur, % tesk. karry, 120 gr. hrísgrjón, 1% 1. vatn, 1 tesk. salt. Kjötið er þvegið og skorið i bita. Látið i sjóðandi vatn með salti. Froð- an er veidd ofan af. Soðið þar til kjötið er meyrt. Gulrótin er soðin með í siðustu 20 minúturnar. Allt tekið upp úr og soðið siað. Karrýinu er hrært saman við hveitið. Smjör- líkið er brætt í potti. Þegar það er vel heitt er allt hveitið í einfT látið út i og hrært i með þeytara þar til það er samfellt orðið. Þá er kjöt- soðinu hellt út í smátt og smátt og verður jafningurinn að sjóða milli þess sem kjötsoðið er sett út í. Soð- ið í 5—10 min. að lokum. Saltað eftir smekk. Soðin hrísgrjón: Hrísgrjónin eru þvegin úr köldu vatni. Látin í sjóðandi vatn með salti og soðin í opnum potti í 15—20 mín. Grjónunum hellt á gatasigti og köldu vatni hellt þar yfir. Haldið heitu yfir gufu. Kjötið er sett á fat. Karrýið borið fram í sósuskál. Hrís- grjónin sett í mót, hvolft á disk og borin fram í heilu lagi. TÍZKUMYND Samkvæmiskjóll úr ljósrauðu blúnduefni og tylli. Tízkuteiknarinn Omor Kram teiknaði kjólinn. Eplagrautur: % kg. ný epli, 6 dl. vatn, 70 gr. sykur, 20 gr. kartöflumjöl, 1 dl. kalt vatn, mjólk. Eplin eru þvegin og skorin í smátt með hýðinu. Soðin í vatni, þar til þau eru komin í mauk, þá er þeim nuddað gegnum gatasigti. Sett í pottinn aftur, sykur látinn í og jafnað með kartöflumjölinu, sem er hrært út í köldu vatni. Hrært í þar til sýður. Hellt i skál og sykri stráð yfir. Borðað með sykri og mjólk. Séu notuð þurrkuð epli, þarf 125 gr. af þeim. HÚSRÁÐ Blettum má ná af marmaraborðum, með því að nudda þau vel með ter- pentínu. Að reyta fugla er oft leiðindaverk. En ef fuglinum er difið i sjóðandi vatn i nokkrar sek. áður en hann er reyttur, þá gengur það eins og í sögu. Steikt kjöt er næringarmest, soð- ið kjöt auðmeltast. Eggjahvítufroða verður miklu fyrr fullbarin og stinn, ef látið er ofur- litið salt saman við hana. Það má aldrei vinda tau eftir lit- un. Þrýstið mesta vökvanum úr því og látið renna úr þvi, þangað til það er nærri þurrt. Berið ofurlítið smjör á hendurn- ar, áður en þér hnoðið deig. Það varnar því, að deigið límist við hend- urnar. Flöskutappa má gera loftþétta með því ‘að dýfa þeim í brædda tólg. Á lítil brunasár er gott að strá sódadufti. En það verður að gerast fljótt, og eyðir þá verk og varnar því að blöðrur myndist. Ef spurningin: „Hvað færir þú mér?“ veröur slæmur vani. Eftir G. C. Myers, Ph. D. „Hvað komst þú með handa mér?“ er algengt að heyra litlu börnin segja. Það er auðvelt að venja barn- ið á að spyrja þannig, og slíkur vani getur orðið mjög leiðinlegur. Þegar slik spurning verður vana- bundin, sviptir hún burt allri ánægj- unni bæði af því að gefa og þiggja, og barnið tekur brátt að líta á það sem skyldu móðurinnar að færa sér eitthvað í hvert skipti, sem hún fer út til að kaupa. Gjöfin, sem móðir- in kemur með, fullnægir oft ekki þeim vonum, sem barnið hefur gert sér, og i stað þess að verða óvænt fagnaðarefni, skælir barnið af von- brigðum. Kæruleysi og vanþakklæti valda móðurinni vonbrigðum og særa hana, og hún leitast við að gera barninu meira og meira til hæfis, unz þetta verður henni kvöl og veldur henni hugarangri. Barnið verður heimtufrekara og síngjarnara með hverjum deginum, sem líður. Móðir, sem vinnur úti. Móðirin, sem vinnur úti, einkum ef henni finnst að hún ætti ekki að gera það, gefur barninu oft tilefni til að segja: „Hvað færir þú mér“ ? Faðirinn, sem kemur aðeins heim um helgar eða sjaldnar vegna vinnu sinn- ar, getur vanið barnið á að búast alltaf við því, að hann komi með eitt- hvað handa því. Ef móðirin, sem er alein heima með börnin, hefur það ekki til siðs að gefa börnunum óhóflegar gjafir, en faðirinn gerir það, þegar hann kemur heim við og við, verður þetta mjög erfitt viðureignar fyrir móður- ina; því fremur verður þetta svo, ef faðirinn lætur allt eftir börnunum heima fyrir til að bæta gráu ofan á svart. Hann hefur þá á viss- an hátt keypt sér æðsta sæti i hjört- um barna sinna, og móðirin situr eftir með alla erfiðleikana, sem af slíku háttalagi leiða. Afi og anima og aðrir ættingjar leggja oft sinn skerf til að venja börnin á slíka ósiði. Barnið fer oft í búðir með móður sinni. Ef hún kaupir eitthvað handa því i hvert skipti, líður ekki á löngu þar til það gerir kröfu til þess. Hann heimtar það, sem hann langar í, og ef það fær ekki vilja sínum fram- gengt, þá verður senna milli móður- og barns, og mjög oft verður móðir- in að láta undan síga. Þegar ung móðir fer í fyrsta skipti með snáðann sinn með sér, þegar hún þarf að gera innkaup, þá á hún alls ekki að kaupa eitthvað handa honum. Ef það er gert einu sinni, þá verður að líða langur tími, áður en það er gert í annaö sinn. Það má alls ekki koma of oft fyrir. Það má segja við hann, áður en lagt er af stað; „Við verðum að vera sparsöm í dag.“ Ef til vill er ekki svo sakr.æmt að gefa honum krónu við og við til að eyða. Það kennir honum líka að fara með peningna síðar. Ef foreldrarnir fara að heiman um tíma, er ekki ástæða til að taka upp þann vana að færa barninu alltaf eitthvað. Gerið það sjaldan. Þá verð- ur það því undrunar- og ánægjuefni, og þá veldur þvi engum vonbrigðum að fá enga gjöf. Sýnið föðurnum og ættingjunum þetta vandamál í réttu ljósi og bendiö þeim á, að andleg velferð barnsins er í veði. TEPPAGARN ★ PRJÓNAGARN 30—40 LITIR ÚR fyrsta flokks garni úr hinum nýju og fullkomnu vélum, sem settar voru upp í verksmiðjunni í fyrra. Verðið aðeins 12 og 9 kr. 100 gr. hespan. Gef jun — Iðunn KIRKJUSTRÆTI 8.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.