Vikan


Vikan - 10.04.1952, Side 15

Vikan - 10.04.1952, Side 15
VIKAN, nr. 15, 1952 15 Svefnsófar - Armstólar Húsgagnabólstrun Ásgríms P, Lúðvíkssonar Bergstaðarstræti 2. — Sími 6807 TiLKYNNING frá félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur um lán, sem veitt verða nú í ár samkvæmt IV. kafla laga nr. 36/1952 um lánadeild smáíbúðarhúáa, hefur verið ákveðinn til 1. maí 1952. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, koma ekki til greina við lánveitingar á þessu ári. Jafnframt vill ráðuneytið brýna fyrir þeim, er sækja um þessi lán, að láta glögga greinargerð fylgja umsókn- inni varðandi fjölskyldustærð, húsnæðisástæður og möguleika fyrir að koma húsnæðinu upp, ef smáíbúð- arlánið fengist. Ef bygging er komin nokkuð áleiðis, þarf að fylgja g'lögg greinargerð yfir þau lán, er kunna að hvíla á húsinu. Umsóknir sendist félagsmálaráðuneytinu, Túngötu 18, Reykjavík. Félagsmáluráðuneytið, 27. marz 1952. Myrkhræðsla. Börn finna ekki til myrkhræðslu, ef forðast er að segja þeim drauga- sögur og ef þau eru látin sofa ein i ljóslausu herbergi frá barnæsku. Óttinn segir aðeins til sín, ef þau um- gangast fólk, sem hefur ánægju af að segja þeim hrellingssögur um grýlur og óargadýr, eða jafnvel smá- skordýr. Mörg taugaveikluð börn eru hrædd við að dýr leynist í herberginu eða skordýr í rúminu, og þá hrópa þau á hjálp. Þið skuluð aldrei hæða börn fyrir slíkt, né segja, að þessi dýr séu ekki til, því að barnið lætur sér aldrei nægja þá skýringu. Segið heldur, „Líttú í kringum þig og vittu, hvort þú sérð nokkurt dýr í herberg- inu“, og gerið svo grandgæfilega leit í herberginu, út í hornin, og jafnvel í sjálfu rúminu, ef það gæti friðað barnið. Það verður ef til vill nokkur tími, þahgað til myrkhræðslan hverfur, en svo mun þó verða, fyrr eða síðar. En ef þið sproksetjið barn vegna 5tta þess, getur það særzt svo, að það bíði þess aldrei bætur. (Christian Herald). * Þegar sonur Grúsó Marx var ell- efu ára, bað hann föður sinn að gefa sér riffil. Marx óttaðist, að hann kynni að fara sér að voða, og þegar hann varð leiður á þrábeiðni stráks- ins, sagöi hann reiðilega: „Arthúr, þú færð ekki riffil svo lengi sem ég er húsbóndi á mínu heimili.“ Strák- urinn hvæsti á móti: „Láttu mig fá riffil, og þá verðurðu ekki lengur húsbóndinn á heimilinu." * Strax á unga aldri, ákvað Demos- þenes að verða mikill ræðumaður. En hann stamaði. Þá bjó hann í neðan- jarðarhýsi, og ákvað að dveljast þar um stund einn sins liðs til þjálfun- ar. Til þess að hann freistaðist síður til að ganga út úr hýsinu, rakaði hann af sér hárið á hálfum hvirlin- um. Þá þóttist hann viss um að hann þyrði ekki að koma undir bert loft af ótta við að verða að athlægi. ^imiiMmiMmMmmmmiiimimimiiimmmiiiiiimiimimiimimiiiiiiimiiiiiimiiiiiimiiimmiiiiiiiimmmmimmm Hafið þér gert yður grein fyrir, hversu ódýrt það er að brunatryggja eigur yðar? Ef þér búið i steinhúsi, getið þér fengið 67.000 króna brunatryggingu fyrir 120 kr. á ári, en það eru aðeins TlU KRÖNUR Á MÁNUÐI! — Auk þess hafa Samvinnutryggingar síðustu ár greitt í arð 5% af endurnýjunariðgjaldi, og mundi því tryggingin í raun og veru aðeins kosta kr. 9,50. — Þetta er ódýrt öryggi — svo ódýrt, að enginn hugsandi maður getur vanrækt að tryggja heimili sitt gegn eldsvoða. Leitið frekari upplýs- inga á skrifstofunni í Sambandshúsinu, eða hjá umboðs- mönnum vorum um land allt. SAíMTVIlMIf PTTIEY© (KD WCBAIE Símar 5942 og 7080. ■ u króna frygging DRENE SHAMPOO DRENE er seimilega heimsins vinsælasta og mest notaða hárþvottaefni. DRENE fæst í þrem stærðum. DRENE er ehunitt þa,ð, sem lientar yðar hári best. UMBOÐSMENN: Sverrir Bernhöft h.f. ................................................................................................................................................................................i‘*

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.