Vikan


Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 15.05.1952, Blaðsíða 6
VIKAN, rtr. 19, 1952 „Hamingjan góða, hvað . . ." „Ég hef líka verið á kvöldgöngu," sagði Kon- kvest sakleysislega. „Ég er einmitt að koma frá Vestur-Kensington — frá Gravelstræti 56." „Einmitt það," sagði dr. Cardew óstyrkri rödd. „Þér virðist vera ýmsu kunnugur, herra . . ." „Nafn mitt hefur enga þýðingu." „Ég skil. Viljið þér koma hérna inn fyrir?" Cardew opnaði hurð og vék til hliðar. „Þér farið á undan." „Nei, fjandinn hafi það," hrópaði Cardew hás- um rómi. „Hvernig . . . hvernig vissuð þér þetta?" „Að þér drápuð Matthew Ólífant? Ég vissi það ekki beint — en mig grunaði það sterklega. Ef ég væri leynilögreglumaður í opinberri þjón- ustu, þá hefði ég ekki getað hagað þessu svona. Allskonar heimskulegar reglugerðir, þér skiljið. En ég þóttist nokkurn veginn viss um að ef ég sýndi hvaða tromp ég hefði á hendinni, munduð þér koma upp um yður. Afsakið, læknir, en ég held að leikurinn sé á enda." „Ekki ennþá!" kallaði hinn æstum rómi. Með eldsnöggri hreyfingu reif hann upp hurð- ina á móttökuherberginu og stökk inn fyrir. Hann skellti hurðinni á Konkvest, sem bölvaði, þegar hann heyrði hana hrökkva í lás. „Farðu frá Fía," sagði hann við konu sína, sem var dálítið skelkuð. Hann notaði engin vettlingatök, heldur renndi sér beint á hurðina eins og hrútur og notaði óspart axlirnar. Það kvað við hátt, þegar hurðin lét undan; lásinn rifnaði hreinlega frá. Móttökuherbergið var fullupplýst, og um leið og Konkvest ruddist inn, kom hann auga á lækn- irinn, sem var að hverfa út um dyr hinum meg- in í herberginu. Hann hljóp inn, og Pía á hælum honum. Cardew var að hverfa út um leynidyr a veggnum, sem voru þannig gerðar, að nokkur hluti veggsins opnaðist. Þegar dyrnar voru lok- aðar, sáust engin vegsummerki. Konkvest bölvaði. Hann var hræddur um að dyrnar myndu lokast áður en hann næði þeim, en tókst þó fyrir snar- ræði sitt að ná þangað á síðasta augnabliki. Hann sparkaði hurðinni upp, rétt þegar hún var að skella í lás. Framan við hurðina var myrkur — en hann heyrði hratt skóhljóð. Hann tók upp vasa- ljósið og sá slitin stigaþrep, sem lágu upp á við. „Manstu hvað ég sagði, Fía, — bakdyrastigi." Hann hljóp á stað upp stigann. „Þú átt við að þetta sé hinn upphaflegi stigi í gamla hjallinum?" sagði Joy másandi, og fylgdi manni sínum eftir. „Ég er undrandi. Hvert skyldi stiginn liggja." „Hvert heldurðu að stigar í gömlum húsum liggi svo sem?" svaraði Norman. „Cardew læknir gat ekki valið sér heimskulegri undankomuleið en þessa — hann kemst ekkert nema áfram, upp. Það sýnir hvaða heimskupör menn geta framið þegar óttinn hleypur með þá í gönur." Það var, eins og Konkvest sagði, hræðslan ein, sem hafði rekið dr. Cardew til að flýja upp leyni- stigann. Konkvest veitti því eftirtekt, að á leið- inni upp stigana, að þrepin voru lögð þykkum flóka, svo að ekkert heyrðist þótt gengið væri um. Meðan hann hljóp upp stigana, Jivern af öðrum, heyrði hann lítinn annað en másið til flóttamannsins. Læknirinn var ekki í eins góðu líkamsástandi og Konkvest og mæddist því fljótt við hlaupin upp stigana. Hann var aðeins augnabliki á undan, þegar þeir komu upp í þak- hæðina — aðeins augnabliki. Hann hrasaði um efsta þrepið og var nærri dottinn. Konkvest stökk á hann eins og elding, setti handleggi hans aftur fyrir bak og hélt honum. „Opnaðu hurðina Fía," skipaði Konkvest. Joy, — sem Hka hafði vasaljós — beindi því á vegginn fram undan stiganum og sá þá hurð af venjulegri gerð og með venjulegri læsingu. Hún tók um húninn og ýtti á hurðina . . . Bill Williams yfirlögregluforingi og Sutton deildarumsjónarmaður góndu af undrun, þegar hluti af bókaskáp Matthew Ölífants sveiflaðist frá veggnum og tveir úfnir og óhreinir karl- menn veltust inn í herbergið, og á eftir fylgdi smávaxinn kvenmaður. „Hér er ég kominn, eins og ég lofaði, Eill Williams," sagði Norman Konkvest. „Hérna er morðinginn þinn!" VIII. Kapítuli. Cardew lœknir. I „Hver andskotinn . . . Williams þagnaði af því að kjálkavöðvarnir gerðu framburð orðanna örðugan. Hann hafði þekkt Konkvest strax, en hann þurfti að líta af t- ur á hina persónuna í þessum áhrifamikla sjón- leik áður en hann tryði augum sínum. „Ertu vitlaus, Konkvest?" hrópaði hann. „Þetta er Cardew læknir . . ." „Hinn frábæri geðveikralæknir í Wigmore- stræti," bætti Konkvest við rólega. „Alltsaman rétt, Bill. En auk þess er hann morðingi Matthew Ólífants." „Sögðuð þér Konkvest?" spurði Sutton deild- arumsjónarmaður og leit á þá hvern af öðrum. „Hvernig í skollanum komust þeir inn hingað?" Hann skotraði augunum að opinu í bókaskápn- um. „Ég var rétt áðan að hugsa um hvaða undir- gangur þetta væri." „Það var Cardew að hlaupa upp stigana með mig á hælunum," útskýrði Konkvest glaðlega. „Ég handtók hann hérna á skörinni. Manstu hvað ég sagði þér um bakdyrastigann, Bill? Ég skildi ekki í því. 1 gómlum hjalli eins og þessum átti að vera bakdyrastigi — en hann fannst ekki. Jæja, þegar ég setti þetta í samband við það, á hve dularfullan hátt líkið komst aftur upp í lesstofuna, þá vissi ég að bakdyrastiginn hlaut að vera einhversstaðar í húsinu. Einfalt og blátt áfram, kæri Watson." „Fjandinn hafi þig, Konkvest," sagði Williams óskuvondur. „Þú elur með þér háar hugmyndir um að þú sért slyngur leynilögreglumaður. En þú ert bara slettireka, sem . . ." „Færir þér morðingjann," sagði Konkvest kuldalega. „Bölvaður heimskinginn! Hvernig veiztu, að hann er morðinginn? Hvar eru sannanirnar? Þú getur ekki gripið hvern sem er og ákært hann fyrir morð, þótt svo vilji til, að bakdyrastigi sé í húsi hans!" Williams var æstari en áður. „Af- sakið, dr. Cardew, er( þessi fljótfæri ungi mað- ur, er alltaf að setja okkur í vandræði." „Heyrirðu til háns, Fía?" sagði Konkvest mæðulega. „Þetta eru allar þakkirnar, sem við fáum fyrir að færa honum morðingjann eins og á bakka. Haltu áfram, læknistetur," bætti hann við og hristi Cardew. Meðgakktu. Þú drapst Myrka Matthew, — ekki satt?" Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Ólafur: Strákurinn minn ætlar alveg að gera út af við mig. Hann vill ekki sofna nema ég gangi um gólf með hann. Pabbinn: Ég skal taka hann að mér. Ólafur: Þú virðist hafa lag á börnum. Pabbinn: Ég ætla að segja honum sögu — það gerir hann svo syfjaðan. Einu sinni fyrir langa löngu var litill bósi . . . % 752, Kinc Fralurcs Syndicatc, Inc.. World ríchu re.crvcd Ólafur: Þakka þér fyrir. Þú gerðir mér mikinn greiða. Pabbinn: Blessaður vertu, það er ekki neitt. Ég hef gengið marga nóttina um gólf með strákinn minn. Pabbinn: Guði sé lof, að Lilli skuli vera vaxinn upp úr svona ólátum. Klukkan tvö eftir miðnœtti: Mamman: Hvað hefur eiginlega hlaupið í strákinn. Hann hefur ekki látið svona siðan fyrir jól. Pabbinn: Nú gefst ég upp! Ég er búinn að segja honum allat barnasögurnar, sem ég kann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.