Vikan


Vikan - 15.05.1952, Page 12

Vikan - 15.05.1952, Page 12
12 VIKAN, nr. 19, 1952 „Getur það hafa verið hann?“ spurði Karólína. Jed, sena gekk um gólf leit til hennar áhyggju- fullur ‘á svip. Hann var þreyttur, og Woody var það líka. Hvorugum hafði komið dúr á auga eftir þetta atvik. „Hversvegna hefði hann átt að gera það?“ sagði Jed. „Eina líklega skýringin er sú, að hann hafi verið riðinn við morðið á Ernestinu, og hann haldi, að Sue viti um það.“ Ef Sue vissi það, segði hún frá því,“ sagði Karólína. „Hún væri búin að segja það fyrir löngu.“ „Hann er kannske kominn aftur," sagði Jed. „Hann fer á það svona annað slagið — ekki mjög oft.“ Hann leit á Karólínu. „Hann er svo sem enginn afbragðs hestamaður, en hann er bráð- snjall vélasmiður og ágætis ökumaður. Hann ók oft með Ernestinu." Karólína var ofurlítið örg að sjá. Þannig hesta- svein hefði hún ekki kært sig um, ef efnin hefðu leyft henni að hafa fullorðinn mann til þess starfs. „Auk þess likaði Ernestinu vel við hann,“ sagði Jed afsakandi. „Hvert fer hann, þegar hann er að drekka?" spurði Sue. „Það veit ég ekki,“ sagði Jed og yppti öxlum. „Hann býr einn á loftinu í hesthúsinu. Það tek- ur enginn sérstaklega eftir því hvað hann hefur fyrir stafni. Þetta kemur ekki oft fyrir. Kamilla segir, að hann hafi verið natinn við starfið í allan vetur. Þetta er í rauninni bezti karl.“ „Eg ætla að.minnsta kosti að hringja til lög- reglunnar," sagði Woody. „Þú verður að reyna að sannfæra þá um, að þetta sé satt,“ sagði Jed. „Þeir sögðu blátt áfram að skotið í kvöld hefði verið tóm blekking. Þú verður að sannfæra þá." „Hvernig?" sagði Woody þvermóðskulega um leið og hann tók heyrnartólið upp. „Það getur verið, að það séu fingraför á búr- glugganum," sagði Jed. Woody spurði eftir Henley lögreglufulltrúa. „Jed,“ sagði Karólína allt í einu, „við verðum að tala hreinskilnislega um þetta. Hvað var mikið til i þvi sem Kamilla var að segja í kvöld ? Til dæmis um það að — að Ernestina hefði verið hrifin af Fitz Wilson. Eða, að þú hefðir gifzt Kamillu, ef Ernestina hefði ekki komið til skjal- anna?“ Jed horfði á hana hugsandi um stund. „Ég veit ekkert um Fitz Wilson. Ég verð að biðja afsökunar á þvi, sem ég sagði um Ernestínu og Fitz, Karólina. Ég var . . .“ hann horfði á Sue, en leit óðar undan, „ ég meinti það ekki . . . hún bauð honum oft heim. En hún var líka mik- ið fyrir veizlur. Hún bauð líka fleirum. Hvað viðvíkur Kamillu og mér — ja, Kamilla var að minnsta kosti ekkert niðurbrotin, ég get full- vissað yður um það, Karólína. Auk þess leizt henni vel á Fitz Wilson, og honum . . .“ hann leit aftur á Sue. „Hann hefur verið mjög hugul- samur við hana. Ef Ernestína bauð honum, hef- ur það verið Kamillu vegria." Karólína sagði all hvassyrt, að Kamilla hefði ekki átt að þurfa að láta aðra sjá sér fyrir að- dáendum. Sue datt í hug, hvort hún ætti að segja Karólínu frá sambandi þeirra Woodys og Erne- stínu, en komst aftur að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að þegja um það. Og Woody sleit samræðunum með því að hrópa öskuvondur: „Þér verðið að trúa mér! Þér megið til með að senda einhvern hingað! Til hvers fjandans er lögregl- an?“ Hann skellti heyrnartólinu á. „Þetta var Hen- ley og hann trúði ekki orði af þvi, sem ég sagði. Hann heldur, að þetta sé bragð til þess að grun- urinn falli ekki á Sue. Hann sagðist skyldi senda hingað og láta rannsaka málið en þessi . . .“ Karólína vissi, að Woody mundi ekki fara nein- um fögrum orðum um lögreglufulltrúann og flýtti sér að taka fram í. „Þegiðu Woody!“ sagði hún. „Þér hefði líka verið nær að segja Benjamín sýslumanni frá þessu." Það birti yfir svip Woodys. „Já, það er upp- lagt. Ég ætla að gera það. Viltu koma með mér, Jed ?“ Skömmu síðar lögðu þeir af stað í litla biln- um hennar. Litlu síðar — þegar Kristín hafði heyrt alla söguna og var tekin til við vinnu sina yggld og önug, og Karólína hafði hugað að Jeremy, sem var orðinn fullkomlega rólegur og teygði úr langa fallega hálsinum og borðaði epli úr lófa hennar — komu tveir lögregluþjónar. Þeir hlust- uðu á frásögn Sue og Karólínu. Þeir rannsökuðu íbúðarhúsið og hesthúsið mjög lauslega, athug- uðu gluggann í búrinu ef vera skyldu fingraför á honum, og fóru því næst burt. Þeir voru rétt farnir, þegar Fitz kom. Kristín, sem var einna líkust stórum, svörtum engli, var á verði og sá, þegar bíllinn hans kom, flýtti sér út á móti honum til þess að segja honum frá þvi, sem við hafði borið um nóttina. Því næst fór hún sigrihrósandi með hann inn til Sue og Karólínu. „Þetta þarf svo sem ekki að hafa verið neitt,“ sagði hann rólegur, en það gætti kvíða i augna- ráði hans. „Það getur verið að Jeremy sé við- kvæmur fyrir síðan hann særðist á fætinum." „Ég held, að það sé sá sami, Fitz!" sagði Karó- lína. „Þetta sár kom ekki af sjálfu sér.“ „Hann hefur ef til vill dottið . . . hann . . .“ Karólína hristi höfuðið. „Það var gert með ein- hverju beittu. Það var hræðilegt sár, og ef sá sem gerði það kæmi nálægt honum aftur . . . ég þekki hesta, ég veit, hvernig Jeremy er.“ „En það var ekki að sjá nein verksummerki í morgun ? “ „Nei, en nærvera þess, sem leysti hann og særði, nægir til þess að gera hann hræddan." Það virtist sem Fitz teldi, að hún hefði rétt fyrir sér. „Við skulum Hta út í hesthúsið," sagði hann við Sue. Sue fór í bláan skinnjakka, sem hékk á snaga í forstofunni. Hún var í peysu og pelsi og var barnaleg þrátt fyrir fölt andlit og dökka bauga í kringum augun. Þegar hún kom út i sólskinið, horfði upp í bláan himininn og sá litla, hvíta skýjahnoðra, sem virtust auka á blóma hans, fannst henni sem nóttin hlyti að hafa verið friðsæl og viðburða- laus. Hún leit á útitekið andlit Fitz og svart, hæruskotið hár hans. Hann kjagaði lítið eitt, þegar hann gekk, hann var í jakka úr grófu efni, sem hafði þægileg áhrif á Sue. Hún sagði allt í einu, þegar hún kom auga á stólpann: „Fitz, hversvegna hefði nokkur átt að reyna að drepa mig?“ „Það gæti vel verið Sue, að þú vissir eitthvað án þess, að þú gerðir þér grein fyrir mikilvægi þess, ég á við eitthvað, sem er hættulegt morð- ingjanum, en sem þú veizt ekki að sé hættulegt. Reyndu að hugsa þig vel um, Sue.“ Sue hristi aðeins höfuðið. Fitz hélt í áttina til löngu, lágu byggingar- innar. Dyrnar að aktygjageymslunni stóðu í hálfa gátt. Jeremy horfði á þau dul á svip, og Geneva fylgdi þeim forvitnislega með augunum. „Það er eitt, sem mér hefur fundizt afar merki- legt og það er, að sá sem drap Ernestínu og Luddington lækni hefur gjörsamlega verið ósýni- legur. Það er ef til vill heimskulegt að segja þetta, því að auðvitað reynir morðingi að vera ósýnilegur, en það misheppnast venjulega. Duval- setrið er afskekkt, maður kysi helzt að fara þangað í bíl. Hið sama er að segja um læknis- setrið, því að það liggur í útjaðri bæjarins. En þú sást engan bíl fyrir utan húsið hjá Ernestínu þarna um kvöldið — ég meina annan en þinn og Jeds. Og þú heyrðir ekki í neinum bíl, í gær- kvöldi. Þeir hefðu sagt frá því, ef svo hefði verið." Hún minntist kyrrðarinnar í biðstofu læknis- ins, kyrrðarinnar sem ríkti'í rökkrinu, þegar hún gekk upp tröppurnar á Duvalsetrinu. „Nei, það er líka satt,“ sagði hún. „En ég get ekki skil- ið . . .“ „Geturðu það ekki, Sue?“ Til vinstri: Konur af Lhardi-kynflokkinum í Tíbet hafa hárið fléttað í 108 fléttur, en það er heilög tala. — Efst til hægri: Litlir fiskar af Etheostomidae-flokknum hafa litlar sundblöðrur eða engar, svo að þeir geta legið á botninum þegar þeir eru ekki á hraðri hreyfingu. — Neðst til hægri: Hvers vegna myndast snjóbolti við þrýsting? Snjókornin bráðna svolitið og festast saman.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.