Vikan


Vikan - 15.05.1952, Side 14

Vikan - 15.05.1952, Side 14
14 VIKAN, nr. 19, 1952 FRÚ BAPTISTE Framhald af bls. 4. hann aSeins: „XJss, það er bara betra fyrir fram- tíðina, og ég vil heldur láta það koma fyrir áð- ur en ég giftist en á eftir. Ég get búið rólegur með henni.“ Hann heimsótti hana, bað um hönd hennar og giftist henni og til að sýr.a öryggi sitt, fór hann í heimsóknir, eins og ekkert hefði ískorizt. Sumir endurguldu þær, aðrir ekki; að síðustu fór þetta mál að gleymast og hún tók sinn rétta sess í þjóðfélaginu. Hún tignaði mann sinn sem guð; því þér verð- ið að muna það, að hann hafði hafið hana aftur til heiðurs í mannlegu samfélagi, hafði boðið almenningsálitinu byrginn, tekið við móðgunum eða í einu orði sagt, unnið hreystiverk, sem fá- ir menn hefðu gert, og hún bar háleita og við- kvæma ást til hans. Þegar hún átti von á barni, og menn vissu um það, opnuðu jafnvel þeir allra sérvitrustu og vandlátustu dyr sínar fyrir henni, eins og hún hefði algerlega hreinsazt við að verða móðir. Þetta er einkennilegt, en þannig var það, og nú gekk allt eins vel og hægt var, þangað til um daginn, en þá var hátíðisdagur bæjardýrlingsins. Fylkisstjórinn, umkringdur starfsfólki sínu og embættismönnum, stjórnaði tónlistarkeppni, og þegar hann hafði lokið ræðu sinni, hófst útdeiling verðlauna, sem Paul Hamot, einkaritari hans annaðist. Eins og þér vitið, lætur afbrýðissemi og keppni fólk alltaf gleyma velsæminu. Allar konur bæjar- ins sátu þar uppi á palli og hljómsveitarstjór- irin frá Mourmillonþorpinu gekk fram, þegar röð- in kom að honum. Hljómsveit hans átti aðeins að fá annars flokks heiðurspening, því það er ekki hægt að veita öllum fyrstu verðlaun, er það? En þegar einkaritarinn rétti honum pen- inginn, kastaði hann honum aftur í hann og sagði: „Þú getur geymt peninginn handa Baptiste. Þú skuldar honum fyrstu verðlaun, eins og mér.“ Nokkrir byrjuðu að hlæja. Múgurinn er hvorki góðhjartaður né tillitsamur, og allir horfðu á vesalings konuna. Hafið þér nokkurn tíma séð kvenmann verða brjálaðan, herra minn ? Jæja, við vorum viðstaddir þegar það gerðist. Hún stóð þrisvar upp, eins og hún væri að reyna að flýja og féll aftur niður í stólinn, eins og hún sæi að hún kæmist ekki í gegnum hópinn, og þá hrópaði önnur rödd: „Hæ, hæ, frú Baptiste!" Mikill hávaði fylgdi, ýmist af hlátri eða vand- lætingu. Þetta orð var endurtekið hvað eftir ann- að; fólk tyllti sér á tá, til að sjá andlit vesa- lings konunnar; eiginmennirnir lyftu konum sínum upp, svo að þær gætu séð hana og fólk spurði: „Hver þeirra er það? Þessi í bláa kjólnum?" Strákarnir ruddust eins og hanar og hláturinn heyrðist um allt. Nú hreyfði hún sig ekki lengur í svölunum, en bara sat kyrr, eins og hún hefði verið sett þar, svo fólkið gæti horft á hana. Hún gat hvorki hreyft sig, falið sig, né litið undan. Hún deplaði hratt augnalokunum, eins og hún horfði í skært Ijós og hún andaði djúpt, eins og hestur, sem fer upp bratta brekku, svo hjarta manns barð- ist af meðaumkun með henni. En á meðan hafði herra Hamot þrifið í hálsmál þorparans og þeir vetlust á jörðinni innan um alla óreiðuna, og hátíðin leystist upp. Þegar Hamots-hjónin voru á leiðinni heim, klukkutíma seinna, stökk unga konan, sem skalf eins og hrísla, og ekki hafði mælt orð af munni síðan hún var móðguð, yfir brúarhandriðið og kastaði sér í ána, áður en maður hennar gat hindrað það. Vatnið er mjög djúpt hjá stólp- unum og það liðu tveir klukkutímar áður en hún fannst. Auðvitað var hún dáin.“ Sögumaður minn stoppaði og bætti síðan við: 622. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. titilskammstöfun. — 3. líflátsstaður. — 13. húsdýra. — 15. rífast. — 16. töluorð. —- 17. mikil vinna. — 18. meiddist. — 20. forskeyti. —■ 21. enga. — 24. gælunafn. — 27. hryggur. — 29. innt eftir. — 31. lærði. — 32. kvenmannsnafn. — 33. hygginn. — 35. hlut. — 36. tveir eins. — 38. deild. — 39. fjölda. — 40. fangamark félags. — 41. frumefnistákn. — 42. fjárhópur. — 44. kerlingar. — 47. gerðu dúk. — 48. persónufor- nafn. — 49. skáldsaga. — 50. stríðni. — 52. bragðefni. —-- 53. veizt. — 55. safna. — 57. höggvi af fót. — 59. ásýnd. — 61. afkvæmi. — 62. þrá (forn ending). 63. 20 lárétt. — 64. hin mikla lengd. — 65. öfug skammstöfun. Lóðrétt skýring: 1. sjúkdómur. — 2. gælunafn, þf. — 4. tóm- stund. — 5. gríp. — 6. verkfærið. — 7. fanga- mark félags. — 8. verzlar. — 9. biblíunafn. -— 10. i bylgjum. — 11. mannsnafn. — 12. sólguð. — 14. útskaga. — 18. = 33 lárétt. — 19. lista. — 22. tveir sérhljóðar. — 23. úrkoma. — 25. vinn úr ull. — 26. forskeyti. — 28. dvelur. — 30. dul- unni. — 34. liðinn tími. — 35. fari hægt. —- 37. vökvi. — 40. gáfaðri. — 43. sterkur. — 44. dóms- mál. — 45. fangamark félags. — 46. lengdar- eining, fl. — 48. hylji. — 51. greinir. — 54. þráður. — 56. ágætur. — 57. mannsnafn. — 58. mjúk. — 60. sár. — 61. tveir eins. — 62. tveir samstæðir. Lausn á 621. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. bás. — 4. falskur. — 10. hve. — 13. Ólöf. — 15. gitar. — 16. svar. — 17. lakri. — 19. byr. — 20. spönn. — 21. skána. — 23. skinn. — 25. unnarjórinn. — 29. ró. — 31. na. — 32. aug. — 33. N.N — 34. Bæ. — 35. ala. — 37. nef. — 39. nón. — 41. aur. — 42. gerast. — 43. svanni. — 44. gin. — 45. jag. — 47. ske. — 48. gul. —■ 49. ak. — 50. bú. — 51. óóó. *— 53. sl. — 55. re. — 56. saknaðartár. — 60. þekur. — 61. sinar. — 63. sumar. — 64. aga. •—■ 66. niður. — 68. alur. — 69. skora. — 71. rani. — 72. mar. -—• 73. skatnar. — 74. raf. „Það var ef til vill það bezta, sem hún gat gert undir þessum kringumstæðum. Það er sumt, sem ekki er hægt að afmá og nú skiljið þér, hversvegna klerkarnir neituðu að láta bera hana í kirkju. Ef þetta hefði verið trúarleg jarðarför, hefði allur bærinn verið viðstaddur, en þér skilj- ið að þegar sjálfsmorðið bættist við hitt, hélt það fólkinu frá því, að vera við jarðarförina; og svo er það ekki auðvelt hér, að vera við jarðarför, þar sem heilagt orð er ekki lesið.“ Við fórum gegnum kirkjugarðshliðið og ég beið, mjög hrærður yfir því sem ég hafði heýrt, þangað til kistan hafði sigið niður i gröfina, og þá gekk ég til mannsins, sem snökti ákaft, og þrýsti fast hönd hans. Hann horfði undrandi á mig gegnum tárin og sagði: „Þakka yður fyrir, herra minn.“ Ég sá ekki eftir því að hafa elt líkfylgdina. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Það var reist til minningar um fyrsta forseta Bandaríkjanna, Georg Washington. 2. Barn náttúrunnar. 3. Ketill flatnefur. 4. Hún er 23 mílur undan strönd Tangcinjika í Afríku. 5. Það er að brosa. 6. Snjáldurmúsin. 7. Hann var austurískur. 8. Finnska skáldið Zacharias Topelius. 9. Á Kúbu, Vestur-Indíum og Austur-Indíum, Hollendinga. 10. „Dannebrog." Lóðrétt: 1. ból. — 2. álas. — 3. sökku. — 5. ag. —-.6. L.l.B. — 7. styrju. — 8. kar. — 9. ur. — 10. hvönn. — 11. vann. — 12. ern. — 14. fránn. — 16. spinn. — 18. innansjúkur. — 20. skinn- vestin. -— 22. aa. — 23. sr. — 24. braggar. — 26. raf. — 27. ógn. — 28. bærileg. — 30. óleik. — 34. bunur. — 36. arn. — 38. eta. — 40. ósk. — 41. ang. — 46. góa. — 47. sóa. — 50. bakar. — 52. óðagot. — 54. lánir. — 56. semur. — 57. nr. — 58. rs. — 59. raðar. — 60. þula. — 62. runa. — 63. sam. — 64. aka. — 65. arn. — 67. rif. — 69. sk. — 70. aa. Svar við mannlýsingaspurningu á bls. 4: Þorvaldur víðförli. í Þorvalds þætti víðförla. Úr ýmsum áttum — Bandaríski vísindamaðurinn C. E. A. Winslow, sem er fyrrverandi prófessor við Yale-háskólann, og starfar nú á vegum heilbrigðismálastofnunar S. Þ., WHO, hefur rannsakað hvað sjúkdómar kosta í ýmsum löndum, bæði í töpuðu vinnuafli og beinum peningum. 1 sínu eigin landi, Banda- rikjunum, komst hann að ótrúlegri niðurstöðu. Einungis berkladauðinn kosta Bandarikin eina milljón vinnuára á hverju ári og sami sjúkdóm- ur kostar 350.000.000 dollara til lækninga. í Ind- landi gleypir mýrakaldan 80 milljónir sterlings- punda í sjúkrakostnað á ári, Egyptaland eyðir 20 milljón pundum til lækninga á mönnum, sem fengið hafa augnasjúkdóminn bilharzia og fram- leiðslulifið missir 33% af vinnuaflinu. Þetta eru aðeins fá dæmi Kennslukonan var að fá krakkana í bekknum til að kaupa skólamyndina. „Hugsið ykkur,“ sagði hún. „Eftir mörg mörg ár getið þið skoðað þessar myndir og sagt: Þetta er Bettí — hún giftist og á tvo krakka núna, þetta er Nonni — hann er sendisveitarritari i Danmörku." „Já, kallaði rödd aftan úr bekknum, „og þetta er kennslukonan — hún er nú dauð.“

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.