Vikan


Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 26, 1952 Hundrað ára afmœlið. ÞÝDD SMÁSAGA EFTIR eina viku,“ sögðu allar gömlu kon- urnar á elliheimilinu, „eftir ejna viku“. Hrukkóttu andlitin ljómuðu af eftirvœntingu og munnarnir gengu jafn hratt og prjónarnir. „Eftir eina viku. Bara að ekkert komi fyrir hana áður.“ „Eftir eina viku,“ sagði ráðskonan og allar hjúkrunarkonurnar. „Eftir eina viku, Anna Mortensen," sagði laekn- irinn og kinkaði brosandi kolli. „Já, eftir eina viku,“ svaraði Anna Morten- sen og gamla andlitið hennar ljómaði eins og sóiin, svo allar hrukkurnar, bæði langs og þvers, urðu eins og minnkuð mynd af fjallalandslagi í Abessiníu. „Hundrað ára!“ sagði ungfrú Hólm um leið og hún lagaði nærfærnislega sængurföt önnu fyrir nóttina. „En sú hátíð, frú Mortensen." „Kallaðu mig maddömu," bað Anna, þegar ungfrú Hólm hristi koddann — „kallaðu mig maddömu. Það var ég kölluð í gamla daga.“ „Já, en það er svo langt síðan að það tilheyrir næstum mannkynsögunni." „Alveg eins og Friðrik sjötti," Anna gamla kinkaði kolli. „Ég man vel þegar hann dó. Þá var ég 4. ára, já, og nú verð ég 100 ára eftir viku. Allar kirkjuklukkurnar hringdu. Pabbi vár þá bátsmaður í Nyboder, Ég sat í kjöltu mömmu: Nú er gamli kóngurinn okkar dáinn,“ sagði hún. Ungfrú Hólm sléttaði teppin. „Já, ég man ekki fleira um dauða Friðriks sjöunda, og svo fengum við annan kóng,“ sagði bún. „Þá var ég líka 4 ára." „Jú, og svo sagði mamma líka,“ Anna gamla hélt áfram að rifja upp gamlar endurminningar. „Anna, sagði hún, mannstu þegar þú hneigðir þig fyrir kónginum í Friðriksberg — en það get ég ekki munað, því þá var ég aðeins 2 ára.“ Hún þagnaði augnablik, en hélt svo áfram meðan ungfrú Hólm burstaði varlega þunna hvíta hárið. „Ætli kóngurinn, sem við höfum núna, sendi mér símskeyti. Læknirinn sagði einu sinni, að hann sendi öllum sem yrðu hundrað ára sím- skeyti. „Það gerir hann áreiðanlega," sagði ungfrú Hólm. Aftur þagnaði Anna gamla, hún hugsaði eins og lítið barn: hugsanir hennar gátu staðnæmzt við viss atriði, en þær gátu líka átt erfitt með að halda því, sem þær voru að fást við — oft léku þær líka lausum hala, en alltaf innan tak- marka hennar eigin áhugamála. — Og nú var það þessi hátíðisdagur, sem hún hugsaði um, þessi einstæði hátíðisdagur. „Ungfrú Hólm, ætli drengirnir komi?“ Andlit önnu Mortensen varð áhyggjufullt, — „heldurðu að drengirnir komi?“ „Já auðvitað koma drengirnir," svaraði ung- frú Hólm — „þú hlýtur að vita, að drengirnir koma þegar mamma þeirra verður 100 ára.“ „Jú—j—a“, gamla konan dró seiminn. „Það er ekki gott að segja, eins og ég skammaði þá seinast. Er það líka nokkurt vit af Hans, að setja upp bezta bindið sitt á virkum degi. Og Pétur, sat hann ekki þarna og óhreinkaði fallega vasaklútinn sinn, sem aldrei verður hægt að ná úr honum aftur. Ég hef þvegið margt um dagana, svo ég veit það; það er ekki hægt að ná perusafa úr. En Pétur hefur alltaf verið sóði og Hans hégómlegur frá þvi hann var lítill. Alltaf í beztu skónum sínum og blússunni, ef mamma var ekki á hælunum á honum. Já, þessir drengir, þessir drengir . . .“ Anna gamla Mortensen and- varpaði. „Þeir koma áreiðanlega, þvi geturðu treyst, Anna,“ sagði hjúkrunarkonan og hún hugsaði: Ég má ekki gleyma að minna ungfrú Láru á karl- mannadeildinni á það. Þessir karlar muna ekk- ert. Drengir Önnu Mortensen voru 76 og 78 ára gamlir — og andleg heilbrigði þeirra var heldur litilfjörleg. Heili móður þeirra starfaði betur en þeirra. „Þeir verða aldrei fullorðnir, þessir drengir," sagði Anna gamla andvarpandi og gætti að því, hvort hún næði í vatnsglasið. Svo kinkaði hún kolli til ungfrú Hólm, sem gekk að næsta rúmi. „Góða nótt, ungfrú Hólm, og svo skulum við vona að ég vakni ekki dáin í fyrramálið," sagði hún, — „maður ætti helzt — ekki —.“ „Nei, nei, frú Mortensen, þú ert svo hress og heilbrigð." „Já, það er nú satt," sagði Anna og kinkaði kolli, „en ég er alltaf í rúminu. Ég hef enga krafta lengur og einhvern daginn hverfa þeir al- veg og þá er ég dáin. Ja, það gerir auðvitað ekkert til, ég hef þó lifað svo lengi, að ég man eftir Friðrik áttunda og ég var með, þegar fyrsta járnbrautin var vígð hér í Danmörku." Anna var nú byrjuð á eftirlætisumræðuefni sínu og ungfrú Hólm kinkaði kolli á réttum stöð- um án þess að hlusta á hana, þvi að hún kunni söguna. Hinar konurnar á stofunni voru vanar að skríkja svolítið, þegar Anna fór að minnast svo gamalla atburða, en í kvöld voru þær vingjarn- legar. Oft njóta hjú góðra gesta og eftir viku yrði Anna 100 ára. Mikil veizla var í undirbún- ingi og þær, stofufélagar hennar, mundu njóta góðs af, svo þær hlustuðu með áhuga á Önnu. „Já, það var nú gaman," sagði Anna, sem var glaðvakandi og í skapi til að tala. „Ég var þá 12 ára og ég man það eins og það hefði gerzt í gær. Það var 27. júní 1847. Við höfðum farið til að sjá í VEIZTU -7 : 1. Fiskur þessi heitir á ensku The beaked Chaetodon. Hann beitir skoltunum sem byssu og skýtur vatnsdropum á skor- dýr. Hvar ætli séu heimkynni þessa fisks ? | 2. Kanntu að greina ostategundir frá listamönnum? Hér á eftir fara nokkur nöfn: Cellini, Giorgione, Gorgonzola, Edam. i 3. Hvar og hvenær gerist óperettan „Leðurblakan" ? i 4. Karl einn gekk út um nótt og sá bæj- arlækinn sinn renna upp i móti. — Hvernig mátti það verða? | 5. Hvenær fór Italía í síðari heimsstyrj- öldina ? [ 6. Sörli er til sem nafn á hesti og þykir t virðulegt, en hvernig ætli þér yrði við, ' ef við þig væri sagt: „Þú ert mikill sörli!“ í 7. Geturðu sagt án umhugsunar eftir hvern þessar bækur eru: Að haustnótt- um, Ströndin blá, Klukkan kallar? i 8. Hvað ætli kvikmyndaleikkonan Ingrid Bergman sé gömul? i 9. Hvenær kom út fyrsta bók Einars [ Benediktssonar ? : 10. Svo kemur hérna ein handa þeim snjöllu: Ef hálf önnur hæna verpir hálfu öðru eggi á hálfum öðrum degi, hve mörgum eggjum verpa þá sex hæn- I ur á sex dögum? [ Sjá svör á bls. 14. '*• MIIMIMItlMIMMMMMI.MHIMIMMIIM.. lestina leggja af stað. Ég var með, já, ég var með. Og herrarnir, sem sátu í lestinni voru kátir. Og svo hrópaði einn þeirra: Við verðum að hafa með okkur fulltrúa hinna fögru kvenna. Og svo gekk hann til manns, sem stóð þar með konu sinni og fallega vaxinni dóttur og hneigði sig fyrir þeim. „Vill jómfrúin ekki koma með kraftmiklu gufu- vélinni til Hróarskeldu ?“ spurði hann, „ef for- eldrar hennar leyfa?" En maðurinn og konan þrifu í stúlkuna og hrópuðu: „1 fyrsta lagi er dóttir mín ungfrú, það skaltu vita, og ég er liðsforingi, heiðursmaður, og í öðru lagi þiggur dóttir mín ekki boð ókunnugra manna í svona vitleysisferðalag." „Afsakaðu," sagði maðurinn og kynnti sig og þá fengu menn að vita — ég vissi það ekki, því ég var bara barn, sem ekki skildi slíkt; en seinna sagði mamma mér að hann væri einn af æðstu embættismönnum stjórnarinnar og i svona góðu skapi af því það átti að. . . Nú svo kom hann auga á mig og sagði: „En ef til vill fær litla ungfrúin leyfi foreldra sinna. Ég lofa því að hún kemur heil á húfi til baka." Mamma fölnaði af hræðslu, en pabbi, sem var til í allt, samþykkti ævintýrið: „Veittu þér þessa ánægju, stúlka min — það líður ekki á löngu áður en þeir hætta þessum kjánaskap," sagði hann hlæjandi. Og áður en ég vissi af, sat ég í lestinni, sem rykkti í, flautaði og lagði af stað. Hamingjan góða, hvað mér fannst hún fara hratt, en það voru víst ekki nema 30 km á klukkustund. Fyrir 10 árum var ég í bíl með dóttursyni mínum, dóttir min er dáin, hana þekk- ið þið ekki, ég á aðeins drengina eftir, en ég var í bíl með Gunnari — og hann sagði mér að við færum með 90 km hraða. En mér fannst það ekki nærri eins hratt og þegar ég fór i lestinni til Hróarskeldu. Fyrst varð ég hrædd, en svo fannst mér gaman. Ég man ekki vel hvernig ég komst aftur heim til pabba og mömmu . . .“ Anna gamla hafði ■ talað sig þreytta. Ungfrú Hólm hafði lokið störfum sínum á stofunni, hún slökkti ljósið, og skildi aðeins eftir ljós á litlu perunni bak við græna skerminn. „Góða nótt,“ sagði hún, „og sofið vel,“ en um leið og hún ætlaði út kallaði Anna gamla á hana. „Ungfrú Hólm," sagði hún, „ ég vil helzt ekki deyja fyrr en næsta þriðjudag. Mér var samt al- vara með það, sem ég sagði áðan, við eigum öll að deyja og þegar maður er orðinn svo gamall og farlama, er maður líklega búinn að fá nóg og vill fara að komast í gröfina. Og ég fæ fallega jarðarför, því ég á hundrað krónur. Daginn, sem ég kom hér, sagði ég það hreinskilnislega: Ég hef nurlað saman hundrað krónum fyrir greftr- uninni minni, því það eiga að vera fjögur græn tré, kerti og þrjár söngmeyjar. Ég veit vel að bærinn grefur gamla fólkið sitt, en ég vil þegar tími til kemur, hafa eitthvað meira við. Ég vil vera ærleg og heiðarleg, eins og ég hef alltaf verið og þess vegna vil ég ekki leyna því, að ég á þessar hundrað krónur og þær eru ætlaðar til jarðarfararinnar. Allir hafa líka verið svo góð- ir við mig hérna. Ágætt, sagði maðurinn, sem ég talaði við, ég tek alltaf tillit til svona smáupphæða, sem eru lagðar til hliðar fyrir greftruninni." Ungfrú Hólm hafði heýrt söguna um 100 krón- ur Önnu á hverju kvöldi, en hún hlustaði þolin- móð á hana. Hún vissi líka hvað kæmi næst. Anna gamla benti með skjálfandi fingri: „Gáðu hvort þeir eru ekki þarna, ungfrú Hólm.“ Hjúkrunarkonan tók pappakassa af hillunni undir náttborði önnu. 1 kassanum lágu margir smáhlutir, allt minjagripir Önnu gömlu og neðst á botninum voru tíu tíukrónu seðlar. „Það er ágætt, það er ágætt," sagði Anna gamla, „en minnstu ekki á þetta við drengina, því þá hugsa þeir ekki um annað en að ná pen- Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.