Vikan


Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 26, 1952 FRÉTTAMYNDIR Taft öldungardeildarþingmaður skoðar rauðan og gráan bún- ing úr silki, sem knapinn á hestinum hans verður í á næstu veðreiðum. Fimm ára gamall lömunarsjúklingur kann líka að meta silkið. Heimiliskötturinn og kanarlfuglinn (efri myndin) heyja einvígi. Kötturinn, sem heitir „Tígrisdýrið", er auðsáanlega í veiðihug. Hann hristir höfuðið og hvæsir. A neðri myndinni er kominn matar- tími, en í stað þess að éta fuglinn að gömlum sið, lepur „Tígris- dýrið" mjólkina sína með leikfélaga sínum. . „_ William Gutches, kapteinn, lendir á flugvelli í Kóreu eftir 500. flugferð sína. Eftir aðra heimsstyrjöldina var hann kominn upp í 425 flugferðir og þegar hann hafði farið 55 ferðir í Kóreu, átti hann að fá hvíld, en hann vildi bæta 20 við sig til að gera töl- una fallegri. ,'¦ Eftir að allar brýrnar á fljótinu Imjin í Kóreu voru brotnar af ísjökum, reyndu þessir Ameríkumenn að sigla á ísi þaktri ánni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.