Vikan


Vikan - 03.07.1952, Page 9

Vikan - 03.07.1952, Page 9
VIKAN, nr. 26, 1952 9 Taft öldungardeildarþingmaður skoðar rauðan og gráan bún- ing úr silki, sem knapinn á hestinum hans verður í á næstu veðreiðum. Fimm ára gamall lömunarsjúklingur kann líka að meta silkið. Heimiliskötturinn og kanarífuglinn (efri myndin) heyja einvígi. Kötturinn, sem heitir „Tígrisdýrið", er auðsáanlega í veiðihug. Hann hristir höfuðið og hvæsir. Á neðri myndinni er kominn matar- tími, en í stað þess að éta fuglinn að gömlum sið, lepur „Tígris- dýrið“ mjólkina sína með leikfélaga sínum. William Gutches, kapteinn, lendir á flugvelli í Kóreu eftir 500. flugferð sína. Eftir aðra heimsstyrjöldina var hann kominn upp í 425 flugferðir og þegar hann hafði farið 55 ferðir í Kóreu, átti hann að fá hvíld, en hann vildi bæta 20 við sig til að gera töl- una fallegri. Eftir að allar brýrnar á fljótinu Imjin i Kóreu voru brotnar af ísjökum, reyndu þessir Ameríkumenn að sigla á ísi þaktri ánni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.