Vikan


Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1952 Fra mha Ids s aga: 18 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY XII. KAPITULI. Virkisgröfin gerir sitt gagn. Everdon lávarður hinn áttundi var í fúlu skapi. Flestir gestirnir, sem þekktu lávarðinn of vel til að bera nokkra virðingu fyrir honum, höfðu lát- ið honum eftir að hafa ofan af fyrir sér sjálf- ur. Þeim féll vel við hann þegar hann var kát- ur og galsafenginn; hann gat verið skemmtileg- ur þá, og jafnvel bara fyndinn stundum. En þeg- ar hann var með ólund, þá var hann óllum hvimleiður. Nokkrir boðsgestanna höfðu farið inn í hnatt- borðsstofuna, aðrir voru að undirbúa einhvern galgopaskap fyrir kvöldið, enn aðrir höfðu farið upp á herbergi sin til að skipta um föt fyrir kvöldverðinn. En með öllum var eitt sameiginlegt — lífsleiði. „Bölvaður fruntinn," sagði Everdon fjúkandi reiður og hvessti augun á von Haup barón, þar sem hann stóð fyrir framan hann á arinábreið- unni á lesstofunni. „Mér gramdist mest, að hann gerði mig að fífli — frammi fyrir öllum þessum starandi afglöpum." Norman Konkvest yppti öxlum. „Svo! Sagði ég þér þetta ekki?" sagði hann fyrirlitlega. „Þú vildir ekki hlusta á aðvaranir minar, kæri Buppi minn. Þessir menn frá Scot- land Yard eru seigir náungar. Þú þarft ekki að hugsa, að þú getir villt þeim sýn og talið þeim trú um að hér hafi verið framið rán, þeg- ar ekkert rán hefur átt sér stað." „Hvernig í fjandanum vissi hann það," taut- aði lávarðurinn. „Hann byrjaði ekki einu sinni á neinum yfirheyrzlum. Guð veit, að ég skal láta hann líða fyrir þetta, sem hann sagði við mig í dag. Þú varst ekki viðstaddur, Rudolf. Hann kallaði mig lygara! Auðvirðilegi lögreglusnuðr- arinn!" Hann var svo óvanur við að honum væri sagt til syndanna, að þegar einu sinni kom að þvi, þá gat hann ekki gert sér það að góðu. Og atvikið í dag hafði verið blátt áfram auðmýkjandi. Hann hafði lofað gestum sínum alveg einstöku skemmti- atriði, en veruleikinn hafði gert hann hreint og beint hlægilegan. Eins og allir þeir, sem skemmtanafýsnin hefur farið með í öfgar, var Everdon lávarður óskap- lega leiður á öllum venjulegum skemmtunum; hann var gersamlega áhugalaus fyrir heilbrigð- um dægradvölum. Hann var sífellt að brjóta heil- ann um einhverjar nýjungar í þessu efni — eitt- hvað hjákátlegt og öfgafengið. Auðæfi hans höfðu fært honum svo mikið af skemmtana tægi, að hann gat ekki lengur notið neins í því efni og var sífellt leiður á lífinu. „Eg er hundleiður á þessu öllu saman," sagði hann um leið og hann henti frá sér hálfreykt- um vindlingi. „Djöfullinn sjálfur, er ekkert til að drekka hérna. Eg rek þennan andskotans byrl- ara. . . . Getum við ekki gert eitthvað í kvöld, Rudolf? Eitthvað óvanalegt? Heimboðið er að fara í hundana. Getum við ekki farið til London." . . . Hann þagnaði og var eins og á báðum áttum. „Til hvers er það svo sem? Það er ekkert í London, sem nokkurs er vert." Konkvest horfði á hann hugsandi. „Ertu svona langt niðri, Buppy?" ,,Já, vissulega. Og ég er i engu skapi til að hlusta á kaldhæðni þína." ¦ „En — nei, þú hefur alveg skakkt fyrir þér," sagði Konkvest. „Mér hefur dottið nokkuð smell- ið í hug, — dálítið, sem gæti vakið áhuga þinn. Eftir kvöldverð gætum við gert nokkuð verulega skemmtilegt, — dálítið, sem snertir þennan Wil- liams." „Haltu áfram." „Hann er ennþá í þorpinu hérna, — mér skilst við kvöldverð í Kóngshöfðinu. Hvernig lízt þér á það, kæri Buppy, að við fengjum hann hingað í hendingskasti til að rannsaka morðmál. Hann stenzt ekki þá freistingu, þótt hann léti ekki veiða sig með fölsku þjófnaðarmáli." Þessi uppástunga gerbreytti skapi lávarðarins. „Rudolf, gamli seigur, þarna hittirðu á það," sagði hann glaðklakkalega og þrútið andlitið roðnaði enn meira af æsingu. „Við getum auð- veldlega komið þessu svo fyrir. Já . . . einn úr bópnum felur sig og við látum sem við höldum að hann hafi verið myrtur. Það væri kannske betra að láta þetta vera eina af stúlkunum . . . Við skulum láta finnast blóðdrefjar hingað og þangað . . . og spor . . . og blóðugt morðvopn. En sú skemmtun, Rudy! Ef ég get aðeins náð mér niðri á skollanum honum Williams, skal ég vera ánægður." „Við skulum tala rækilega um þetta," sagði Konkvest. „Já, við megum ekki flýta okkur um of. Williams er slyngur. Svo verðum við einnig að kæra til heimalögreglunnar. Þjónustufólkið má ekkert fá að vita, svo að heppilegast er að við ræðum málið við gestina meðan þeir drekka vínblönduna. Segðu engum frá þessu — að svo komnu." Everdon lávarður var svo yfir sig hrifinn af þessu nýja viðhorfi, að hann vildi óðfús ræða málið þá þegar, en Konkvest ráðlagði honum að fara upp á loft og klæða sig til kvöldverðar; nægur tími yrði til að ræða um undirbúninginn við kokkteil-drykkjuna. Everdon fór i burtu hæst- ánægður. „Af ekki ógreindari manni að vera, er hann óttalegur flautaþyrill," tautaði Norman hæglát- lega um leið og hann tók upp símatólið og þrýsti á vissan hnapp. Hann var nrjög ánægður með sjálfum sér fyrir það hve algerlega honum hefði tekizt að ná trausti Everdons lávarðar. Þetta var líka hreint ekki svo lítið afrek, þvi lávarðurinn var enginn heimskingi og að eðlisfari tortrygginn. Það var auðvitað hinn sterki og ómótstæðilegi persónu- leiki vígdjarfa ofurhugans, sem átti mestan þátt í þessu. Á stundum hafði honum tekizt að vinna fullt traust alveg ókunnugra manna á nokkrum klukkustundum; við Everdon hafði hann lagt slg í framkróka í margar vikur í þessu skyni. Og nú var hann trúnaðarskrifari lávarðarins með fullu valdi . . . Jæja, að vísu ekki alveg fullu. Hann hafði ekki ennþá fengið fullt vald yfir bankainnistæðum lávarðarins. Honum hafði verið falin meðferð á fé til allra venjulegra þarfa, og hefði hann kært sig um, hefði hann getað hlaupizt á brott með nokkur þúsund pund. En Konkvest var ekki að leika hlutverk sitt fyrir þess háttar smáræði . . . Fyrirætlun hans var slóttugri og róttækari. Þegar hún væri a3 íullu komin í framkvæmd, skyldi fórnarlamb hans ekki eiga afturkvæmt til fyrra hátternis síns. Hann ætlaði að lama að fullu alla möguleika hans í því efni. Breytingin á Everdon var svo áberandi, að tveir gesta hans sem mættu honum i stiganum, urðu undrandi yfir umskiptunum. „Halló, Buppi! Hvað hefur sópað skýjunum frá sólinni aftur?" sagði annar þeirra undrandi. „Þú munt verða bæði hissa og hrifin, snotra mín," sagði lávarðurinn og klappaði stúlkunni á velmálaða kinnina. „Veiztu, að það er blátt áfram nautn að horfa á þig, tjátlan mín." „Líttu þá rækilega á mig," svaraði hún blíð- lega, „því meira færðu ekki." Hann hló lágt og hélt áfram upp sttigann. Herbergisþjónninn, sem búizt hafði við skömm- um og formælingum, hafði aldrei fyrr hitt lávarð- inn i jafngóðu skapi. Hann söng meira að segja á meðan hann var að hnýta á sig hálshnýtið. Og hlæjandi var hann, þegar hann fór út úr her- berginu. A meðan hann var að skipta um föt, var hann að velta fyrir sér öllum mögulegum ráðum og aðferðum. Þetta varð að gerast að öllu vel athuguðu; Williams hafði sloppið ur fyrri gildrunni og þessi varð því að vera svo vel gerð, að ekki yrði við henni séð. Það varð að vera eitthvað meira en lítið freistandi til þess að Scotland Yard-maðurinn rynni á agnið. Konkvest hafði athugað allar aðstæður ágæt- lega; hann vissi að Everdon var í því skapi að kæra sig kollóttan. Ef hann hefði verið öðru visi skapi farinn í þetta sinn, hefði hann vart verið svona ákafur. Upplogið gimsteinarán var nægilega alvarlegt gabb við Scotland Yard, en uppgert morð var miklu hættulegra. Þegar sann- leikurinn kæmi í Ijós, gat það auðveldlega leitt af sér stranga ákæru á lávarðinn. En Everdon lávarður lét sig það litlu skipta þetta kvöld. Hann var í þvi skapi. Þegar hann gekk fram eftir breiðum gangin- um á leiðinni að stiganum kom hann auga á velklædda þjónustustúlku, er var að ganga inn i língeymsluna með nýþveginn þvott í fanginu. Stúlkan leit hálfvegis aftur um leið og hún gekk fram hjá og brosti til hans dálítið óskamm- feilnislega. Þetta var nægileg uppörvun fyrir mann eins og Everdon . . . Um leið og hún sneri snotru andlitinu frá honum, sá hann hana depla cfurlitið vinstra auganu. Hann hafði tekið eftir þessari nýju stúlku í húsinu tvo eða þrjá síðustu dagana og honum hafði fundizt hún brosa litillega til sín einu sinni eða tvisvar, en þá höfðu einhverjir verið viðstaddir. Nú voru þau alein. Þetta leit út fyrir að vera ágætt tækifæri. Hann stanzaði í dyragættlinni á Jíngeymsl- unni þegar hann kom á móts við hana. Þetta var allstórt herbergi, með stórum skápum vi3 tvo veggi og opnar hillur við þann þriðja. Stúlk- an var að leggja þvottinn af eér á eina hilluna. Hún var smávaxin og grönn með fallegt rautt hár, sem glitrati á í birtunni frá raímagnsliós- inu í loftinu . . . Og Everdon lávarður var sér- staklega hrifinn að rauðkollum. „Svo þetta gerist hér?" sagði hann um leið og hann gekk inn fyrir. „Vitið þér, Judy, að ég hef oft brotið heilann um hvað væri hérna inni. Ég vissi ekki fyrr en núna hvað það var fal- legt." „Eg heiti Mary, herra," sagði stúlkan auð- mjúklega. En skyndilegur glampi i augum hennar sagði annað. Everdon lávarður færði sig nrar og virti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.