Vikan


Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 26, 1952 11 SAKAMÁLASAGA Framhaldssega: eftir MIGNON G. EBERHART 26 „Það væri ekki fráleitt að spyrja frúna nokk- urra spurninga," sagði Wilkins og horföi hugs- andi á Ruby. Ruby gaf frá sér hljóð. Andlit Wats varð öskugrátt. Fitz sagði einkennilega æstri röddu: ,,Nei, það breytir málinu algerlega, Henley. Reyndu að hugsa þér ad frásögn Lissy Jenkins sé rétt . . ." „Eldabusku dr. Luddingtons?" sagði hann og það kom glampi í augu hans. „Já, hugsaðu þér, að hún hafi sagt satt og að dr. Luddington hafi sjálfur skrifað bréfið til Ruby — af því hann hafði hringt til hennar, en ekki náð í hana. Setjum svo, að hann hafi verið að tala við einhvern annan, þegar Lissy heyrði til hans." „Og það hlýtur hann að hafa gert, ef elda- buskan segir satt," sagði Wilkins stuttlega, en bann horfði samt með athygli á Pitz. „Setjum svo, að læknirinn hafi viljað ráðfæra sig við einhvern, sem hann treysti og að sá hafi veriJ morðinginn. Hann vildi trúa þessum manni fyrir leyndarmáli sínu, en af því hann talaði í símann gat hann ekki nefnt nein nöfn. Morðing- inn gat skilið orð hans sem aðvörun og þess vegna flýtt sér heim til hans." „Já, en . . .." byrjaði Henley. „Reyndu einu sinni að líta á málið frá þeirri hlið," sagði Fitz. „Þá hafa dr. Luddington orðið á mistök." „Já, hann hefur haft rangt fyrir sér," hrópaði Wat, „þvi hann hélt að Ruby hefði gert það, en það hefur hún ekki gert." ,,Ef maðurinn sem kom til að tala við dr. Luddington var sá, sem læknirinn áleit morðingja Ernestínu, hefði hann þá snúið við honum bak- inu og látið hann skjóta sig?" spurði Fitz. ,,Ég er að segja ykkur, að ég skaut Ernestínu," sagði Jed enn við Wilkins. „Þið getið ekki tekið Sue fasta fyrir það. Hversvegna viljið þið ekki hlusta á mig?" „Skauztu dr. Luddington líka? og Bronson? Ætlarðu að ganga svo langt?" Jed leit út fyrir að 'vera bæði ruglaður og íeiður: „Auðvitað ekki," sagði hann. Wilkins bandaði hendinni óþolinmóður og Hen- ley sagði: „Haltu þér utan við þetta, Baily. Það trúir þér ekki nokkur maður. Ástæðan er alltof augljós." „En þið ætlið að taka Sue fasta fyrir morðið á Ernestinu, en ekki fyrir morðið á dr. Ludding- ton eða . . .", hann sneri sér að Fitz. „Hvers- vegna hjálpar þú mér ekki Fitz?" sagði hann reiður. „Þú sagðir að ég gæti hjálpað með . . ." „Nú jæja, svo þið hafið komið ykkur saman ijm þetta," sagði Henley stuttlega og það kom glampi í augu hans. Hann tók skyndilega ofan gleraugun og braut saman bréfið. „Reynið þið nú að líta á þetta frá annarri hlið, Henley og Wilkins," sagði Fitz. „Dr. Luddington hélt að Ruby hefði drepið Ernestínu. Hann vernd- aði Ruby meðan á rannsókn málsins stóð, af því hún var tengdadóttir hans. Hann sór blátt áfram falskan eið og það hefur áreiðanlega fengið mjög á hann. Og þegar á að handtaka Sue, sér hann fram á — eins og hann skrifar, að hann verður að velja, svo hræðilegt sem það er. Hann gerir það sem honum finnst rétt. Fyrst trúir hann ein- hverjum fyrir þessu, hringir til hans og aðvarar hann blátt áfram. Svo hringir hann til Rubyar, til að láta hana vita. Hún er ekki heima og hann sezt ni3ur til að skrifa henni. Sá sem hann hringdi SÖGULOK til, hefur orðið hræddur og kemur — hann les ekki þaO' sem læknirinn er að skrifa fyrr en of seint — og skilur þá hvað læknirinn átti við. En þessi umræddi maður skilur líka, hvers virði bréfið getur orðið seinna — getið þið ekki skilið þetta . . ." „Ég skil það, en við verðum að gera skyldu okkar og taka þessa stúlku fasta," sagði Henley uppörvandi við Wilkins. „Segðu okkur eitt, Wat. Hefur Sam Bronson nokkurn tíma komið til þín eða Rubyar og sagzt hafa séð Ruby? eða þig?" Wat vætti varirnar. ,,Ég beið úti á veginum með bilinn. Ég ætlaði að stöðva Ruby. Hann gat ekki hafa séð mig og þó hann hafi séð Ruby, nefndi hann það aldrei. Ég segi það alveg satt, Fitz, að ég skaut hann ekki." Rödd Fitz hafði einhvern veginn breytzt. Sue gat ekki gert sér grein fyrir hvernig, en þegar hann talaði heyrði hún að æsingin, sem kom- inn var i röddina var öðruvísi en áður. „Reynið aS gera ykkur í hugarlund, að Ludd- ington hafi trúað röngum manni fyrir þessu, þeim manni, sem hann allra sízt átti að segja nokkuð. Og setjum svo, að þessi maður hafi kom- ið ríðandi I reiðfötum, svo að hann yrði álitinn veiðimaður, ef einhver sæi hann. Nú vissi morð- inginn að Sue var grunuð ög ef til vill borg- aði það sig fyrir hann, að styrkja þennan grun. Ef þannig liggur i þessu, er símtalið, sem var látið líta út fyrir að vera frá sjúklingi . . ." „Já, og það blandaði mér líka í málið," sagði Jed. „Ef til vill hefur Fitz rétt fyrir sér. Ég og Sue vorum þegar grunuð og með þessu móti leit svo út, að við værum lika . . ." „Ég ætla ekki að fara að ráðleggja ykkur neitt," sagði Fitz. „Nei, það dettur mér ekki í hug," sagði Wilk- ins háðskur, en nuddaði hugsandi á sér nefið. Fitz hélt áfram. „en ég hélt að lögregluforingjan- um þætti fróðlegt að heyra um síðustu atburðina í sambandi við þetta mál." Henley leit á Wilkins, sem sagði skyndilega. „Það hlýtur að vera simi hér einhvers staðar." „Ég skal sýna þér hann," sagði Fitz fljótt.. Wilkins ætlaði að fara með honum, en stanzaði allt í einu og sagði við Henley: „1 þinum sporum mundi ég fara með herra og frú Luddington og ungfrú Duval inn í lögreglubílinn. Lögregluþjónn- irm getur litið eftir þeim." „Mig!" hrópaði Kamilla. „Mig!" „Sem vitni," sagði Wilkins og gekk fram að dyrunum. Henley hugsaði sig um augnablik, en lét svo undan: „Agætt, viljið þið gjöra svo vel og koma með mér," sagði hann. Þau mótmæltu, en brátt voru þau öll, Kamilla æst og mótmælandi, Ruby þegjandi og eins og steinrunnin, og Wat grár og tekinn, horfin út úr herberginu. Danslagið hækkaði þegar hurðin var opnuð. Fitz mætti augnaráði Woodys: „Er sím- inn ekki í bakdyraganginum?" sagði hann. „Jú, en það er . . ." „Viltu vera svo góður að sýna okkur hann." Woody fór með Fitz og einhver lokaði hurð- inni. Niðurinn af röddum heyrðist gegnum hana. „Ég lofaði þér, Sue, að þeir skyldu ekki hand- taka þig og það skulu þeir heldur ekki gera," sagði Jed. „Það gagnaði ekkert, Jed. Þeir trúðu þér ekki," Það var dauðakyrrð í herberginu eftir að Kam- illa fór. Dansinn hélt áfram og tónarnir bárust inn um svalargluggann. Wat? hugsaði Sue. Gat það verið, að nokkur maður fórnaði föður sín- um fyrir konuna sína? Dr. Luddington hafði tal- að um hræðilegt val, hafði Wat átt enn hræði- legra val? Jed sat kyrr og starði niður á gólfið. Sue settist hægt niður og studdi hönd undir kinn.- Dyrnar opnuðust og Wat kom inn. Skarpleitt, magurt andlit hans v'ar hræðilegt á að líta: „Þeir sögðu mér að segja þér, að ég sat I bílnum úti á veginum við Duvalsetrið og beið eftir Ruby. Ég ætlaði að reyna að stöðva hana. Hún hafði sagzt ætla þangað og tala við Ernestínu, en mér datt ekki í hug að hún hefði farið riðandi. Að lokum gekk ég heim að húsinu og þá sá ég vagn Jeds standa þar og fór upp i hann. Ég sá þig við húsið og þess vegna steig ég út úr honum og fór mína leið. Ég heyrði ekki skotið. Ég ók í burtu, því þú varst þar, og þó Ruby væri þar enn, mund- ir þú stöðva hana ef eitthvað kæmi fyrir. Ég nefndi það ekki seinna, því ég vildi hvorki láta blanda mér eða Ruby í málið. Eg vissi heldur ekki, hver hafði framið morðið. En eftir að pabbi — þetta hefur verið helviti fyrir mig — hefði ég sagt sannleikann, hefði lögreglan sagt, að Ruby væri sú seka, og ég varð . . ." Það var eins og Wat hlustaði á eitthvað frammi á ganginum. Hann leit taugaóstyrkur yfir öxl sér og sneri við um leið og hann sagði: „Ég var maðurinn, sem sat í vagninum." Sue skíldi hann ekki, en skyndilega áttaði hún sig, því hún stóð upp og nærri datt um vítt pils sitt. „Wat." En Wat hafði lokað hurðinni: „Haltu þessu áteveSið fram, Sue. Þú hefur gert það allan tím- ann. Þú hefur verið dásamleg. Haltu því áfram." Hún stóð þarna og hallaði sér upp að borð- inu: „En, Jed, þú varst í vagninum." Jed brosti og horfði aðgætinn á hana. „Liii það er satt," hrópaði hún æst. „Ég sá big . . ." ,Já, Sue, þetta var rétt. Svona á það að vera. Ég vissi, að þú myndir aldrei koma upp um mig. Á tímabili gerðirðu mig hræddan — þegar þú lézt sem þér þætti ekki lengur vænt um mig. Þegar þú sagðist ekki vilja giftast mér varð ég hræddur. Ég hélt, að þú myndir viðurkenna, að þú hefðir búið til þessa fjarverusönnun fyrir mig. Þú gerðir þetta svo blátt áfram og slælega og varst svo trygg, að ég vissi að ég gæti treyst þér." „Þú — Þú." „Þú gerðir mig hræddan, en það hefði ég eklti þurft að vera. Eg hefði átt að vita, að ég gæti treyst þér. Mér þótti þetta verst með dr. Ludd- ington, en þú hlýtur að sjá hve nauðsynlegt það var. A ég að segja þér nokkuð, Sue," svipur hans var sigri hrósandi og hann hló lágt. „Veiztu, að þegar ég byrjaði að draga mig eftir þér, var mér ekki eitt einasta augnablik alvara. Það var ekki erfitt þvi að þú ert falleg og elskuleg, en ég gerði það bara til að hefna mín á Ernestínu. Ég vissi að hún átti stefnumót við einhvern — og Sue, þú hefur verið svo góð og trygg og "logið svo vel fyrir mig — ég held að þú munir halda áfram að ljúga, þó það kosti þig lífið. Hvers get ég óskað framar af konu?" Hann gekk í átt- ina til hennar. Sue æpti: „Ég laug ekki. Ég

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.