Vikan


Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 26, 1952 hana fyrir sér af meiri áhuga. Já, vissulega var hún falleg . . . „Hef ég ekki séð yður áður?" spurði hann snögglega. „Jú, herra, tvisvar eða þrisvar . . ." „Og þetta er fyrsta sinn sem ég hef talað við yður," sagði hann sjálfsásakandi. „Það er ófyrir- gefanleg ónærgætni. Hvernig líkar yður hérna? Eruð þér ánægðar? Hvar vinnið þér?" „Aðallega niðri í eldhúsinu, herra minn." „En það er blátt áfram heimskulegt! Við get- i'm alls ekki látið eyða tímanum við þessháttar dútl," sagði lávarðurinn. „Ég skal tala við Rawl- ing um það. Brytinn er heimskingi . . . Ég skal láta færa yður til, svo að þér vinnið hérna uppi. Upp frá þessu vinnið þér í svefnherbergjunum, góða mín." Hann gekk nær henni, og Mary virtist nú sjá það um seinan af æstu augnaráði hans, að hún hefði hagað sér heimskulega að gefa honum und- ir fótinn. Heitur andadráttur hans lék um kinn- ar henni, og hún hopaði undan. Hann hafði einmitt búizt við þessari hreyfingu og hún vakti kátínu hans svo hann hló. „Hvað er að? Eruð þér hrædd?" „Nei, herra lávarður," sagði stúlkan og var dálítið skjálfrödduð. „En — ef hr. Rawling sæi til mín ¦ . ." „Fjandinn hafi Rawlings? Hann getur haldið sér að sínum eigin málum." Everdon lávarður rétti út handleggina og þreif stúlkuna í fang sér. „Vitið þér það, að þér eruð sjálfsagt fimm- Kíu sinnum fegurri en nokkur af vinkonum mín- am hérna? Verið þér ekki sífellt að snúa yður undan — mig langar til að virða yður vel fyrir mér. Ég er ekki enn búinn að sjá vel framan í yður." Hann fór að þukla hana, og hún byrjaði að brjótast um. „Látið mig í friði, kæri lávarður!" hvíslaði hún óttaslegin. „Ein af þessum, sem verður að dekstra?" sagði hann hlæjandi. „Verið þér róleg — og ekki með neina heimsku. Ég ætla aðeins að kyssa yður. Komið með mjúku varirnar yðar." „Ég vil ekki kyssa yður, herra lávarður." „Þér getið ekki blekkt mig með úngmeyjar- leikaraskap, barnið gott. Aldrei verið kysst; jæja, þá er nú tími til kominn. Ég skal taka yður í kennslu — og áður en yður varir, munuð þér koma og sækja um meiri kennslu." Hann talaði glaðlega og var liðugt um mál. 1 augum lávarðarins var þetta aðeins smávægi- legt atvik, því hann hafði kysst allar laglegar vinnukonur, sem starfað höfðu á lávarðssetrinu. Meðal þjónustufólksins var mikið talað um hegð- un lávarðarins, er vakti þar mikla gremju. 1 þorpinu var líka mikið um þetta rætt . . . Hin ríka tilhneiging lávarðarins til kossaflens við allar þjónustustúlkur á lávarðssetrinu, — sem stundum gat farið lengra — var megin orsök hinn- ar almennu gremju héraðsbúa. „Kæri lávarður, látið mig í friði," bað Mary og var nú orðin verulega smeyk. „Ég meinti ekkert ..." Nú tók hann utan um hana og hélt henni fastri og reyndi að kyssa hana á munninn með valdi. Honum þótti ekki miður þótt þær streitt- ust á móti. „Þér meintuð ekkert, ha? Þetta var fyndið!" sagði hann másandi og þrýsti hendinni á einn viðkvæmasta blettiinn á líkama hennár. „Þér áttuð ekki að gefa mér undir fótinn, ef þér vild- uð ekki láta kyssa yður. Verið kyrrar, litli heimskingi." Allt í einu varð hann ofsafenginn og villtur — hið venjulega viðbragð saurlífisseggsins. Snerting hennar og kvenleg kynferðiseinkenni, vöktu losta hans, og óvæntur mótþrói hennar gerðu hann óðan. Hún rak upp skelfingaróp og sleit sig lausa með undraverðri lagni og fimi og hopaði undan honum yfir þvert herbergis- gólfið, móð og másandi. „Haltu þér saman, litla, heimska fíflið þitt," kallaði hann. „Ætlarðu að láta allt fólkið hérna heyra til þín ? Ég ætlaði ekki að meiða þig . . . Hæ, gáðu að þér! Þú dettur út um gluggann, ef þú gætir þín ekki!" „Þér skulið ekki koma nærri mér!" kallaði stúlkan ofsaæst. Hann hrópaði upp. Hann hafði gert hana svo hrædda, að hún veitti aðvörun hans enga athygli — og hún hélt áfram að hopa aftur á bak í átt- ina að eina glugganum á herberginu, er stóð hálfopinn. Hann stökk áfram til að grípa í hana, en hún misskildi tilgang hans. Hún flýtti sér undan . . . og hrataði. „Gættu að þér!" æpti hann óttasleginn. Ógurlegt hræðsluvein gall við á næsta augna- bliki, frá vesalings stúlkunni, sem hafði steypzt aftur yfir sig út um gluggann, er náði niður undir gólf. Everdon sá hana hverfa á snöggu augabragði og heyrði óp hennar í fallinu inn um gluggann. „Guð sé oss næstur'." Hann stökk í hendingskasti út að glugganum og hallaði sér út . . . og í sama vetfangi heyrði hann skvamp og hávaða neðan frá virkisgröf- inni. Það var orðið of dimmt til að nokkuð sæ- ist og það var enginn upplýstur gluggi á neðri hæðinni þarna megin á höllinni. „Hvað er að?" kallaði hörkuleg rödd. „Buppi! hvað hefur komið fyrir?" Konkvest kom á hlaupum inn í língeymsluna og var sýnilega brugðið. Hann hafði heyrt ópið alla leið yfir í endann á ganginum — fyrra ópið. Hann hafði bara yppt öxlum. En þegar síðara ópið kom, áleit hann réttara að athuga þetta. Hann kom að Everdon við opinn gluggann, þar sem hann starði niður í myrkrið. Hann virtist alveg lémagna yfir því sem gerzt hafði. „Guð komi til — hvaða vein var þetta Buppy?" spurði Konkvest reiðilega. „Hafðu vald á sjálfum þér! Hvað kom fyrir?" „Ég átti enga sök á því," sagði lávarðurinn stamandi. „Hún . . . gekk aftur á bak út um gluggann af slysni . . . Bölvuð stelpan. Get ég nokkuð gert að því þó að litli heimskinginn yrði hrædd að orsakalausu? Pjandans klípa! Það verður óskemmtilegur sónn í vinnuhjúahíbýlun- um út af þessu." Neðan frá virkisgröfinni heyrðist skvamphljóð. „Hjálp!" heyrðist kallað mjórri, óttasleginni rödd. „Þú ert alltaf sami, stóri fábjáninn, Buppy," hreytti Konkvest út úr sér reiðilega. „Hvenær ætlarðu að læra að láta stelpurnar í friði? Og Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Lilli: Hamingjan góða, hvað þessi heimavinna er erfið, pabbi. Hvað heitir höfuðborgin í Afganistan? Pabbinn: A-a, þú mátt ekki trufla pabba. Ég þarf að ljúka þessu verki fyrir skrifstofutima á morgun. Lilli: Mamma, viltu gjöra svo vel að segja mér hvað höfuS- borg Afganistans heitir? Mamman: Bíddu augnablik, Lilli------------. Sérðu ekki að mamma er önnum kafinn við að búa til matinn með Bertu ? Parðu frá! Lilli: Berta, vilt þú segja mér hvað höfuð- borg Afganistans heitir? Berta: Skammastu þín ekki fyrir að vita þetta ekki ? Ég vil ekki segja dreng á þínurn aldri það. Par^u nú. Lilli: Nú man ég það. Ég ætla að sýna pabba og mömmu hvað ég er duglegur. Berta: Ég er viss um að það er eitt af þessum borgarnöfnum, sem ómögulegt er að bera, fram. Pabbirm: Ég hef aldrei heyrt minnzt á þetta land, svo ég tali nú ekki um borgina. Við skulum nú sjá. Mamman: Mér leiddist landafræðin alltaf, þegar ég var í skóla. Við skulum hringja í Ed frænda. Hann veit það ef til vill.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.