Vikan


Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 26, 1952 Michele Morgan, Gertrude í Blinda stúlkan og presturinn. Michéle Morgan og núverandi rnaður hennar Henri Vidal. Það er ekki oft, sem við fáum tækifæri til að sjá jafn meistaralega gerða mynd og Prestinn og blindu stúlkuna, sem Nýja Bíó sýndi um daginn, enda er vel til hennar vand- að. Myndin er gerði 1946 af Jean Dalannoy eftir skáldsögu André Gide „Symphonie Pastorale". En André Gide er einn af frægustu rithöfundum og heimspekingum Frakka. Myndin er öll mjög vel sett upp, og endirinn, blinda stúlkan drukkn- uð, sérstaklega áhrifamikill. Allur leikur myndarinnar er líka aðdáunar- verður, enda fara Pierre Blanchar og Michéle Morgan með aðalhlutverk- in. Þau, hafa bæði skapað á léreftinu fjölda ógleymanlegra persóna, eink- um Pierre Blanchar, sem hefur nú ieikið í yfir 20 ár, og er mjög ástsæll meðal Frakka fyrir að hafa „leikið stór hlutverk" í neðanjarðarhreyf- ingu þeirra á styrjaldarárunum. Michéle Morgan er yngri, 32 ára gömul. Hún gekk á leiklistarskóla í París og byrjaði að leika í Holly- wood á styrjaldarárunum. Eftir strið kom hún aftur heim og varð ein aðalleikkona Frakka. Hún hefur eínkum leikið sterkar kvenpersónur, sem örlögin leika grátt, sbr. Fabiolu, Maríu Ghapdelaine og Gertrude í Blinda stúlkan og presturinn. Ger- trude, sem presturinn hafði fundið vanrækta og blinda, þegar hún var barn, kennt allt sem hún kunni og verndað fyrir öllu. Var nokkuð und- arlegt, þó honum fyndist hann eiga hana einn? Hann gaf vesalings blinda barninu allan sinn kærleika, svo jafnvel kona hans gat ekki ann- að en kennt sárt í brjósti um hann, þrátt fyrir biturleika sinn. En vesa- lings blinda barnið verður að konu, sem elskar og er elskuð af syni prestsins. Án þess að vita af hverju það kemur verndar presturinn hana líka fyrir þessari ógæfu, sem honum finnst henni búin og færir að lokum stærstu fórnina, að gera hana sjá- andi og sjálfbjarga. Þegar hún fær sjónina missir Gertrude fótfestuna í lifinu. Hún þekkir engan aftur og er dæmd til að eyðileggja alla þá sem henni hafði þótt vænt um. Hennar bíður aðeins kalt vatnið. Þegar presturinn ber heim stirðnaðan líkama hennar á hann hana einn. Michéle Morgan lýsir aðdáanlega vel þessari blindu stúlku, sem átti engin tækifæri í lífinu. Einkalíf Michéle Morgan er óþekkt, að minnsta kosti þangað til hún gekk inn í símaklefa kvik- myndafirma nokkurs í Hollywood, r.æst á eftir 'ungum kúreka. ,,Þú gleymdir byssunni þinni", hrópaði hún á eftir unga kúrekanum, sem var Bill Marshall. Þrem vikum síð- ar bað hann hennar framan við is- söluborð eins og gerist í kvikmynd- unum og í september 1942 giftu þau sig líka alveg eins og gerist í kvik- mynd. Þau eignuðust einn son, Michael, 1944. ,,Ekki, þennan ískulda, sýnið örlitla tilfinningu," skipaði kvikmyndastjór- inn Michéle Morgan, þegar verið var að taka kvikmyndina Fabiola í Róm. Og við mótleikarann sagði hann: „Faðmið hana meira sannfærandi" og Henri Vidal hlýddi. Þessi lexía. i faðmlögum nægði. Michéle lærði að meta kossa Henri og óróleg en heiðarleg sendi hún manni sínum skeyti: „Komdu fljótt, það er alvarlegt." Það var alvarlegt: hún komst að raun um að hún var ekki eins köld og hetjurnar frá köldu löndunum, sem hún hafði leikið. Hún skildi við Bill til að giftast Henri: giftingin fór hljóðlega fram hjá borgarfógeta og þau fóru i brúðkaupsför til Ame- ríku (enginn vissi um þetta fyrr en á eftir). Eftir að hafa leikið nokkrum sinn- um saman, tilkynntu hjónin, að þau vildu ekki — fyrst um sinn — vera mótleikarar á tjaldinu. Þetta eyði- legði frama þeirra, sögðu þau. Þau vilja heldur vera saman utan vinnu. Siðan 1937 hefur andlit Michéle Morgan, með skæru, stóru augun, þunglyndislega augnatillitið og hæg- láta brosið, haft mikil áhrif á áhorf- endur. Hún hefur svip — hreint og leyndardómsfullt andlit. Mótleikarar hennar hafa alltaf verið hrifnir af henni. Þegar hún og Jean Gabin unnu að fullkomnum leik í „Þoku- bakkanum" kallaði hann hana blíð- lega „Kærustuna sína". Þau vinna nú eftir 12 ár saman að nýrri mynd. Nokkru síðar lék Charles Boyer á móti henni og tók hlutverk sitt mjög hátíðlega. Á stríðsárunum var hún ein, iangt að heiman og sást á tíma- bili mikið með Victor Mature. Aðspurð hefur Michéle Morgan svarað eftir að hafa verið gift Henri Vidal í 2 ár, að það skipti engu máli þó hjónin hafi einhverja reynslu að baki, áður en þau giftast, en nauð- synlegt sé, að þau hafi sama smekk. Halló, halló, heyrirðu til mín? ÞÝDD GREIN. Menn fæðast almennt með ágæta heyrn, að minnsta kosti betri heyrn en þeir hafa not fyrir. Náttúran er íhaldsöm; hún heldur áfram að sjá okkur fyrir jafn góðri heyrn og frummaðurinn þurfti til að lifa í heimi fullum af ósýnilegum hættum. Miss'ið ekki 25% af lífinu. Láttu ekki einn dag líða án þess að leita læknis, ef þú ert farinn að heyra illa. Með því móti kemstu hjá miklum óþægindum. Samkvæmt opin- berum skýrslum er fjöldi heyrnar- daufra manna geysimikill; auk þess má bæta við öllum þeim sem ekki „heyra mjög vel" og ekki vilja kann- ast við það. Þeir eru vissulega aumk- unarverðir: alla sína æfi skilja þeir ekki nema helming þess sem sagt er í kringum þá, og aðrir segja, þeir tala hátt og mikið, eru taugaóstyrk- ir og nota alla sína krafta til að fela galla sinn, (sem allir þekkja). Ef þú heyrir illa, taktu því þá með hugrekki og sérstaklega með þolin- mæði. Vítamin eru nauðsynleg til við- halds heyrninni; tilraunir, sem gerðar hafa verið á dýrum sanna þetta. Skortur á vitamínum getur valdið truflun á heyrnartaugunum — þessi truflun byrjar stundum í æsku. Skortur á vítamínum — þ. e. s. A- vitamini og B-vítamíni — truflar fyrst ystu húð tauganna en síðan taugahnútana. Því hefur lika verið haldið fram að skortur á B6 vita- míni minnki mótstöðuaflið gegn í- gerðum inni i eyranu og i húð ytri eyrans. Það er þó ekki eingöngu B-víta- mínið, sem hefur mikil áhrif á heyrn- ina, því skortur á E-vítamíni getur skaðað vöðva og bein eyrans. A- vítamínskortur getur valdið stækkun eða aflögun á beinum. A- og C- vitamín ráða þéttleika beinanna og C-vitamin hefur áhrif á taugarnar. Þeir sem hafa gallaða heyrn ættu því affi borða mikið af appelsínusafa, sítrónum, skyri, osti og grænu sal- ati. Ég er viss um að margt gamalt fólk losnaði við heyrnarleysi, ef það gætti þess að borða réttan mat. Heyrnardauft fólk ætti líka að taka inn kalsium og C-vítamin eftir hverja máltíð. Þetta getur komið í veg fyrir að heyrnarleysið ágerist. Ræddu við lækni þinn um allar nýjar lækningaraðferðir, sem þú sérð í blöðum og tímaritum. Ef til vill getur einhver þeirra átt við þig. Lempert læknir í New York hefur byrjað nýja aðgerð við heyrnarleysi, og hefur náð góðum árangri. Þessi aðgerð, sem er mjög erfið, opnar nýjan „glugga" að innra eyranu. Þessum „glugga" verður að halda opnum til að taka við hljóðinu. Margir læknar, og þá sérstaklega Dr. Kovacs f rá Milwaukee, haf a hald- ið því fram að í vissum tilfellum megi búa til hljóðhimnu úr bómull, sem veiti heyrnarlausum mönnum heyrnina. „SKÓLASPEKI": Hver er heleta orsók hjónaskilnaðar f Svar: Hjónabandið. / hvaða röð eru guðspjóllin rituð? Svar: Hvert á eftir öðru. Skýrið áhrif hita og kulda og nefnið dœmi. Hitinn þenur út: .á sumrin eru dag- arnir langir. Kuldinn dregur saman: á veturna eru dagarnir stuttir. Maginn er eins og skál í laginu og inniheldur meltingarfærin öll. STIGINN Framhald af bls. 3. „Jæja," sagði hún, „ég er hætt,. Jó- hanna. Ég er búin að stríða þér nóg og ég skila þér stiganum þínum." „Of seint, góða mín," svaraði Jóhanna gamla, sem var að binda á sig nátthúf- una sína. „Ég hefi gert mínar ráðstaf- anir fyrir nóttina. Við tölum á morgun við dómarann." „Ætlarðu að þverskallast?" spurði Rósa frænka órólega. „Hvenær ætlarðu að leyfa mér að sofna?" sagði Jóhanna gamla og sneri baki við henni. Forvitnir áhorfendur mynduðu hring í kringum hana og. þeir sem voru farnir að sofa klæddu sig aftur til að sjá hana. Eftir að hún hafði lokað augunum svar- aði hún þeim ekki. „Ég er ekkert hissa á þér," sagði ein- hver við hana. „Ef ég fengi að ráða, svæfi ég oft úti á sumrin til að losna við flærnar." „Hún sefur," sagði annar. „Hún sefur ekki lengi," sagði snikkar- inn. „Ég fann regndropa." Þau réttu út flata lófana og sögðu: „Bráðum stekkur hún fram úr rúminu eins og votur hundur." Þeim skjátlaðist. Jóhanna gamla lá samanhnipruð, og hreyfði sig ekki, þeg- ar fíngerð rigningin byrjaði að falla. Hana dreymdi að komið væri rok.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.