Vikan


Vikan - 21.08.1952, Page 2

Vikan - 21.08.1952, Page 2
2 VIKAN, nr. 32, 1952- í FRÁSÖGUR FÆRAIMDI I>\í) er kominn tími til að einhver taki í taumana. Það hefði átt að mót- mæla þessu fyrir langa iöngu. Þetta eru ósannindi frá rótum og hreinn áróður. Þetta er ó- hæfa, sem ekki getur gengið leng- ur. Ég á við upphafsorðin í kvæðinu hans Þorsteins Erlingssonar: „Litla skáld á grænni grein . . .“ Grænni grein! Skáldin íslenzku — og vaxtarlag þeirra skiptir sannast að segja alls engu máli — eru vissulega ekki á neinni grænni grein. l>au eru bláfátæk, næstum því upp til hópa. Og það bendir ekkert til þess, að breyt- ing verði á þessu á yfirstandandi fjárhagsári. I>AÐ virðist nefnilega fyrir löngu hafa orðið algert samkomu- lag um það á Islandi, að skáld e i g i að lifa og g e t i lifað á loftinu. Skáldið skrifar bók. Það er margra vikna vinna að setja hana, margra daga verk að lesa af henni prófarkir, mikið starf að binda hana, mikil list að teikna á hana kápuna, mesta þrekvirki að dreifa henni um landið. Og einhversstaðar mitt á milli vél- setningarinnar og dreifingarinnar — gleymist skáhlið! Setjarinn kemur og fær aurana sína fyrir að setja bókina. Prófarkalesarinn kemur og fær aurana sína fyrir að lesa prófarkir af bókinni. Bók- bindarinn kemur og fær aurana sína fyrir að binda bókina. Xeikn- arinn kemur og fær aurana sína fyrir að teikna kápuna á bókina. Bóksalinn kemur og fær aurana sína fyrir að selja bókina. Og svo kemur skáldið, og þá er kassinn tómur. Það varð fyrir æfalöngu sam- komulag um það á Islandi, að skáld gætu lifað á loftinu. KaNNSKI er þetta samt of- urlítið orðum aukið. Kannski er myndin ekki alveg svona svört. Við eigurn ágæta útgefendur, sem margir hverjir eru allir af vilja gerðir að hjálpa skáidum. Og þó er það sannleikur, að maðurinn, sem setur bókina skáldsins, eða maðurinn, sem selur bókina, ber oft og tíðum meira úr býtum en aumingja höfundurinn. Þetta eru sumsé allt að því landslög. I.ítið til dæmis andartak á gjaldskrá útvarpsins. 1 þessari skrá stendur það svart á hvítu, hve háa þóknun beri að greiða skáldum og rithöfundum fyrir flutn- ingsréttinn á verkum þeirra. I>etta er mínútu gjaid, alveg eins og hjá leigu- bílstjórum. Það er að segja: þókn- un höfimdar miðast við það, hversu langan tíma flutningur verksins tekur í útvarpinu. Gjald- skiptingin er svona: Fyrir óbundið mál: Fimm krón- ur á mínútu. Fyrir Ieikrit: Sjö krónur á mín. Fyrir ljóð: Átta krónur á mín. Vill svo einhver ykkar taita sér penna í hönd og skrifa 1500 orða smásögu? I>að er feiltilega gróða- vænlegt. Lestur sögunnar ætti að taka einar 15 mínútur, svo að sagan er þá 75 króna virði eftir útvarpstaxta! ÞaÐ hefur verið óskaplega mikið talað um drykkjuskap Is- lendinga að undanförnu, hvað þeir séu miklir svolar og þar fram eftir götunum. Svo að okkur hérna á VIKUNNI var talsvert skemmt um daginn, þegar við lás- um um það í útlendu blaði, að fundist hefði um 3,000 ára gamall egypskur papýrus, sem á voru særingar — gegn timburmönnum. Heimurinn fer kannslti versn- andi, en hann fer sér voðalega hægt. VIKAN fær feikn af bréfum og þykir vænt um það. jMörg þessara bréfa eru ágæt, og eins og lesendur vita bezt sjálfir, eru spurningarnar um allt milli him- ins og jarðar. Reynt er eftir megni að veita bréfrit- urunum ein- hverja úr- lausn, þótt ekl« sé það alltaf auðunn- ið verk. Eins og vænta má, er réttritunin á bréfunum æði misjöfn, stundum til fyrirmyndar, oft góð, stöku sinnum — væg- ast sagt — fyrir neðan allar hell- ur. Við höfðum mikla ánægju af einu orði í einu bréfi, sem við fengum fyrir skemmstu. Bréfrit- arinn skrifaði þar „hugsa“ aJveg hiklaust með x-i. Hefur senni- legast ekki mátt vera að þvi að huxa sig um. GaJVILA BlÓ tók myndina „Annie, skjóttu nú“ aftur til sýn- inga í síðastlíðinni viku. I>rjú reykvísku dagblaðanna skrifuðu enska nafnið á myndinni svona, sama daginn: Annie, get your gun (sem er rétt), Annie giet jokur Gun (sem er ekki rétt) og Annie get your Mayer (sem óneitanlega er frumlegast). Loks er þess að geta, að í einni af æfisögum Napóleons seg- ir frá blökkumanni, sem var þjónn keisarans og bar svo tak- markalausa virðingu fyrir honum, að hverju sinni sem hinn mikli maður spurði, hvað tímanum liði, svaraði þjónninn: Iílultkan er það, sem yðar hátign þóknast. Öllu meira er vist ekki hægt að heimta af nokkrum manni, og meira er ekki i frásögur færandi í svipinn. — G. J. A. Kæra Vika, 1. Ilvað er Sliirley Temple gömul, hvar er hún fœdd og viltu birta mynd af henni. 2. Er leyfilegt að skrifa sig annað en það sem maður heitir? 3. Hvar er lielzt hœgt að komast í bréfasambönd við útlent fólk? Skrif- ar það íslenzku. Svar: 1. Shirley Temple er fædd 23. apríl 1929 í Santa Monica. Hér er myndin af henni, gjörðu svo vel. 2. Þú verður að sækja um sérstakt leyfi til að skipta um nafn, að öðr- um kosti verðurðu að skrifa þig það sem þú heitir. 3. VIKAN birtir alltaf öðru hvoru beiðnir um bréfa- sambönd útlend- inga við Islend- inga. Mjög fáir þeirra tala íslenzku, en í þessu blaði biðja tvær íslenzkar stúlkur í Noregi um bréfasamband. Svar til Sigrúnar: Hitinn í íbúðinni er ófriðarefni í mörgum fjölskyldum. Því er svo ó- haganlega fyrir komið að ungar kon- ur þurfa venjulega meiri hita til að líða vel en ungir menn, en aftur á móti vilja fullorðnir menn oftast meiri hita en fullorðnar konur. Þetta er ákaflega erfitt viðureignar. Eðli- legur stofuhiti er talinn vera 19—20°, venjulegt fólk getur varla setið kyrrt ef hitinn fer niður fyrir 18°. Ef þú hefur mörg herbergi í íbúðinni, geturðu skrúfað fyrir ofninn i einu þeirra áður en maðurinn þinn kem- ur heim, svo hann geti flúið þangað þegar honum hlýnar of mikið. Ef þið verðið aftur á móti að sitja i sama herberginu og getið ekki kom- ið ykkur saman um meðalhita, virð- ist það eðlilegt að hita upp fyrir þann sem kulsæknari er. Svar til Hólmfriðar: 1) Það er ekki auðvellt að ná burt freknum, en fjöldi lyfja er til sem bleiklr þær. Vægustu lyfin eru búris- upplausn 3% vatnssýringsupplausn og ýmiskonar smyrsli úr því efni. Af sterkari lyf jum má nota sublimat og 5% hvítan kvikasylfuráburð. Þessi smyrsli verður samt að nota með var- [ Tímaritið SAMTÍÐIN | ■ í Flyt«r snjallar sögur, fróðlegar | ; greinar, bráðsmellnar skopsögur, ! ! iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. ■ ■ 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. : ■ Ritstjóri: Sig. Skújason magister. ■ ■ Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. j úð, því þau erta stundum húðina og- lítil bót er að því að fá exem í stað meinlausra frekna. 2) Rétt þyngd er 61.44 kg. Vikan tekur ekkert fyrir að svara spurningum, en bréfasamböndin kosta 5 kr. Svar til Dísu í Dalakofanum: 1. Við varaþurrk er bezt að bera mjúkt krem á varirnar á kvöldin og "jafnvel á daginn, ef vindur er. Ann- ars skaltu varast að sleikja út um (sama hve girnilegt matarborðið er) eða láta sápu fara á varirnar, þegar þú þværð þér. 2. Breiddu teppi á gólfið á hverj- um morgni, legstu á það og veltu neðri hluta líkamans fram og aftur. Vertu þolinmóð, þú losnar ekki við „stóran afturenda" á einum degi. Kœra Vika 1. Ég er rauður í andliti hvað á ég að gera til að ná þvi af? 2. Ég er sköllóttur og komungur eða um tvítugt, það hlœja allir að mér og mér fellur það illa svo ég geng með hatt á öllum mannamótum og ég er feiminn við ungar stúlkur. Hvað á ég að gera því mér er heitt til kvenna. Á ég að harka af mér og taka hattinn niður og brosa til stúlkna og vera ófeiminn? Rauður Skalli. Svar: 1. Þú getur látið hálshöggva þig. Gamanlaust eru orsakir anlits- roða margar. T. d. getur hann stafað af meltingartruflunum, starfsemi inn- kirtla, bólgum í nánd við hina sjúku húð (t. d. í tönnum eða nefi), hita, kulda, óhollum fegrunarlifum o. fl. Þú ættir að láta lækni finna orsök- ina. 2. Það er miklu hlægilegra að ganga með hatt inni en hafa skalla. Getur ekki verið að menn hlægi að þér fyrir að fela skallann en ekki fyrir að vera sköllóttur? Ef þú ert alveg orðinn sköllóttur get ég engin ráð gefið þér, en ef eitthvað er eftir af hári, skaltu bursta það á hverju kvöldi úr salmíaksvínandablöndu. Kœra Vika, Ég sé að þú getur ráðið fram úr erfiðustu vandamálum, svo ég efast ekki um að þú getir hjálpað nokkrum örvœntingarfúllum sálum. Málið ligg- ur svona jyrir: Annaer hrifinaf Pétri, sem er ástfanginn af Jonnu, sem elsk- ar Kristján, sem er hrifinn af Gunnu, sem elskar Jón, sem elskar önnu. Finnurðu nokkra lausn á þessu? Svar: Ég hefi fundið lausnina: Þú hefur séð kvikmyndina „Hringekja ástarismar", sem sýnd var í Nýja Bíó fyrir skemmstu og ákveðið að koma VTKUNNI í vandræði. Hefi ég ekki rétt fyrir mér? Shirley Tempíe Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.